Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hvað er vöðvabólga og hvernig losnar maður við hana?

Sólveig Dóra Magnúsdóttir og Björk Grétarsdóttir

Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Er slæmt að fara í líkamsrækt ef maður er með vöðvabólgu?
  • Hvort er betra að nota heitt eða kalt á vöðvabólgu og af hverju?


Eins og nafnið bendir til er vöðvabólga bólga í vöðvum, en einnig getur verið um að ræða bólgu í aðliggjandi bandvef. Orsakir vöðvabólgu geta verið margvíslegar, til dæmis:
  • streita og andlegt álag, en það eykur á vöðvaspennu og getur því leitt til langvarandi bólguvandamála
  • ofnotkun á vöðva eða vöðvahóp
  • slys eða áverki á vöðva sem getur haft í för með sér langvarandi bólguvandamál
  • ýmsir sjúkdómar og sýkingar geta valdið tímabundnum eða langvarandi vöðvabólgum og vöðvaverkjum

Þetta eru algengustu orsakir vöðvabólgu en listinn er engan veginn tæmandi.

Algengast er að vöðvabólgur séu bundnar við vöðva í hálsi og baki, en hún getur samt lagst á hvaða vöðva líkamans sem er.

Helstu einkenni vöðvabólgu eru staðbundnir verkir í vöðvunum en þeir geta einnig haft leiðni. Stífni og þreyta í vöðvunum eru einnig einkennandi.

Fyrir þá sem þjást af vöðvabólgu eru hvíld og þjálfun jafn mikilvæg. Ef um er að ræða vöðvaverki eftir slys eða ofnotkun, er mikilvægt að hvíla vöðvann fyrst á eftir meðan hann er að jafna sig. Til verkjastillingar og til að minnka bólgur er ráðlagt að nota bólgueyðandi lyf sem hægt er að kaupa í apótekum án lyfseðils, svo framarlega sem sjúklingur þoli að taka þessi lyf.

Til eru ýmis ráð sem hafa reynst ágætlega við vöðvabólgu. Gott er að nota heita og kalda bakstra til skiptis, hvorn í um 10-15 mínútur í senn - athuga þarf að enda með köldum bakstri. Þegar vöðvinn er farinn að jafna sig og bólgurnar að minnka, og í þeim tilfellum sem um langvinnar vöðvabólgur er að ræða, er gott að nota hita á vöðvann.

Til að ná upp fyrri styrk vöðvans er mikilvægt að byrja varlega á styrktar- og teygjuæfingum og auka þær smám saman. Þá er einnig mikilvægt að reyna að finna orsök bólgunnar og gera breytingar þar á. Til dæmis að gera breytingar á vinnuaðstöðu ef orsökin er röng líkamsbeiting við vinnu, eða reyna að draga úr streitu ef orsökin liggur þar.

Öll iðja sem hefur jákvæð áhrif og dregur úr streitu er af hinu góða, til dæmis öll almenn hreyfing svo sem sund, gönguferðir og skokk. Þá getur einnig verið gott að fara í heitt bað, slökunarnudd og gera léttar teygjuæfingar eins oft og mögulegt er.

Í ákveðnum tilfellum getur verið nauðsynlegt að hafa samband við lækni, til dæmis ef um alvarlega tognun á vöðva er að ræða eða slæma vöðvaverki af óþekktum orsökum.

Mynd: Equilibrium3



Þetta svar er stytt útgáfa af pistli um vöðvabólgu á doktor.is og birt hér með góðfúslegu leyfi vefsetursins. Með því að smella hér geta lesendur kynnt sér umfjöllunina í heild sinni.

Útgáfudagur

5.3.2004

Spyrjandi

Jóhann Þórir Jóhannsson
Daníel Heiðar Magnússon, f. 1989
Bryndís Ólafsdóttir

Tilvísun

Sólveig Dóra Magnúsdóttir og Björk Grétarsdóttir. „Hvað er vöðvabólga og hvernig losnar maður við hana?“ Vísindavefurinn, 5. mars 2004. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4040.

