Sólin Sólin Rís 05:51 • sest 21:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:47 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:36 • Síðdegis: 18:53 í Reykjavík

Hvaðan kemur munnvatnið?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Munnvatn er myndað í þremur pörum munnvatnskirtla sem allir tengjast munnholi um rásir. Á heiti þeirra má ráða hvar þeir eru staðsettir — kjálkabarðskirtlar, vangakirtlar og tungudalskirtlar. Munnvatni er ætíð seytt í einhverju magni til þess að munnurinn allur, þar með talið tunga og varir, haldist rakur. Seyti þeirra eykst þó til muna við áreiti eins og lykt eða bragð af mat, snertingu tungu við mat, jafnvel hugsun um mat.

Í munnvatni eru ýmis efni. Má þar fyrst nefna vatn sem er um 99,5% af rúmmáli munnvatns. Vatnið bleytir og leysir upp fæðuna og gerir þar með bragðlaukum kleift að smakka á henni. Hin 0,5% munnvatns eru ýmis uppleyst efni. Slím er eitt þeirra og gerir það fæðuna mjúka og hála svo að auðvelt sé að kyngja henni. Í öðru lagi má nefna sölt sem hlutleysa fæðuna. Í þriðja lagi má nefna amýlasa sem er fyrsta meltingarensímið sem fæðan kemst í snertingu við. Amýlasi sér um að brjóta fjölsykruna mjölva niður í tvísykruna maltsykur. Í fjórða lagi er ensímið lýsósým sem drepur gerla og ver þar með slímhúð munnsins gegn sýkingum og vinnur gegn tannskemmdum.

Munvatnsseyti heldur áfram í svolítinn tíma eftir að fæðu hefur verið kyngt. Það er til að skola munnholið og koma jafnvægi á sýrustig munnsins sem er mjög nauðsynlegt fyrir tannheilsu okkar. Af þeim sökum er ekki gott að borða á milli mála heldur leyfa munninum að jafna sig vel á eftir máltíð.

Heimild:

Gerard J. Tortora (1997): Introduction to the Human Body - The Essentials of Anatomy and Physiology. Menlo Park, California: Benjamin Cummings.

Höfundur

Útgáfudagur

21.10.2002

Spyrjandi

Guðrún Drífa Egilsdóttir,
f. 1988

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvaðan kemur munnvatnið?“ Vísindavefurinn, 21. október 2002. Sótt 16. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2805.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2002, 21. október). Hvaðan kemur munnvatnið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2805

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvaðan kemur munnvatnið?“ Vísindavefurinn. 21. okt. 2002. Vefsíða. 16. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2805>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur munnvatnið?
Munnvatn er myndað í þremur pörum munnvatnskirtla sem allir tengjast munnholi um rásir. Á heiti þeirra má ráða hvar þeir eru staðsettir — kjálkabarðskirtlar, vangakirtlar og tungudalskirtlar. Munnvatni er ætíð seytt í einhverju magni til þess að munnurinn allur, þar með talið tunga og varir, haldist rakur. Seyti þeirra eykst þó til muna við áreiti eins og lykt eða bragð af mat, snertingu tungu við mat, jafnvel hugsun um mat.

Í munnvatni eru ýmis efni. Má þar fyrst nefna vatn sem er um 99,5% af rúmmáli munnvatns. Vatnið bleytir og leysir upp fæðuna og gerir þar með bragðlaukum kleift að smakka á henni. Hin 0,5% munnvatns eru ýmis uppleyst efni. Slím er eitt þeirra og gerir það fæðuna mjúka og hála svo að auðvelt sé að kyngja henni. Í öðru lagi má nefna sölt sem hlutleysa fæðuna. Í þriðja lagi má nefna amýlasa sem er fyrsta meltingarensímið sem fæðan kemst í snertingu við. Amýlasi sér um að brjóta fjölsykruna mjölva niður í tvísykruna maltsykur. Í fjórða lagi er ensímið lýsósým sem drepur gerla og ver þar með slímhúð munnsins gegn sýkingum og vinnur gegn tannskemmdum.

Munvatnsseyti heldur áfram í svolítinn tíma eftir að fæðu hefur verið kyngt. Það er til að skola munnholið og koma jafnvægi á sýrustig munnsins sem er mjög nauðsynlegt fyrir tannheilsu okkar. Af þeim sökum er ekki gott að borða á milli mála heldur leyfa munninum að jafna sig vel á eftir máltíð.

Heimild:

Gerard J. Tortora (1997): Introduction to the Human Body - The Essentials of Anatomy and Physiology. Menlo Park, California: Benjamin Cummings.

...