Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Getur kopar haft skaðleg áhrif á líkamsstarfsemi okkar?

Jón Már Halldórsson

Kopar er mikilvægt snefilefni hjá öllum hryggdýrum. Dagleg þörf fullorðins manns fyrir kopar (Cu) er 30 µg á hvert kíló. Við fáum kopar í gegnum fæðu en á iðnaðarsvæðum geta fíngerðar koparagnir borist í einstaklinga. Kopar binst auðveldlega í blóðvökvanum (serum) við prótínin albumin og transcuprein og berst með þeim um líkamann. Eðlilegur styrkur kopars í blóðvökvanum er 1 mg á hvern lítra. Kopar er mikilvægt frumefni við frumuöndun, í efnaskiptum járns og í taugaboðum.

Kopar er mikilvægt snefilefni hjá öllum hryggdýrum.

Ef uppsöfnun kopars í líkamanum fer yfir ákveðin mörk koma fram ýmis eitrunareinkenni, svo sem niðurgangur, uppköst, ógleði og slen. Við alvarlegar eitranir getur orðið vart við drep í lifur og nýrum auk þornunar líkamans, krampa, blóðkornaleysingar, það er sundrun rauðra blóðkorna, og lost.

Rannsóknir hafa sýnt að kopareitrun getur leikið stórt hlutverk í ýmsum sálfræðilegum einkennum hjá börnum á svæðum þar sem koparmengun í umhverfi er mikil. Til dæmis getur koparmengun átt þátt í athyglisröskun hjá ungum börnum. Aðrar rannsóknir hafa sýnt fram á að kopareitrun er algengari meðal stúlkna en drengja, sérstaklega við kynþroskaaldur. Aukinn styrkur hormónsins estrógens veldur mögnun á styrk kopars í líkamsvefjum og eykur þarmeð á áhrif kopareitrunar. Þegar þetta gerist þá verður truflun á hegðunar- og tilfinngingamynstri stúlkna. Eitrunin getur valdið aukinni árásarhneigð, pirringi, þunglyndi og jafnvel sjálfsmorðstilhneigingum. Einnig er hætt á ýmis konar geðsveiflum og átröskunum. Rannsóknir hafa sýnt að aukin neysla á fæðu sem inniheldur kopar magnar þessar truflanir.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

1.10.2002

Spyrjandi

Ari Benediktsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Getur kopar haft skaðleg áhrif á líkamsstarfsemi okkar?“ Vísindavefurinn, 1. október 2002. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2748.

Jón Már Halldórsson. (2002, 1. október). Getur kopar haft skaðleg áhrif á líkamsstarfsemi okkar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2748

Jón Már Halldórsson. „Getur kopar haft skaðleg áhrif á líkamsstarfsemi okkar?“ Vísindavefurinn. 1. okt. 2002. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2748>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getur kopar haft skaðleg áhrif á líkamsstarfsemi okkar?
Kopar er mikilvægt snefilefni hjá öllum hryggdýrum. Dagleg þörf fullorðins manns fyrir kopar (Cu) er 30 µg á hvert kíló. Við fáum kopar í gegnum fæðu en á iðnaðarsvæðum geta fíngerðar koparagnir borist í einstaklinga. Kopar binst auðveldlega í blóðvökvanum (serum) við prótínin albumin og transcuprein og berst með þeim um líkamann. Eðlilegur styrkur kopars í blóðvökvanum er 1 mg á hvern lítra. Kopar er mikilvægt frumefni við frumuöndun, í efnaskiptum járns og í taugaboðum.

Kopar er mikilvægt snefilefni hjá öllum hryggdýrum.

Ef uppsöfnun kopars í líkamanum fer yfir ákveðin mörk koma fram ýmis eitrunareinkenni, svo sem niðurgangur, uppköst, ógleði og slen. Við alvarlegar eitranir getur orðið vart við drep í lifur og nýrum auk þornunar líkamans, krampa, blóðkornaleysingar, það er sundrun rauðra blóðkorna, og lost.

Rannsóknir hafa sýnt að kopareitrun getur leikið stórt hlutverk í ýmsum sálfræðilegum einkennum hjá börnum á svæðum þar sem koparmengun í umhverfi er mikil. Til dæmis getur koparmengun átt þátt í athyglisröskun hjá ungum börnum. Aðrar rannsóknir hafa sýnt fram á að kopareitrun er algengari meðal stúlkna en drengja, sérstaklega við kynþroskaaldur. Aukinn styrkur hormónsins estrógens veldur mögnun á styrk kopars í líkamsvefjum og eykur þarmeð á áhrif kopareitrunar. Þegar þetta gerist þá verður truflun á hegðunar- og tilfinngingamynstri stúlkna. Eitrunin getur valdið aukinni árásarhneigð, pirringi, þunglyndi og jafnvel sjálfsmorðstilhneigingum. Einnig er hætt á ýmis konar geðsveiflum og átröskunum. Rannsóknir hafa sýnt að aukin neysla á fæðu sem inniheldur kopar magnar þessar truflanir.

Mynd:...