Sólveig Dóra Magnúsdóttir og Björk Grétarsdóttir. (2004, 5. mars). Hvað er vöðvabólga og hvernig losnar maður við hana? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4040

Sólveig Dóra Magnúsdóttir og Björk Grétarsdóttir. „Hvað er vöðvabólga og hvernig losnar maður við hana?“ Vísindavefurinn. 5. mar. 2004. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4040>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er vöðvabólga og hvernig losnar maður við hana?
Hér er einnig svarað spurningunum:

  • Er slæmt að fara í líkamsrækt ef maður er með vöðvabólgu?
  • Hvort er betra að nota heitt eða kalt á vöðvabólgu og af hverju?


Eins og nafnið bendir til er vöðvabólga bólga í vöðvum, en einnig getur verið um að ræða bólgu í aðliggjandi bandvef. Orsakir vöðvabólgu geta verið margvíslegar, til dæmis:
  • streita og andlegt álag, en það eykur á vöðvaspennu og getur því leitt til langvarandi bólguvandamála
  • ofnotkun á vöðva eða vöðvahóp
  • slys eða áverki á vöðva sem getur haft í för með sér langvarandi bólguvandamál
  • ýmsir sjúkdómar og sýkingar geta valdið tímabundnum eða langvarandi vöðvabólgum og vöðvaverkjum

Þetta eru algengustu orsakir vöðvabólgu en listinn er engan veginn tæmandi.

Algengast er að vöðvabólgur séu bundnar við vöðva í hálsi og baki, en hún getur samt lagst á hvaða vöðva líkamans sem er.

Helstu einkenni vöðvabólgu eru staðbundnir verkir í vöðvunum en þeir geta einnig haft leiðni. Stífni og þreyta í vöðvunum eru einnig einkennandi.

Fyrir þá sem þjást af vöðvabólgu eru hvíld og þjálfun jafn mikilvæg. Ef um er að ræða vöðvaverki eftir slys eða ofnotkun, er mikilvægt að hvíla vöðvann fyrst á eftir meðan hann er að jafna sig. Til verkjastillingar og til að minnka bólgur er ráðlagt að nota bólgueyðandi lyf sem hægt er að kaupa í apótekum án lyfseðils, svo framarlega sem sjúklingur þoli að taka þessi lyf.

Til eru ýmis ráð sem hafa reynst ágætlega við vöðvabólgu. Gott er að nota heita og kalda bakstra til skiptis, hvorn í um 10-15 mínútur í senn - athuga þarf að enda með köldum bakstri. Þegar vöðvinn er farinn að jafna sig og bólgurnar að minnka, og í þeim tilfellum sem um langvinnar vöðvabólgur er að ræða, er gott að nota hita á vöðvann.

Til að ná upp fyrri styrk vöðvans er mikilvægt að byrja varlega á styrktar- og teygjuæfingum og auka þær smám saman. Þá er einnig mikilvægt að reyna að finna orsök bólgunnar og gera breytingar þar á. Til dæmis að gera breytingar á vinnuaðstöðu ef orsökin er röng líkamsbeiting við vinnu, eða reyna að draga úr streitu ef orsökin liggur þar.

Öll iðja sem hefur jákvæð áhrif og dregur úr streitu er af hinu góða, til dæmis öll almenn hreyfing svo sem sund, gönguferðir og skokk. Þá getur einnig verið gott að fara í heitt bað, slökunarnudd og gera léttar teygjuæfingar eins oft og mögulegt er.

Í ákveðnum tilfellum getur verið nauðsynlegt að hafa samband við lækni, til dæmis ef um alvarlega tognun á vöðva er að ræða eða slæma vöðvaverki af óþekktum orsökum.

Mynd: Equilibrium3



Þetta svar er stytt útgáfa af pistli um vöðvabólgu á doktor.is og birt hér með góðfúslegu leyfi vefsetursins. Með því að smella hér geta lesendur kynnt sér umfjöllunina í heild sinni.

...