Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Geta vísindin spáð eldgosum?

Freysteinn Sigmundsson

Reynsla hér á landi og erlendis sýnir að í mörgum tilfellum má segja til um eldgos. Oft er talsverður aðdragandi að gosum. Fyrirboðar eldgosa geta verið margvíslegir og mikilvægt er að leggja mat á sem flesta þeirra. Algengustu fyrirboðarnir eru aukin jarðskjálftavirkni, landris á eldfjöllum, aukin jarðhitavirkni og breytingar í gasútstreymi og efnainnihaldi vatns. Allir tengjast þessir fyrirboðar því að kvikuhreyfingar eiga sér stað í eldfjöllum áður en til eldgoss kemur. Oft og tíðum safnast bráðin bergkvika fyrir á um 3-7 km dýpi í kvikuhólfum undir eldfjöllum áður en að brotmörkum er náð og eldgos hefst.

Þegar hætta á eldgosum er metin þarf að skilja hegðun eldstöðva í tengslum við eldsumbrot. Þekking á uppbyggingu eldstöðvar og sögu hennar er nauðsynlegur grunnur að byggja á. Rannsóknir á hraunum og öskulögum í nágrenni eldstöðva geta upplýst hversu oft eldstöðvar gjósa og hvernig gos verða. Hægt er að greina á milli hvort eldstöð sé í hópi virkustu eldstöðva Íslands eins og til dæmis Katla sem gýs að meðalatali tvisvar á öld, eða hvort árþúsundir líða milli gosa, eins og til dæmis í Snæfellsjökli. Á grunni jarðfræðilegra rannsókna má þannig fá tölfræðilegt mat á líkum á eldgosum, en slíkt mat hefur þó aðeins takmarkað gildi til að segja fyrir um eldgos.



Til að segja fyrir um eldgos þarf að leggja mat á hugsanlega forboða. Þeim má skipta í langtíma- og skammtímaforboða. Langtímaforboðarnir tengjast oft og tíðum kvikusöfnun grunnt í jarðskorpunni, sem leiðir til jarðskjálfta, landriss, aukins jarðhita og breytinga á efnainnihaldi vatns. Langtímaforboðar sýna að eldfjall sé líklegt til að gjósa á næstu árum en erfitt getur verið að segja til um nákvæmlega hvenær það verður. Af íslenskum eldfjöllum hafa bæði Grímsvötn og Katla sýnt hegðun sem túlka má sem langtímaforboða eldgosa og því verður að hafa vara á vegna hugsanlegra eldgosa þar.

Skammtímaforboðar eru hins vegar þegar kvika byrjar að brjóta sér leið til yfirborðs með krafti. Aðfærsluæð kviku síðustu kílómetrana í átt að yfirborði verður til og kvika streymir upp, oft hálfum til nokkrum klukkutímum áður en til goss kemur. Tíðir smáir jarðskjálftar verða og síritandi mælitæki geta numið skyndilegar jarðskorpuhreyfingar ef slík tæki eru til staðar. Ef þessir fyrirboðar eru greindir rétt nógu snemma þá má gefa út viðvörun um yfirvofandi eldgos.

Þetta var til dæmis raunin í síðasta Heklugosi árið 2000. Þá greindu Páll Einarsson á Raunvísindastofnun Háskólans og jarðskjálftafræðingar Veðurstofunnar merki þess að kvika hefði byrjað að brjóta sér leið til yfirborðs og út frá því var metið að eldgos væri yfirvofandi. Almannavörnum ríkisins var gert viðvart og almenningur heyrði í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins að eldgos yrði í Heklu innan hálftíma.



Mælanlegur aðdragandi gossins árið 2000 var 79 mínútur. Von jarðvísindamanna er sú að hægt verði að gefa út aðvaranir um yfirvofandi eldgos á sama hátt í framtíðinni.

Á Vísindavefnum er að finna fleiri áhugaverð svör um eldgos, til dæmis:

Myndir:

Höfundur

Freysteinn Sigmundsson

Norræna eldfjallasetrinu, Jarðvísindastofnun Háskólans

Útgáfudagur

25.10.2004

Spyrjandi

Sigríður Finnbogadóttir, f. 1992

Tilvísun

Freysteinn Sigmundsson. „Geta vísindin spáð eldgosum?“ Vísindavefurinn, 25. október 2004. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4573.

