Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Af hverju vex skegg á fólki? Og hvernig virkar það?

HMS

Skegg vex, eins og allir vita, yfirleitt einungis á karlmönnum en ekki konum. Ástæða þess er að skeggvöxtur verður fyrir tilstilli karlhormóna, sem konur hafa yfirleitt einungis í mjög litlum mæli.

Við kynþroska pilta hækkar magn karlhormóna í líkama þeirra sem aftur veldur því að þeim fer að lokum að vaxa skegg. Karlhormónar setja líka af stað vöxt bringuhára hjá karlmönnum um svipað leyti. Karlhormónin virðast valda auknum hárvexti hjá körlum með því að lengja vaxtarskeið háranna.

Að lokum má geta þess að sumum konum vex skegg. Þetta getur verið vegna óeðlilega mikils magns karlhormóna.


Þessi maður er með gróskumikið alskegg.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd

  • Beard. Wikipedia: The free encyclopedia.
  • Hair. Encyclopædia Britannica Online.
  • Myndin er af síðunni Answers.com.

Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

19.5.2006

Spyrjandi

Þórunn Anna Orradóttir, f. 1993

Tilvísun

HMS. „Af hverju vex skegg á fólki? Og hvernig virkar það?“ Vísindavefurinn, 19. maí 2006. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5943.

HMS. (2006, 19. maí). Af hverju vex skegg á fólki? Og hvernig virkar það? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5943

HMS. „Af hverju vex skegg á fólki? Og hvernig virkar það?“ Vísindavefurinn. 19. maí. 2006. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5943>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju vex skegg á fólki? Og hvernig virkar það?
Skegg vex, eins og allir vita, yfirleitt einungis á karlmönnum en ekki konum. Ástæða þess er að skeggvöxtur verður fyrir tilstilli karlhormóna, sem konur hafa yfirleitt einungis í mjög litlum mæli.

Við kynþroska pilta hækkar magn karlhormóna í líkama þeirra sem aftur veldur því að þeim fer að lokum að vaxa skegg. Karlhormónar setja líka af stað vöxt bringuhára hjá karlmönnum um svipað leyti. Karlhormónin virðast valda auknum hárvexti hjá körlum með því að lengja vaxtarskeið háranna.

Að lokum má geta þess að sumum konum vex skegg. Þetta getur verið vegna óeðlilega mikils magns karlhormóna.


Þessi maður er með gróskumikið alskegg.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd

  • Beard. Wikipedia: The free encyclopedia.
  • Hair. Encyclopædia Britannica Online.
  • Myndin er af síðunni Answers.com.

Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....