Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 71 svör fundust

Var Frankenstein til í alvörunni?

Frankenstein var ekki til í alvörunni. Bæði vísindamaðurinn Victor Frankenstein og skrímslið sem hann skapaði eru persónur í skáldsögunni Frankenstein sem var fyrst gefin út árið 1818 og er eftir breska rithöfundinn Mary Shelley (1797–1851). Algengur misskilningur er að skrímslið í sögunni heiti Frankenstein, en í...

Nánar

Geta vinir mínir heyrt í útvarpsbylgjum sem ég sendi þeim?

Nei, vinir okkar heyra ekki í útvarpsbylgjum sem við sendum þeim - nema þeir séu með útvarp við höndina. Við getum ekki skynjað útvarpsbylgjur með skynfærunum á sama hátt og við skynjum hljóð. Einu rafsegulbylgjurnar sem skynfæri okkar nema eru ljósið. Það spannar aðeins örmjótt bil á tíðnikvarða rafsegulbylgna...

Nánar

Hvað er vinátta?

Vinátta er þegar tvær manneskjur unna hvor annarri eins og sjálfri sér og láta sig hag hinnar varða hennar sjálfrar vegna eða eins og forngríski heimspekingurinn Aristóteles komst að orði: "Vinurinn er annað sjálf" (Siðfræði Níkómakkosar [= SN] IX.4, 1166a31. Allar þýðingar eru Svavars Hrafns Svarassonar). Aristót...

Nánar

Geta ljón lifað á fiski í lengri tíma?

Þó svo að grasbítar svo sem gníar, antilópur, ungir gíraffar og sebrahestar séu helsta fæða ljóna sem lifa á staktrjáarsléttunum í Afríku sunnan Sahara þá eru þau talsverðir tækifærissinnar í fæðuvali. Þau leggja sér einnig til munns fuglsegg, skriðdýr og jafnvel fisk og skordýr þegar slíkt býðst. Aðallega eru það...

Nánar

Hverjir eru vinir og óvinir ljónsins?

Sjálfsagt má skipta óvinum ljónsins (Panthera leo) í tvo flokka. Þau dýr sem keppa við það um fæðu og þau sem drepa ljón. Í Afríku er blettahýenan (Crocuta crocuta) í raun eina dýrið sem keppir við ljón um veiðidýr. Blettahýenur geta verið í stórum hópum, allt upp í 30 dýr, og geta hrakið ljón frá nýfelldri veiðib...

Nánar

Hvenær ber að nota orðið báðir og hvenær orðin hvor tveggja?

Óákveðna fornafnið báðir er notað um það sem telja má með töluorðinu tveir, tvær, tvö. Dæmi: Jón og Sigurður eru vinir. Þeir eru báðir í grunnskóla. Sigríður og Þóra eru báðar í fimleikum. Einar og Þóra spila bæði á píanó. Það er ekki notað með fleirfaldstölunum tvennir, tvennar, tvenn. Þar fer betur á að n...

Nánar

Hvaða áhrif hefur Facebook haft á samskipti fólks?

Haustið 2012 var talið að um einn milljarður manna væri með síðu á samskiptavefnum Facebook, og þar af voru Íslendingar tæplega 220.000. Hafa ber í huga að meðtalin eru félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir sem hafa sett upp persónusíður þó slíkt sé brot á reglum vefjarins. Fremur lítið er vitað um notkun Íslend...

Nánar

Tala englar táknmál?

Táknmál er alvöru mál eins og önnur tungumál. Ef maður vill tala við og skilja þá sem hafa táknmál sem móðurmál er jafnmikilvægt að skilja það mál eins og að kunna íslensku eða arabísku ef maður vill tala við þá sem hafa þau móðurmál. Englar geta talað við öll börn og fullorðna á öllum heimsins tungumálum; ís...

Nánar

Ber ekki að ávarpa þingforseta og ráðherra á sama hátt á Alþingi?

Upphafleg spurning í heild er sem hér segir:Á vef Alþingis, www.althingi.is, í kaflanum "Upplýsingar-Ýmis hugtök...- Umræður," er greint frá hvernig þingmönnum ber að haga ræðu sinni. Þar eru meðal annars sýnd þessi tvö dæmi um ávörp: "hæstvirti forseti" og "hæstvirtur forsætisráðherra". Af hverju er þetta haft hv...

Nánar

Hvernig virka farsímar?

Farsímar eru í raun bara flókin útvarpstæki, nema hvað að þeir taka ekki bara á móti rafsegulbylgjum, eins og útvörp, heldur geta líka sent þær frá sér. Í dag eru allir farsímar stafrænir, það er þeir taka við og senda frá sér stafrænar upplýsingar, það er 0 eða 1 í löngum bunum, hvort sem það er stafrænt kóðað ra...

Nánar

Hvað lifa mörg ljón og tígrisdýr í villtri náttúru?

Upphaflega spurningin hljómar svona: Hvað er talið að mörg ljón séu eftir í Afríku sem búa í villtri náttúru? Er þeim að fjölga eða fækka? Hvað um tígrisdýr? Líffræðingar telja að í Afríku séu á bilinu 30–100 þúsund villt ljón (Panthera leo). Útbreiðsla þeirra er aðallega bundin við austur- og suðurhluta álfunna...

Nánar

Hvað hafa ljón stórar tennur?

Ljón (Panthera leo), líkt og önnur kattardýr, eru rándýr og veiða sér önnur dýr til matar. Tennur þeirra eru því sérhæfðar til kjötáts og veiða. Fullorðin ljón hafa 30 tennur: 12 framtennur (6 í hvorum gómi), 4 vígtennur og 14 jaxla, 8 í efri góm en 6 í þeim neðri. Í þessu svari er gert ráð fyrir að spyrjendur ...

Nánar

Fleiri niðurstöður