Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hvers vegna svitnar maður meira undir höndunum en annars staðar?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Sviti er þunnur vökvi sem útkirtlar í húðinni seyta út á yfirborð húðarinnar. Hann inniheldur vatn, sölt og úrgangsefni, til dæmis þvagefni. Styrkur uppleystra efna í svita er ekki nema einn áttundi af styrk þeirra í sama magni af þvagi sem er helsta leið líkamans til að losna við úrgangsefni sem myndast við efnaskipti frumnanna. Nánar má lesa um þetta efni í svari sama höfundar við spurningu um hlutverk nýrna.

Svitakirtlar eru af tveimur megingerðum. Aðra gerðina mætti ef til vill kalla fráseytna svitakirtla (e. eccrine sweat glands). Þeir eru smágerðir og dreifast nokkuð jafnt um alla húðina, en eru þó ekki við jaðar varanna, hljóðhimnu eyrans eða í naglabeðum fingra og táa. Þéttleiki þeirra er mestur í húð lófa og ilja.

Smásjármynd af svitakirtli.

Fráseytnir svitakirtla eru virkir alla ævi og seyta vatnskenndum vökva út um op í húðinni. Meginhlutverk þeirra er að stuðla að kælingu líkamans en um það má til dæmis lesa í svari sama höfundar við spurningunni Hvers vegna svitnar maður? Við verðum ekki vör við þennan svita á meðan magnið er ekki meira en svo að hann nær að gufa upp. Ef svitamyndun eykst, til dæmis vegna mikils hita í umhverfinu eða mikillar líkamlegrar áreynslu, nær hann ekki allur að gufa upp en safnast þess í stað fyrir sem litlir dropar og við verðum vör við hann.

Hina megingerð svitakirtla mætti kalla toppseytna svitakirtla (e. apocrine sweat glands) þar sem toppur kirtilfrumnanna fer með vökvanum í seytið. Þeir eru í raun lyktarkirtlar. Þótt ótrúlegt megi virðast eru mjólkurkirtlar ummyndaðir toppseytnir svitakirtlar.

Toppseytnir svitakirtlar eru mun stærri en þeir fráseytnu. Þeir koma fyrir í þyrpingum í armakrikum, í kringum eyrun, naflann og geirvörtur, á kynsvæði og við endaþarm og opnast út í hársekki. Sviti frá toppseytnum svitakirtlum er þykkari og límkenndari en sviti hinna svitakirtlanna enda inniheldur hann meira af lífrænum efnasamböndum. Þessi efnasambönd eru lyktarlaus þegar þau eru fersk en bakteríur á húðinni sundra þeim fljótlega eftir að þeim hefur verið seytt. Efnin sem myndast við þetta niðurbrot eru ástæðan fyrir svitalyktinni.

Toppseytnir svitakirtlar koma ekki við sögu í kælingu líkamans. Seyting frá þeim hefst ekki fyrr en við kynþroska og eykst til muna við streitu og kynörvun. Oft er sviti frá þessum kirtlum kallaður kaldur sviti. Mikill sviti í armakrikum stafar ekki af starfsemi toppseytinna svitakirtla þar, heldur af starfi þeirra fráseytnu sem eru dreifðir um þá fyrrnefndu á þessu svæði. Líklega er meira af svitakirtlum þar en gerist og gengur annars staðar í húðinni, að minnsta kosti eru báðar gerðirnar til staðar.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

26.9.2003

Spyrjandi

Elís Pétursson

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvers vegna svitnar maður meira undir höndunum en annars staðar?“ Vísindavefurinn, 26. september 2003. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3760.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2003, 26. september). Hvers vegna svitnar maður meira undir höndunum en annars staðar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3760

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvers vegna svitnar maður meira undir höndunum en annars staðar?“ Vísindavefurinn. 26. sep. 2003. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3760>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna svitnar maður meira undir höndunum en annars staðar?
Sviti er þunnur vökvi sem útkirtlar í húðinni seyta út á yfirborð húðarinnar. Hann inniheldur vatn, sölt og úrgangsefni, til dæmis þvagefni. Styrkur uppleystra efna í svita er ekki nema einn áttundi af styrk þeirra í sama magni af þvagi sem er helsta leið líkamans til að losna við úrgangsefni sem myndast við efnaskipti frumnanna. Nánar má lesa um þetta efni í svari sama höfundar við spurningu um hlutverk nýrna.

Svitakirtlar eru af tveimur megingerðum. Aðra gerðina mætti ef til vill kalla fráseytna svitakirtla (e. eccrine sweat glands). Þeir eru smágerðir og dreifast nokkuð jafnt um alla húðina, en eru þó ekki við jaðar varanna, hljóðhimnu eyrans eða í naglabeðum fingra og táa. Þéttleiki þeirra er mestur í húð lófa og ilja.

Smásjármynd af svitakirtli.

Fráseytnir svitakirtla eru virkir alla ævi og seyta vatnskenndum vökva út um op í húðinni. Meginhlutverk þeirra er að stuðla að kælingu líkamans en um það má til dæmis lesa í svari sama höfundar við spurningunni Hvers vegna svitnar maður? Við verðum ekki vör við þennan svita á meðan magnið er ekki meira en svo að hann nær að gufa upp. Ef svitamyndun eykst, til dæmis vegna mikils hita í umhverfinu eða mikillar líkamlegrar áreynslu, nær hann ekki allur að gufa upp en safnast þess í stað fyrir sem litlir dropar og við verðum vör við hann.

Hina megingerð svitakirtla mætti kalla toppseytna svitakirtla (e. apocrine sweat glands) þar sem toppur kirtilfrumnanna fer með vökvanum í seytið. Þeir eru í raun lyktarkirtlar. Þótt ótrúlegt megi virðast eru mjólkurkirtlar ummyndaðir toppseytnir svitakirtlar.

Toppseytnir svitakirtlar eru mun stærri en þeir fráseytnu. Þeir koma fyrir í þyrpingum í armakrikum, í kringum eyrun, naflann og geirvörtur, á kynsvæði og við endaþarm og opnast út í hársekki. Sviti frá toppseytnum svitakirtlum er þykkari og límkenndari en sviti hinna svitakirtlanna enda inniheldur hann meira af lífrænum efnasamböndum. Þessi efnasambönd eru lyktarlaus þegar þau eru fersk en bakteríur á húðinni sundra þeim fljótlega eftir að þeim hefur verið seytt. Efnin sem myndast við þetta niðurbrot eru ástæðan fyrir svitalyktinni.

Toppseytnir svitakirtlar koma ekki við sögu í kælingu líkamans. Seyting frá þeim hefst ekki fyrr en við kynþroska og eykst til muna við streitu og kynörvun. Oft er sviti frá þessum kirtlum kallaður kaldur sviti. Mikill sviti í armakrikum stafar ekki af starfsemi toppseytinna svitakirtla þar, heldur af starfi þeirra fráseytnu sem eru dreifðir um þá fyrrnefndu á þessu svæði. Líklega er meira af svitakirtlum þar en gerist og gengur annars staðar í húðinni, að minnsta kosti eru báðar gerðirnar til staðar.

Heimildir og mynd:...