Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hvaða hlutverk hefur gallblaðran og hvaða áhrif hefur það á líkamann ef hún er tekin?

Bjarni Þjóðleifsson

Til að skilja starfsemi gallblöðru er nauðsynlegt að vita hvert hlutverk galls er í meltingu fæðunnar. Gallið myndast í lifrinni og mikilvægasti hluti þess eru gallsölt, sem gegna lykilhlutverki við meltingu á fitu. Gallsaltasameindin er samsett úr stórum óhlöðnum sterakjarna og nokkrum hliðarkeðjum sem tengjast kjarnanum og hafa neikvæða hleðslu. Þessir tvíþættu eiginleikar gallsýranna gefa þeim „sápueiginleika“, þannig að gallsöltin verka á fitu í meltingarveginum á sama hátt og uppþvottalögur leysir upp fitu við uppþvott.

Gallsöltin koma inn í meltingarveginn í skeifugörninni rétt neðan við maga og blandast þar fæðunni. Þau leysa upp fitu sem fer út í sogæðar og þaðan út í blóðið. Þegar gallsöltin hafa lokið þessu hlutverki sínu frásogast þau neðst úr görninni og fara aftur til lifrarinnar. Gallsöltin eru því endurnýtt og áðurnefnd hringrás margendurtekin. Minna en 5% þeirra glatast við hverja hringferð, en lifrin á auðvelt með að bæta það upp. Aðstreymi gallsalta til lifrarinnar er fyrst og fremst 3-5 klukkustundum eftir máltíð, eða þegar fæðan er melt og komin í gegnum mjógirni og niður í ristil. Hlutverk gallblöðrunnar er því í stuttu máli það að geyma gallsöltin milli áðurnefndra hringferða.

Þegar gallblaðran er tekin flæðir gallið inn í görnina þegar ekki er þörf fyrir það og enn fremur getur vantað gall þegar þegar þess er þörf þar sem engar varabirgðir eru til. Afleiðingar gallblöðrutöku geta verið þær að maðurinn þolir illa fituríkan mat og er því yfirleitt ráðlegt að neyta feitmetis í hófi. Einstaka sjúklingar þola illa að gall seytli inn í görnina þegar þess er ekki þörf og fá jafnvel þrálátan niðurgang. Við því er hægt að gefa sérstaka meðferð til að binda gallsýrurnar (Questran-duft) og verkar hún oftast vel, þannig að niðurgangur verður sjaldan alvarlegt vandamál. Ástæður gallblöðrutöku eru yfirleitt gallsteinar eða bólga í gallblöðru og er gallblaðran þá að mestu hætt að sinna hlutverki sínu. Einstaklingar með þessa sjúkdóma eru betur settir án gallblöðru.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

prófessor við læknadeild HÍ

Útgáfudagur

20.12.2000

Spyrjandi

Guðmundur Þór Sigurðsson

Tilvísun

Bjarni Þjóðleifsson. „Hvaða hlutverk hefur gallblaðran og hvaða áhrif hefur það á líkamann ef hún er tekin?“ Vísindavefurinn, 20. desember 2000. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1245.

Bjarni Þjóðleifsson. (2000, 20. desember). Hvaða hlutverk hefur gallblaðran og hvaða áhrif hefur það á líkamann ef hún er tekin? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1245

Bjarni Þjóðleifsson. „Hvaða hlutverk hefur gallblaðran og hvaða áhrif hefur það á líkamann ef hún er tekin?“ Vísindavefurinn. 20. des. 2000. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1245>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða hlutverk hefur gallblaðran og hvaða áhrif hefur það á líkamann ef hún er tekin?
Til að skilja starfsemi gallblöðru er nauðsynlegt að vita hvert hlutverk galls er í meltingu fæðunnar. Gallið myndast í lifrinni og mikilvægasti hluti þess eru gallsölt, sem gegna lykilhlutverki við meltingu á fitu. Gallsaltasameindin er samsett úr stórum óhlöðnum sterakjarna og nokkrum hliðarkeðjum sem tengjast kjarnanum og hafa neikvæða hleðslu. Þessir tvíþættu eiginleikar gallsýranna gefa þeim „sápueiginleika“, þannig að gallsöltin verka á fitu í meltingarveginum á sama hátt og uppþvottalögur leysir upp fitu við uppþvott.

Gallsöltin koma inn í meltingarveginn í skeifugörninni rétt neðan við maga og blandast þar fæðunni. Þau leysa upp fitu sem fer út í sogæðar og þaðan út í blóðið. Þegar gallsöltin hafa lokið þessu hlutverki sínu frásogast þau neðst úr görninni og fara aftur til lifrarinnar. Gallsöltin eru því endurnýtt og áðurnefnd hringrás margendurtekin. Minna en 5% þeirra glatast við hverja hringferð, en lifrin á auðvelt með að bæta það upp. Aðstreymi gallsalta til lifrarinnar er fyrst og fremst 3-5 klukkustundum eftir máltíð, eða þegar fæðan er melt og komin í gegnum mjógirni og niður í ristil. Hlutverk gallblöðrunnar er því í stuttu máli það að geyma gallsöltin milli áðurnefndra hringferða.

Þegar gallblaðran er tekin flæðir gallið inn í görnina þegar ekki er þörf fyrir það og enn fremur getur vantað gall þegar þegar þess er þörf þar sem engar varabirgðir eru til. Afleiðingar gallblöðrutöku geta verið þær að maðurinn þolir illa fituríkan mat og er því yfirleitt ráðlegt að neyta feitmetis í hófi. Einstaka sjúklingar þola illa að gall seytli inn í görnina þegar þess er ekki þörf og fá jafnvel þrálátan niðurgang. Við því er hægt að gefa sérstaka meðferð til að binda gallsýrurnar (Questran-duft) og verkar hún oftast vel, þannig að niðurgangur verður sjaldan alvarlegt vandamál. Ástæður gallblöðrutöku eru yfirleitt gallsteinar eða bólga í gallblöðru og er gallblaðran þá að mestu hætt að sinna hlutverki sínu. Einstaklingar með þessa sjúkdóma eru betur settir án gallblöðru.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...