Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hvað gerðu konur á víkingaöld og hvernig klæddu þær sig? Hver var staða þeirra?

Steinunn J. Kristjánsdóttir

Í hugum margra er víkingaaldarkonan komin yfir miðjan aldur, skörungslynd en valdamikil. Hún ræður oft örlögum eiginmanns síns með eftirtektarverðum ákvörðunum. Þannig hafa einhverjar þeirra eflaust verið en rannsakendur gefa sífellt meiri gaum þeirri breidd sem manneskjan býr yfir miðað við aldur, kyn, kynhneigð og félagslega stöðu. Konan á víkingaöld getur hafa verið unglingsstúlka, móðir, amma, bóndi, vinnukona eða jafnvel ambátt, svo eitthvað sé nefnt. Klæðnaður hennar hefur væntanlega ráðist að miklu leyti af þessum þáttum, svo og störf kvenna og staða innan heimilis og utan. Ákveðin tíska í klæðnaði var þó ráðandi á þessum tíma, sem og öðrum.

Upplýsingar um klæðaburð, störf og stöðu kvenna á víkingaöld er helst að finna í fornleifum og rituðum heimildum. Þá var fólk grafið að heiðnum sið í fullum klæðum með gripum, svokölluðu haugfé, sem margir telja að hafi verið eigur þeirra látnu og geti þannig varpað ljósi á þá í lifanda lífi. Þess konar grafir úr heiðni kallast kuml.


Á víkingaöld var fólk gjarnan grafið í fullum klæðum með gripum, svokölluðu haugfé.

Flíkur varðveitast yfirleitt illa í jarðvegi. Þær upplýsingar sem liggja fyrir benda þó til þess að fullorðnar konur á víkingaöld hafi almennt klæðst síðum kyrtlum úr ull eða líni en að kyrtlar þeirra yngri hafi verið styttri. Skikkja var oft fest yfir kyrtilinn við öxl eða brjóst með tveimur kúptum nælum. Sjálfsagt hafa ekki allar konur átt slíka gripi eða klæðst svo hversdagslega og hefur ríkidæmi, störf og staða líklega ráðið þar miklu um.

Skart virðist engu að síður hafa verið notað meðal kvenna úr öllum aldurshópum en það var fjölbreytt og ríkulega skreytt. Áberandi voru litríkar perlur og nælur af ýmsum gerðum sem meðal annars voru notaðar til þess að festa skikkjuna við kyrtilinn. Karlar báru einnig skart, einkum perlur, líkt og konur, en þó hafa hinar svokölluðu kúptu nælur aldrei fundist í karlmannskumli svo vitað sé.

Enn fremur hafa konur verið jarðaðar með ýmsum öðrum gripum og jafnvel húsdýrum, svo sem hnífum, skærum, brýnum, kömbum, metum, vogarskálum, vefjarskeiðum, snældusnúðum og lyklum, auk hunda og hesta. Gripirnir benda til starfa kvenna við hannyrðir, matargerð og jafnvel viðskipti. Þeir hafa sömuleiðis, þó einkum lyklarnir, þótt gefa til kynna sterka stöðu konunnar innan heimilisins á víkingaöld og bendir fyrirkomulag innan híbýla víkingaaldarfólks einnig til hins sama.

Ritaðar heimildir styðja jafnframt þessa ímynd víkingaaldarkonunnar. Þó ber að hafa í huga að í þeim eru aðallega nefndar til sögunnar þær konur sem vöktu á sér athygli vegna einstakra atburða. Í Laxdælasögu segir til dæmis frá konu, Vigdísi, sem skýtur skjólshúsi yfir vígamann, Þórólf, með því að læsa hann inni í útihúsi á bæ sínum, án vitundar eiginmanns síns og gat falið hann þannig. Í Vatnsdælasögu er sambærileg frásögn af Hildi sem ræður ríkjum „innan stokks“ á bæ einum er Svínavatn hét.

