Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvers vegna varð Kína aldrei heimsveldi eins og Rómaveldi?

Gísli Gunnarsson (1938-2020)

Kína hefur verið heimsveldi á sinn hátt í brátt þrjú þúsund ár, að vísu með smáhléum. Á vissum stuttum tímaskeiðum leystist Kína í smáríki en alvarlegast var þegar reynt var að drepa kínversku þjóðina svona að mestu leyti fyrst eftir innrás Mongóla á 13. öld. En eins og aðrar innrásarþjóðir í Kína, komust höfðingjar Mongóla fljótt að því að hentugra og þægilegra væri að útrýma aðeins gömlu yfirstéttinni og gerast sjálfir ný yfirstétt í ríkinu og taka í leiðinni upp kínverska siði og menningu.



Rómaveldi var aldrei heimsveldi í þeim skilningi að það næði yfir heim allan. Það var voldugt ríki við Miðjarðarhafið sem réði öllum löndum umhverfis þar, en náði aldrei mjög langt þar fyrir utan og átti oft í mestu erfiðleikum við að halda yfirráðum sínum í löndum sem Rómverjar höfðu unnið utan Miðjarðarhafssvæðisins.

Kína hefur verið fjölmennasta ríki jarðar nær samfellt síðan 200 árum fyrir Kristsburð. Mismunurinn á Kína og Rómaveldi er hins vegar margvíslegur. Í fyrsta lagi stóð Rómaveldi stutt, hófst á 1. öld fyrir tímatal okkar og lauk á 5. öld. Áhrif þess á Evrópu urðu hins vegar mikil og varanleg, tungumál margra urðu af rómverskum toga, grísk-rómversk menning hafði víðast hvar varanleg áhrif og síðast en ekki síst varð síðasta ríkistrúin í Rómaveldi, kristnin, aðaltrúarbrögðin í Evrópu.

Í öðru lagi var Rómaveldi fyrst og fremst herveldi, með Rómverja sem aðalyfirstétt, en þar bjuggu alltaf margar ólíkar þjóðir sem að vísu notuðu sín á milli tvö sameiginleg tungumál, latínu og grísku. Útþensla kínverska heimsveldisins var hins vegar í grundavallaratriðum útþensla einnar og sömu þjóðar, með sameiginlegt tungumál og sömu menningu, atvinnulíf og stjórnarfar, Han (eða Qin) þjóðarinnar, sem upprunin var í Norður-Kína og færði sig smám saman í suður og austur og ýmist hrakti burt fyrri íbúa (eins og forfeður núverandi Taílendinga) eða blandaðist þeim um leið og þar voru teknir upp kínverskir siðir, menning, tunga og stjórnarhættir. Þessari útþenslu var lokið á svipuðum tíma og Rómaveldi leið undir lok. Eftir sem áður búa margar fornar þjóðir í Kína, einkum suðurhlutanum, það eru tiltölulega litlir minnihlutahópar sem skipta varla máli fyrir ríkisheildina, eru hlutfallslega fámennir.

Þjóðir Evrópu, svo og Asíu og Afríku við Miðjarðarhaf, bæði fyrir og eftir daga Rómaveldis, hafa margar verið miklar siglingarþjóðir. Því valda landfræðilegar ástæður; tilvist Miðjarðarhafs og sú staðreynd að strandlengja Evrópu er mjög löng miðað við stærð álfunnar. Siglingar urðu mörgum Evrópuþjóðum, og þar á undan Rómverjum og fleiri þjóðum við Miðjarðarhaf, mikil lífsnauðsyn. Forsendan fyrir tilvist Rómaveldis voru öruggar siglingar, allavega um Miðjarðarhafið, og þær Evrópuþjóðir, sem seinna, eða eftir 1500, gerðust heimsveldi í fjarlægum heimsálfum, urðu slíkt vegna reynslu sinnar í siglingum.



Kínverjar voru hins vegar fyrst og fremst fólk hins fasta lands. Mestu siglingar þeirra fólust margsinnis í því að byggja mikla skipaskurði um landið þvert og endilangt. Þeir voru sjálfum sér nægir um allt sem hugur þeirra girntist, í kínverska ríkinu bjó að jafnaði um þriðjungur allra jarðarbúa og Kínverjar nefndu ríki sitt miðríkið, þar væri í eðli sínu miðpunktur mannlegrar tilvistar á jörðinni. Þegar evrópskar siglingaþjóðir fóru að heimsækja kínverskar hafnir eftir 1500 komust þær fljótt af því að þær höfðu nær engar vörur til að bjóða sem Kínverjar ásældust, hins vegar höfðu Kínverjar mikið að bjóða Evrópumönnum sem þeir vildu fá, eins og silkivörur og postulín. Viðskiptajöfnuður Kínverja og Evrópubúa var því jafnan þeim síðarnefndu óhagstæður og varð að borga fyrir kínverskar vörur með góðmálmum, silfri og gulli, sem Evrópubúar náðu mest í með gripdeildum og öðru ofbeldi í Ameríku. Englendingum, sem urðu mesta siglingaþjóð heims á 18.öld, tókst hins vegar að skapa eftirspurn eftir nýrri vöru í Kína, var það ópíum sem ræktað var á Indlandi. Þegar kínverski keisarinn ákvað að banna ópíum og ópíumsölu í ríki sínu um 1840, brugðust Englendingar ókvæða við og fóru í styrjöld sem lauk með sigri þeirra.

