Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hvað segir eðlisfræðin um vitundina út frá skammtafræðinni?

Kristján Leósson

Eins og fram kemur í öðrum svörum um skammtafræði hér á Vísindavefnum þá lýsir skammtafræðin hegðun smárra efniseinda og hana má einnig nota til að skýra eiginleika ákveðinna stærri hluta, til dæmis gastegunda og kristalla. Skammtafræðin varpar ekki beinlínis nýju ljósi á eðli vitundar en vitundin leikur ákveðið hlutverk í túlkun skammtafræðinnar og í umræðunni um það hvar líkani skammtafræðinnar sleppir og venjulegur veruleiki tekur við.

Ef við göngum út frá að vitundin sé fyrirbæri sem verður til í heilanum þá er hún afleiðing samspils margra flókinna lífeðlis- og lífefnafræðilegra þátta sem ómögulegt væri að reyna að lýsa með aðferðum skammtafræðinnar. Að því leyti getur skammafræðin ekki varpað neinu nýju ljósi á eðli vitundar. Hins vegar hafa sumir haldið því fram að vitundin skipi sérstakan sess í skammtafræðinni og að hún sé skilflötur milli líkindalýsingar skammtafræðinnar annars vegar og einhvers áþreifanlegs raunveruleika hins vegar.

Margir þekkja söguna um kött Schrödingers sem lokaður er inni í kassa. Í kassanum er einnig ögn af geislavirku efni og búnaður sem mælir hvort efnið geislar frá sér. Búnaðurinn er settur upp á þann hátt að ef geislun mælist frá efninu þá sendir hann út eitur sem drepur köttinn. Með aðferðum skammtafræðinnar má reikna út að eftir ákveðinn tíma frá því að búnaðurinn er settur í gang og kassanum með kettinum lokað þá séu 50% líkur á að efnið hafi geislað frá sér. Því má einnig segja að 50% líkur séu á að kötturinn sé enn á lífi, sem er gott og blessað. Hins vegar er þetta ekki nægilegt í skammtafræðilegu lýsingunni. Ef við lýsum kettinum einnig sem skammtafræðilegu kerfi þá verðum við að segja að ástand kattarins sé summa af ástöndunum lifandi og dauður. Samkvæmt þessu er kötturinn hvorki lifandi né dauður fyrr en við opnum kassann og athugum í hvaða ástandi hann er.

Ef geislun mælist, fellur hamarinn og eiturflaskan brotnar.

Hluti af túlkun skammtafræðinnar snýst um að ákveða hvar breytingin verður frá því að lýsa hlutum sem summu af líkindum og yfir í áþreifanlegan veruleika. Nokkrir aðhyllast þá skoðun að þessi breyting verði aðeins í vitund okkar og að allur heimurinn utan okkar vitundar sé í raun aðeins summa af óendanlegum möguleikum atburða. Slíkum hlutum má lengi velta fyrir sér og oft er erfitt að finna áþreifanleg rök með eða á móti.

Lesa má ítarlega um tengsl skammtafræði og veruleika í grein Jakobs Yngvasonar, "Skammtafræði og veruleiki," í bókinni Í hlutarins eðli, ritstj. Þorsteinn Ingi Sigfússon (Reykjavík: Menningarsjóður, 1987), bls. 401-428.

Sjá einnig svar sama höfundar við spurningunni: Er orsakalögmálið algilt? Hvernig verkar til dæmis óvissulögmál Heisenbergs?

Mynd:

Höfundur

Kristján Leósson

eðlisverkfræðingur

Útgáfudagur

20.6.2000

Spyrjandi

Sigfríð Þórisdóttir

Tilvísun

Kristján Leósson. „Hvað segir eðlisfræðin um vitundina út frá skammtafræðinni?“ Vísindavefurinn, 20. júní 2000. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=546.

Kristján Leósson. (2000, 20. júní). Hvað segir eðlisfræðin um vitundina út frá skammtafræðinni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=546

Kristján Leósson. „Hvað segir eðlisfræðin um vitundina út frá skammtafræðinni?“ Vísindavefurinn. 20. jún. 2000. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=546>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað segir eðlisfræðin um vitundina út frá skammtafræðinni?
Eins og fram kemur í öðrum svörum um skammtafræði hér á Vísindavefnum þá lýsir skammtafræðin hegðun smárra efniseinda og hana má einnig nota til að skýra eiginleika ákveðinna stærri hluta, til dæmis gastegunda og kristalla. Skammtafræðin varpar ekki beinlínis nýju ljósi á eðli vitundar en vitundin leikur ákveðið hlutverk í túlkun skammtafræðinnar og í umræðunni um það hvar líkani skammtafræðinnar sleppir og venjulegur veruleiki tekur við.

Ef við göngum út frá að vitundin sé fyrirbæri sem verður til í heilanum þá er hún afleiðing samspils margra flókinna lífeðlis- og lífefnafræðilegra þátta sem ómögulegt væri að reyna að lýsa með aðferðum skammtafræðinnar. Að því leyti getur skammafræðin ekki varpað neinu nýju ljósi á eðli vitundar. Hins vegar hafa sumir haldið því fram að vitundin skipi sérstakan sess í skammtafræðinni og að hún sé skilflötur milli líkindalýsingar skammtafræðinnar annars vegar og einhvers áþreifanlegs raunveruleika hins vegar.

Margir þekkja söguna um kött Schrödingers sem lokaður er inni í kassa. Í kassanum er einnig ögn af geislavirku efni og búnaður sem mælir hvort efnið geislar frá sér. Búnaðurinn er settur upp á þann hátt að ef geislun mælist frá efninu þá sendir hann út eitur sem drepur köttinn. Með aðferðum skammtafræðinnar má reikna út að eftir ákveðinn tíma frá því að búnaðurinn er settur í gang og kassanum með kettinum lokað þá séu 50% líkur á að efnið hafi geislað frá sér. Því má einnig segja að 50% líkur séu á að kötturinn sé enn á lífi, sem er gott og blessað. Hins vegar er þetta ekki nægilegt í skammtafræðilegu lýsingunni. Ef við lýsum kettinum einnig sem skammtafræðilegu kerfi þá verðum við að segja að ástand kattarins sé summa af ástöndunum lifandi og dauður. Samkvæmt þessu er kötturinn hvorki lifandi né dauður fyrr en við opnum kassann og athugum í hvaða ástandi hann er.

Ef geislun mælist, fellur hamarinn og eiturflaskan brotnar.

Hluti af túlkun skammtafræðinnar snýst um að ákveða hvar breytingin verður frá því að lýsa hlutum sem summu af líkindum og yfir í áþreifanlegan veruleika. Nokkrir aðhyllast þá skoðun að þessi breyting verði aðeins í vitund okkar og að allur heimurinn utan okkar vitundar sé í raun aðeins summa af óendanlegum möguleikum atburða. Slíkum hlutum má lengi velta fyrir sér og oft er erfitt að finna áþreifanleg rök með eða á móti.

Lesa má ítarlega um tengsl skammtafræði og veruleika í grein Jakobs Yngvasonar, "Skammtafræði og veruleiki," í bókinni Í hlutarins eðli, ritstj. Þorsteinn Ingi Sigfússon (Reykjavík: Menningarsjóður, 1987), bls. 401-428.

Sjá einnig svar sama höfundar við spurningunni: Er orsakalögmálið algilt? Hvernig verkar til dæmis óvissulögmál Heisenbergs?

Mynd:...