Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Er maðkategundirnar Eisenia Foetida (Red Wiggler), Dendrabaena Veneta (Dendras) og Lumbricus Terrestris (Lobs) að finna í íslenskri náttúru?

Arnþór Garðarsson (1938-2021)

Liðskiptir ormar með stórt lífhol teljast til fylkingar liðorma (Annelida) sem venjulega er skipt í þrjá flokka: burstaorma (Polychaeta), blóðsugur (Hirudinea) og Oligochaeta sem ýmist hafa verið nefndir ánar eða fáburstungar á íslensku. Jarðvegsormar þeir, sem við nefnum ánamaðka í daglegu tali, tilheyra allir ættinni Lumbricidae og eru af flokki fáburstunga. Ánamaðkar eru mikilvægir í niðurbroti og loftun jarðvegs og gegna því hlutverki í vistvænni ræktun og endurnýtingu lífræns úrgangs. Þess má geta að Charles Darwins fjallaði ítarlega um vistfræði ánamaðka í bókinni The Formation of Vegetable Mould, Through the Action of Worms sem kom út 1881, skömmu áður en hann lést, og er almennt talið til brautryðjendaverka í vistfræði.

Útbreiðsla ánamaðka á Íslandi er enn lítt könnuð, en á síðari árum hafa líffræðingarnir Bjarni E. Guðleifsson og Hólmfríður Sigurðardóttir rannsakað lifnaðarhætti þeirra nokkuð og Bjarni gefið þeim íslensk heiti. Alls er talið að tíu tegundir ánamaðka (ættin Lumbricidae) hafi fundist á Íslandi. Eisenia foetida (haugáni) hefur fundist í volgum jarðvegi við Reyki í Mosfellssveit. Þrjár tegundir af ættkvíslinni Dendrobaena eru þekktar héðan, en þó ekki Dendrobaena veneta. Lumbricus terrestris (stóráni, skoti eða skoskur ánamaðkur) hefur fundist allvíða í ræktuðu landi og oftast talinn innfluttur. Skyld en mun smávaxnari tegund, Lumbricus rubellus (taðáni), er útbreidd í úthaga.

Nánari upplýsingar um lifnaðarhætti íslenskra ánamaðka og gagnlega heimildaskrá má finna í grein eftir Hólmfríði Sigurðardóttur (1994), "Ánamaðkar", sem birtist í Náttúrufræðingnum 64. árg., bls. 139–148.

Sjá einnig fleiri svör um ánamaðka:

Höfundur

prófessor í líffræði við HÍ

Útgáfudagur

2.4.2000

Spyrjandi

Sveinn Magnússon

Efnisorð

Tilvísun

Arnþór Garðarsson (1938-2021). „Er maðkategundirnar Eisenia Foetida (Red Wiggler), Dendrabaena Veneta (Dendras) og Lumbricus Terrestris (Lobs) að finna í íslenskri náttúru? “ Vísindavefurinn, 2. apríl 2000. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=310.

Arnþór Garðarsson (1938-2021). (2000, 2. apríl). Er maðkategundirnar Eisenia Foetida (Red Wiggler), Dendrabaena Veneta (Dendras) og Lumbricus Terrestris (Lobs) að finna í íslenskri náttúru? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=310

Arnþór Garðarsson (1938-2021). „Er maðkategundirnar Eisenia Foetida (Red Wiggler), Dendrabaena Veneta (Dendras) og Lumbricus Terrestris (Lobs) að finna í íslenskri náttúru? “ Vísindavefurinn. 2. apr. 2000. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=310>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er maðkategundirnar Eisenia Foetida (Red Wiggler), Dendrabaena Veneta (Dendras) og Lumbricus Terrestris (Lobs) að finna í íslenskri náttúru?
Liðskiptir ormar með stórt lífhol teljast til fylkingar liðorma (Annelida) sem venjulega er skipt í þrjá flokka: burstaorma (Polychaeta), blóðsugur (Hirudinea) og Oligochaeta sem ýmist hafa verið nefndir ánar eða fáburstungar á íslensku. Jarðvegsormar þeir, sem við nefnum ánamaðka í daglegu tali, tilheyra allir ættinni Lumbricidae og eru af flokki fáburstunga. Ánamaðkar eru mikilvægir í niðurbroti og loftun jarðvegs og gegna því hlutverki í vistvænni ræktun og endurnýtingu lífræns úrgangs. Þess má geta að Charles Darwins fjallaði ítarlega um vistfræði ánamaðka í bókinni The Formation of Vegetable Mould, Through the Action of Worms sem kom út 1881, skömmu áður en hann lést, og er almennt talið til brautryðjendaverka í vistfræði.

Útbreiðsla ánamaðka á Íslandi er enn lítt könnuð, en á síðari árum hafa líffræðingarnir Bjarni E. Guðleifsson og Hólmfríður Sigurðardóttir rannsakað lifnaðarhætti þeirra nokkuð og Bjarni gefið þeim íslensk heiti. Alls er talið að tíu tegundir ánamaðka (ættin Lumbricidae) hafi fundist á Íslandi. Eisenia foetida (haugáni) hefur fundist í volgum jarðvegi við Reyki í Mosfellssveit. Þrjár tegundir af ættkvíslinni Dendrobaena eru þekktar héðan, en þó ekki Dendrobaena veneta. Lumbricus terrestris (stóráni, skoti eða skoskur ánamaðkur) hefur fundist allvíða í ræktuðu landi og oftast talinn innfluttur. Skyld en mun smávaxnari tegund, Lumbricus rubellus (taðáni), er útbreidd í úthaga.

Nánari upplýsingar um lifnaðarhætti íslenskra ánamaðka og gagnlega heimildaskrá má finna í grein eftir Hólmfríði Sigurðardóttur (1994), "Ánamaðkar", sem birtist í Náttúrufræðingnum 64. árg., bls. 139–148.

Sjá einnig fleiri svör um ánamaðka:...