Ópíumstríðið sýndi veikleika gamla miðríksins. Meðan Evrópubúar, og þá einkum Englendingar, höfðu eflt siglingar sínar um heimsins höf og í framhaldi af því aukið tæknimátt sinn, ekki síst í hernaði, allt frá 18. öld, höfðu kínversk yfirvöld reynt að halda sem flestu óbreyttu í stóru ríki, voru öruggir um yfirburði miðríkisins. Gallar þessara stöðnunar urðu æ ljósari þegar leið á 19. öldina og síðan 20. öldina, evrópsk ríki, og seinna einnig Bandaríkin og Japan, skiptu Kína milli sín í áhrifasvæði. Kínverska stórveldið leið undir lok og raunar varð sameinað Kína fyrst til aftur með valdatöku kommúnista í landinu 1949. Nýju valdhafarnir (sumir mundu segja nýja yfirstéttin) stofnuðu aftur öflugt miðstýrt ríki, unnu afrek á sumum sviðum eins og í menntamálum, en efnahagstilraunir þeirra tókust misvel og sumar voru misheppnaðar með öllu.

Kínverjar höfðu alla þá tækni sem þurfti til siglinga um heimsins höf á 14. og 15. öld. Raunar voru margar þær nýjungar sem Evrópubúar tóku upp í siglingum upphaflega frá Kínverjum komnar, til dæmis áttavitinn. Kínversk skip sigldu bæði til Austur-Afríku og Ameríku löngu áður en Evrópubúar gerðu nokkuð þvílíkt, þessar evrópsku siglingar kölluðust síðar „landafundirnir miklu“. En þessar siglingar Kínverja voru ekki þáttur í starfsemi gráðugra stjórnvalda eða verslunarfélaga eins og reyndin var í Evrópu enda voru ekki í Kína tiltölulega sjálfstæðar borgir sem byggðu tilvist sína á úthafssiglingum eins og var víða í Evrópu. Í Kína ríkti einveldi keisarans jafnt í borgum og sveitum og enginn fékk að yfirgefa miðríkið löglega nema með náðarsamlegu leyfi hans. Slík leyfi voru veitt öðru hverju framundir 1500 en þá komst keisarinn og embættismenn hans, allir mandarínarnir og geldingarnir, að því að á heimshöfunum væri orðið krökkt af skítugu og illa þefjandi fólki með kúnstugan hvítan húðlit, þá sjaldan sem sást í hann. Þar sem enga nauðsyn bar heldur til að ná í vörur utan Kína, gaf keisarinn út tilskipun til þegna sinna að allar ferðir þeirra langt frá ströndum ríksins væru héðan í frá bannaðar. Bann þetta stóð til loka 19. aldar.

Sem sagt: Kína er á sinn hátt heimsveldi og hefur verið það í nokkrar þúsaldir en hefur búið við misjafnan styrk í tímans rás. Þar býr nú rúmur fimmtungur jarðarbúa og hagvöxtur er þar mikill ár hvert. Jafnframt eru vandamál ríkisins mikil. Hins vegar er ljóst að Kínverjar munu tæplega taka aftur upp forna einangrunarstefnu sína. Þvert á móti bendir margt til að áhugi þeirra á erlendum ríkjum fari stöðugt vaxandi. Ef til vill er það aðeins spurning um tíma hvenær Kína nær aftur stöðu sinni sem miðríki mannlegs samfélags

Rómaveldi stóð stutt en skildi eftir sig mikil áhrif í Evrópu, aðallega menningarlegs eðlis. Því stafar af því meiri ljómi í hugum margra Evrópubúa en raunverulegur styrkur þess gefur ástæðu til.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:

Höfundur

Gísli Gunnarsson (1938-2020)

prófessor emeritus í sagnfræði við HÍ

Útgáfudagur

15.7.2002

Spyrjandi

Sigríður Gísladóttir

Tilvísun

Gísli Gunnarsson (1938-2020). „Hvers vegna varð Kína aldrei heimsveldi eins og Rómaveldi?“ Vísindavefurinn, 15. júlí 2002. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2590.