Freysteinn Sigmundsson. (2004, 25. október). Geta vísindin spáð eldgosum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4573

Freysteinn Sigmundsson. „Geta vísindin spáð eldgosum?“ Vísindavefurinn. 25. okt. 2004. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4573>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Geta vísindin spáð eldgosum?
Reynsla hér á landi og erlendis sýnir að í mörgum tilfellum má segja til um eldgos. Oft er talsverður aðdragandi að gosum. Fyrirboðar eldgosa geta verið margvíslegir og mikilvægt er að leggja mat á sem flesta þeirra. Algengustu fyrirboðarnir eru aukin jarðskjálftavirkni, landris á eldfjöllum, aukin jarðhitavirkni og breytingar í gasútstreymi og efnainnihaldi vatns. Allir tengjast þessir fyrirboðar því að kvikuhreyfingar eiga sér stað í eldfjöllum áður en til eldgoss kemur. Oft og tíðum safnast bráðin bergkvika fyrir á um 3-7 km dýpi í kvikuhólfum undir eldfjöllum áður en að brotmörkum er náð og eldgos hefst.

Þegar hætta á eldgosum er metin þarf að skilja hegðun eldstöðva í tengslum við eldsumbrot. Þekking á uppbyggingu eldstöðvar og sögu hennar er nauðsynlegur grunnur að byggja á. Rannsóknir á hraunum og öskulögum í nágrenni eldstöðva geta upplýst hversu oft eldstöðvar gjósa og hvernig gos verða. Hægt er að greina á milli hvort eldstöð sé í hópi virkustu eldstöðva Íslands eins og til dæmis Katla sem gýs að meðalatali tvisvar á öld, eða hvort árþúsundir líða milli gosa, eins og til dæmis í Snæfellsjökli. Á grunni jarðfræðilegra rannsókna má þannig fá tölfræðilegt mat á líkum á eldgosum, en slíkt mat hefur þó aðeins takmarkað gildi til að segja fyrir um eldgos.



Til að segja fyrir um eldgos þarf að leggja mat á hugsanlega forboða. Þeim má skipta í langtíma- og skammtímaforboða. Langtímaforboðarnir tengjast oft og tíðum kvikusöfnun grunnt í jarðskorpunni, sem leiðir til jarðskjálfta, landriss, aukins jarðhita og breytinga á efnainnihaldi vatns. Langtímaforboðar sýna að eldfjall sé líklegt til að gjósa á næstu árum en erfitt getur verið að segja til um nákvæmlega hvenær það verður. Af íslenskum eldfjöllum hafa bæði Grímsvötn og Katla sýnt hegðun sem túlka má sem langtímaforboða eldgosa og því verður að hafa vara á vegna hugsanlegra eldgosa þar.

Skammtímaforboðar eru hins vegar þegar kvika byrjar að brjóta sér leið til yfirborðs með krafti. Aðfærsluæð kviku síðustu kílómetrana í átt að yfirborði verður til og kvika streymir upp, oft hálfum til nokkrum klukkutímum áður en til goss kemur. Tíðir smáir jarðskjálftar verða og síritandi mælitæki geta numið skyndilegar jarðskorpuhreyfingar ef slík tæki eru til staðar. Ef þessir fyrirboðar eru greindir rétt nógu snemma þá má gefa út viðvörun um yfirvofandi eldgos.

Þetta var til dæmis raunin í síðasta Heklugosi árið 2000. Þá greindu Páll Einarsson á Raunvísindastofnun Háskólans og jarðskjálftafræðingar Veðurstofunnar merki þess að kvika hefði byrjað að brjóta sér leið til yfirborðs og út frá því var metið að eldgos væri yfirvofandi. Almannavörnum ríkisins var gert viðvart og almenningur heyrði í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins að eldgos yrði í Heklu innan hálftíma.



Mælanlegur aðdragandi gossins árið 2000 var 79 mínútur. Von jarðvísindamanna er sú að hægt verði að gefa út aðvaranir um yfirvofandi eldgos á sama hátt í framtíðinni.

Á Vísindavefnum er að finna fleiri áhugaverð svör um eldgos, til dæmis:

Myndir:...