Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 51 svör fundust

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í mars 2012?

Samkvæmt vefmælingu Modernus voru tíu vinsælustu svör marsmánaðar á Vísindavefnum árið 2012 þessi hér: Tala kindur fjármál? Hverjir voru helstu sjúkdómar á Íslandi á landnámsöld? Hvernig smitast bólusótt og hver eru helstu sjúkdómseinkenni hennar? Er blóðblöndun hættuleg, til dæmis ef tveir heilbrigðir einst...

Nánar

Er til lyf við bólusótt?

Nei, ekkert þekkt lyf er til við bólusótt annað en tafarlaus bólusetning. Engu að síður hafa veirulyfjameðferðir verið notaðar og lyfjarannsóknir hafa gefið til kynna að veirulyfið Cidofovir gæti gefið góða raun.1 Bóluefni er gefið innan fjögurra daga eftir smitun og áður en útbrot koma fram. Bóluefnið kemur í veg...

Nánar

Af hverju fá menn hausverk?

Það geta verið fjölmargar ástæður fyrir höfuðverk eins og kemur fram í svari Magnúsar Jóhannsonar við spurningunni Af hverju fær maður höfuðverk? Þar segir meðal annars að höfuðverkur sé líklega algengasta sjúkdómseinkenni sem við þekkjum. Oftast er hann fylgifiskur sjúkdóma eða sótthita og er einungis örsjaldan...

Nánar

Af hverju lifa innikettir lengur en útikettir?

Það er rétt að lífslíkur innikatta eru hærri en hjá köttum sem geta valsað frjálsir um úti við. Þetta á sér mjög einfalda skýringu. Fleiri hættur steðja að köttum utandyra heldur en inni á heimilinu. Ein algengasta dánarorsök katta sem lifa innan bæjarmarka er til dæmis að verða fyrir bíl. Innikettir eru hins vega...

Nánar

Hvers vegna verður maður fatlaður?

Fötlun getur verið af ýmsu tagi og fyrir henni eru ýmsar orsakir. Það er ágætt að byrja á því að átta sig á því hvað átt er við þegar talað er um fötlun. Á vef Mannréttindaskrifstofu Íslands segir meðal annars að í íslenskum lögum liggur ekki fyrir afmörkuð skilgreining á því hvað fötlun er, hugtakið er í stöðugri...

Nánar

Eru þeir sem fengu bólusetningu við kúabólu með ónæmi við apabólu?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Af hverju eykst algengi apabólu með minnkandi ónæmi gegn bólusótt? Apabóla er sjaldgæfur smitsjúkdómur sem er landlægur í nokkrum löndum mið- og vesturhluta Afríku. Í svari við spurningunni Hvað er apabóla? er fjallað almennt um sjúkdóminn og af hverju tilfellum af ...

Nánar

Hver er eðlilegur blóðþrýstingur?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hver er eðlilegur blóðþrýstingur og púls?Fjallað er um púls í svari Ulriku Andersson við spurningunni Hvað er hvíldarpúls og hvað getur hann orðið hægur? og er lesendum bent á að kynna sér það svar. Svarið hér á eftir fjallar því eingöngu um blóðþrýsting. Á sama hátt og lö...

Nánar

Hvað er Huntingtonssjúkdómur og hvernig lýsir hann sér?

Huntingtonssjúkdómur er ættgengur sjúkdómur þar sem heilafrumur hrörna smám saman. Honum var fyrst lýst 1872 af bandaríska lækninum George Huntington. Það sem veldur sjúkdómnum er ríkjandi galli á litningi númer fjögur. Þar er CAG-basaþrenndin endurtekin 36-120 sinnum í DNA-inu í staðinn fyrir 10-35 sinnum. Eftir ...

Nánar

Getur krabbamein borist frá móður til fósturs?

Krabbamein sem slíkt, það er krabbameinsfrumur, geta ekki borist frá móður til fósturs. Almennt berast engar frumur um fylgjuna til fóstursins. En fóstrið fær að sjálfsögðu gen frá móður og föður og þeirra á meðal geta verið gen sem hugsanlega eru stökkbreytt og geta valdið aukinni tilhneigingu til þess að fá krab...

Nánar

Hvað er bitormasýki og hvernig smitast menn af henni?

Tvær tegundir sníkjuþráðorma (Nematoda); Ancylostoma duodenale og Necator americanus orsaka sjúkdóm í meltingarvegi manna sem nefna mætti bitormasýki (e. hookworm diseases). Hvorug tegundin er landlæg á Íslandi en báðar berast hingað reglulega með ferðalöngum sem smitast hafa erlendis. Fyrrnefnda tegundin er landl...

Nánar

Hvað er Tay-Sachs sjúkdómur og hvernig erfist hann?

Tay-Sachs-sjúkdómur er víkjandi erfðasjúkdómur. Hann orsakast af galla sem veldur skorti á ensími sem kallast β-hexoaminídasi A. Þetta ensím finnst í leysikornum (e. lysosomes) en leysikorn eru frumulíffæri sem gegna því hlutverki að brjóta niður sameindir til endurvinnslu fyrir frumuna. Venjulega stuðlar ens...

Nánar

Hvað er bólusótt og hvenær geisaði fyrsta bólusóttin í heiminum?

Bólusótt er bráðsmitandi sjúkdómur sem herjar eingöngu á mannskepnuna og orsakast af veirunni variola virus. Bólusótt er einnig þekkt undir heitunum variola major og variola minor. Nafnið variola var fyrst notað á 6. öld og er afleiða af latneska orðinu varius sem merkir „flekkóttur/blettóttur“. Hugtakið bólusótt ...

Nánar

Hve mikið af omega-3-hylkjum er óhætt að taka á dag við liðagigt?

Í rannsóknum á áhrifum omega-3-fitusýra gegn þjáningum fólks með liðagigt hafa verið gefin 5-10 grömm á dag án þess að aukaverkanir hafi komið fram. Hins vegar getur þetta hækkað blóðsykur hjá þeim sem eru með fullorðinssykursýki. Lítil hætta er þó á aukaverkunum fyrr en við mjög stóra skammta af omega-3-fitusýrum...

Nánar

Hver er munurinn á erfðagalla og erfðasjúkdómi?

Það má kalla það erfðagalla þegar arfgeng breyting á erfðaefni veldur truflun á líkamsþroska eða líkamsstarfsemi. Þegar um mjög skaðlega truflun á starfsemi er að ræða er gjarnan talað um sjúkdóm, en sé truflunin lítil eða hafi hún áhrif á líkamsvöxt eða þroska líkamshluta er oft viðeigandi að tala frekar um hana ...

Nánar

Fleiri niðurstöður