Gísli Gunnarsson (1938-2020). (2002, 15. júlí). Hvers vegna varð Kína aldrei heimsveldi eins og Rómaveldi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2590

Gísli Gunnarsson (1938-2020). „Hvers vegna varð Kína aldrei heimsveldi eins og Rómaveldi?“ Vísindavefurinn. 15. júl. 2002. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2590>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna varð Kína aldrei heimsveldi eins og Rómaveldi?
Kína hefur verið heimsveldi á sinn hátt í brátt þrjú þúsund ár, að vísu með smáhléum. Á vissum stuttum tímaskeiðum leystist Kína í smáríki en alvarlegast var þegar reynt var að drepa kínversku þjóðina svona að mestu leyti fyrst eftir innrás Mongóla á 13. öld. En eins og aðrar innrásarþjóðir í Kína, komust höfðingjar Mongóla fljótt að því að hentugra og þægilegra væri að útrýma aðeins gömlu yfirstéttinni og gerast sjálfir ný yfirstétt í ríkinu og taka í leiðinni upp kínverska siði og menningu.



Rómaveldi var aldrei heimsveldi í þeim skilningi að það næði yfir heim allan. Það var voldugt ríki við Miðjarðarhafið sem réði öllum löndum umhverfis þar, en náði aldrei mjög langt þar fyrir utan og átti oft í mestu erfiðleikum við að halda yfirráðum sínum í löndum sem Rómverjar höfðu unnið utan Miðjarðarhafssvæðisins.

Kína hefur verið fjölmennasta ríki jarðar nær samfellt síðan 200 árum fyrir Kristsburð. Mismunurinn á Kína og Rómaveldi er hins vegar margvíslegur. Í fyrsta lagi stóð Rómaveldi stutt, hófst á 1. öld fyrir tímatal okkar og lauk á 5. öld. Áhrif þess á Evrópu urðu hins vegar mikil og varanleg, tungumál margra urðu af rómverskum toga, grísk-rómversk menning hafði víðast hvar varanleg áhrif og síðast en ekki síst varð síðasta ríkistrúin í Rómaveldi, kristnin, aðaltrúarbrögðin í Evrópu.

Í öðru lagi var Rómaveldi fyrst og fremst herveldi, með Rómverja sem aðalyfirstétt, en þar bjuggu alltaf margar ólíkar þjóðir sem að vísu notuðu sín á milli tvö sameiginleg tungumál, latínu og grísku. Útþensla kínverska heimsveldisins var hins vegar í grundavallaratriðum útþensla einnar og sömu þjóðar, með sameiginlegt tungumál og sömu menningu, atvinnulíf og stjórnarfar, Han (eða Qin) þjóðarinnar, sem upprunin var í Norður-Kína og færði sig smám saman í suður og austur og ýmist hrakti burt fyrri íbúa (eins og forfeður núverandi Taílendinga) eða blandaðist þeim um leið og þar voru teknir upp kínverskir siðir, menning, tunga og stjórnarhættir. Þessari útþenslu var lokið á svipuðum tíma og Rómaveldi leið undir lok. Eftir sem áður búa margar fornar þjóðir í Kína, einkum suðurhlutanum, það eru tiltölulega litlir minnihlutahópar sem skipta varla máli fyrir ríkisheildina, eru hlutfallslega fámennir.

Þjóðir Evrópu, svo og Asíu og Afríku við Miðjarðarhaf, bæði fyrir og eftir daga Rómaveldis, hafa margar verið miklar siglingarþjóðir. Því valda landfræðilegar ástæður; tilvist Miðjarðarhafs og sú staðreynd að strandlengja Evrópu er mjög löng miðað við stærð álfunnar. Siglingar urðu mörgum Evrópuþjóðum, og þar á undan Rómverjum og fleiri þjóðum við Miðjarðarhaf, mikil lífsnauðsyn. Forsendan fyrir tilvist Rómaveldis voru öruggar siglingar, allavega um Miðjarðarhafið, og þær Evrópuþjóðir, sem seinna, eða eftir 1500, gerðust heimsveldi í fjarlægum heimsálfum, urðu slíkt vegna reynslu sinnar í siglingum.



Kínverjar voru hins vegar fyrst og fremst fólk hins fasta lands. Mestu siglingar þeirra fólust margsinnis í því að byggja mikla skipaskurði um landið þvert og endilangt. Þeir voru sjálfum sér nægir um allt sem hugur þeirra girntist, í kínverska ríkinu bjó að jafnaði um þriðjungur allra jarðarbúa og Kínverjar nefndu ríki sitt miðríkið, þar væri í eðli sínu miðpunktur mannlegrar tilvistar á jörðinni. Þegar evrópskar siglingaþjóðir fóru að heimsækja kínverskar hafnir eftir 1500 komust þær fljótt af því að þær höfðu nær engar vörur til að bjóða sem Kínverjar ásældust, hins vegar höfðu Kínverjar mikið að bjóða Evrópumönnum sem þeir vildu fá, eins og silkivörur og postulín. Viðskiptajöfnuður Kínverja og Evrópubúa var því jafnan þeim síðarnefndu óhagstæður og varð að borga fyrir kínverskar vörur með góðmálmum, silfri og gulli, sem Evrópubúar náðu mest í með gripdeildum og öðru ofbeldi í Ameríku. Englendingum, sem urðu mesta siglingaþjóð heims á 18.öld, tókst hins vegar að skapa eftirspurn eftir nýrri vöru í Kína, var það ópíum sem ræktað var á Indlandi. Þegar kínverski keisarinn ákvað að banna ópíum og ópíumsölu í ríki sínu um 1840, brugðust Englendingar ókvæða við og fóru í styrjöld sem lauk með sigri þeirra.

Ópíumstríðið sýndi veikleika gamla miðríksins. Meðan Evrópubúar, og þá einkum Englendingar, höfðu eflt siglingar sínar um heimsins höf og í framhaldi af því aukið tæknimátt sinn, ekki síst í hernaði, allt frá 18. öld, höfðu kínversk yfirvöld reynt að halda sem flestu óbreyttu í stóru ríki, voru öruggir um yfirburði miðríkisins. Gallar þessara stöðnunar urðu æ ljósari þegar leið á 19. öldina og síðan 20. öldina, evrópsk ríki, og seinna einnig Bandaríkin og Japan, skiptu Kína milli sín í áhrifasvæði. Kínverska stórveldið leið undir lok og raunar varð sameinað Kína fyrst til aftur með valdatöku kommúnista í landinu 1949. Nýju valdhafarnir (sumir mundu segja nýja yfirstéttin) stofnuðu aftur öflugt miðstýrt ríki, unnu afrek á sumum sviðum eins og í menntamálum, en efnahagstilraunir þeirra tókust misvel og sumar voru misheppnaðar með öllu.

Kínverjar höfðu alla þá tækni sem þurfti til siglinga um heimsins höf á 14. og 15. öld. Raunar voru margar þær nýjungar sem Evrópubúar tóku upp í siglingum upphaflega frá Kínverjum komnar, til dæmis áttavitinn. Kínversk skip sigldu bæði til Austur-Afríku og Ameríku löngu áður en Evrópubúar gerðu nokkuð þvílíkt, þessar evrópsku siglingar kölluðust síðar „landafundirnir miklu“. En þessar siglingar Kínverja voru ekki þáttur í starfsemi gráðugra stjórnvalda eða verslunarfélaga eins og reyndin var í Evrópu enda voru ekki í Kína tiltölulega sjálfstæðar borgir sem byggðu tilvist sína á úthafssiglingum eins og var víða í Evrópu. Í Kína ríkti einveldi keisarans jafnt í borgum og sveitum og enginn fékk að yfirgefa miðríkið löglega nema með náðarsamlegu leyfi hans. Slík leyfi voru veitt öðru hverju framundir 1500 en þá komst keisarinn og embættismenn hans, allir mandarínarnir og geldingarnir, að því að á heimshöfunum væri orðið krökkt af skítugu og illa þefjandi fólki með kúnstugan hvítan húðlit, þá sjaldan sem sást í hann. Þar sem enga nauðsyn bar heldur til að ná í vörur utan Kína, gaf keisarinn út tilskipun til þegna sinna að allar ferðir þeirra langt frá ströndum ríksins væru héðan í frá bannaðar. Bann þetta stóð til loka 19. aldar.

Sem sagt: Kína er á sinn hátt heimsveldi og hefur verið það í nokkrar þúsaldir en hefur búið við misjafnan styrk í tímans rás. Þar býr nú rúmur fimmtungur jarðarbúa og hagvöxtur er þar mikill ár hvert. Jafnframt eru vandamál ríkisins mikil. Hins vegar er ljóst að Kínverjar munu tæplega taka aftur upp forna einangrunarstefnu sína. Þvert á móti bendir margt til að áhugi þeirra á erlendum ríkjum fari stöðugt vaxandi. Ef til vill er það aðeins spurning um tíma hvenær Kína nær aftur stöðu sinni sem miðríki mannlegs samfélags

Rómaveldi stóð stutt en skildi eftir sig mikil áhrif í Evrópu, aðallega menningarlegs eðlis. Því stafar af því meiri ljómi í hugum margra Evrópubúa en raunverulegur styrkur þess gefur ástæðu til.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:...