Staða konunnar á víkingaöld hefur að líkindum verið svipuð og hún er meðal kvenna í dag. Aftur á móti hefur samfélagið í kringum hana tekið umtalsverðum breytingum og störf hennar að sama skapi breyst. Til voru valdamiklar konur þá sem nú. Í dag eru konur að líkindum sýnilegri þátttakendur í opinberu lífi, innan fræðasamfélags og á vinnumarkaði, á meðan konur víkingaaldar voru sýnilegri innan heimilisins sem þá var opnara fyrir almennum atburðum og samkomum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd

  • Gräslund, Anne-Sofie (2001). The Position of Iron Age Scandinavian Women: Evidence from Graves and Rune Stones. Í Bettina Arnold og Nancy L. Wicker (ritstj.), Gender and the Archaeology of Death. Bls. 81-103. London/New York: Alta Mira Press.
  • Kristján Eldjárn (2000). Kuml og haugfé í heiðnum sið á Íslandi. Fyrst gefin úr árið 1956. Önnur útgáfa aukin og endurbætt af Adolf Friðrikssyni. Reykjavik: Mál og menning.
  • Mynd: Heimsókn á Þjóðminjasafnið.

Höfundur

Steinunn J. Kristjánsdóttir

prófessor í fornleifafræði

Útgáfudagur

10.1.2007

Spyrjandi

Vordís Guðmundsdóttir, f. 1990
María Erlendsdóttir
Guðrún Kristinsdóttir

Tilvísun

Steinunn J. Kristjánsdóttir. „Hvað gerðu konur á víkingaöld og hvernig klæddu þær sig? Hver var staða þeirra?“ Vísindavefurinn, 10. janúar 2007. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6459.

Steinunn J. Kristjánsdóttir. (2007, 10. janúar). Hvað gerðu konur á víkingaöld og hvernig klæddu þær sig? Hver var staða þeirra? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6459

Steinunn J. Kristjánsdóttir. „Hvað gerðu konur á víkingaöld og hvernig klæddu þær sig? Hver var staða þeirra?“ Vísindavefurinn. 10. jan. 2007. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6459>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað gerðu konur á víkingaöld og hvernig klæddu þær sig? Hver var staða þeirra?
Í hugum margra er víkingaaldarkonan komin yfir miðjan aldur, skörungslynd en valdamikil. Hún ræður oft örlögum eiginmanns síns með eftirtektarverðum ákvörðunum. Þannig hafa einhverjar þeirra eflaust verið en rannsakendur gefa sífellt meiri gaum þeirri breidd sem manneskjan býr yfir miðað við aldur, kyn, kynhneigð og félagslega stöðu. Konan á víkingaöld getur hafa verið unglingsstúlka, móðir, amma, bóndi, vinnukona eða jafnvel ambátt, svo eitthvað sé nefnt. Klæðnaður hennar hefur væntanlega ráðist að miklu leyti af þessum þáttum, svo og störf kvenna og staða innan heimilis og utan. Ákveðin tíska í klæðnaði var þó ráðandi á þessum tíma, sem og öðrum.

Upplýsingar um klæðaburð, störf og stöðu kvenna á víkingaöld er helst að finna í fornleifum og rituðum heimildum. Þá var fólk grafið að heiðnum sið í fullum klæðum með gripum, svokölluðu haugfé, sem margir telja að hafi verið eigur þeirra látnu og geti þannig varpað ljósi á þá í lifanda lífi. Þess konar grafir úr heiðni kallast kuml.


Á víkingaöld var fólk gjarnan grafið í fullum klæðum með gripum, svokölluðu haugfé.

Flíkur varðveitast yfirleitt illa í jarðvegi. Þær upplýsingar sem liggja fyrir benda þó til þess að fullorðnar konur á víkingaöld hafi almennt klæðst síðum kyrtlum úr ull eða líni en að kyrtlar þeirra yngri hafi verið styttri. Skikkja var oft fest yfir kyrtilinn við öxl eða brjóst með tveimur kúptum nælum. Sjálfsagt hafa ekki allar konur átt slíka gripi eða klæðst svo hversdagslega og hefur ríkidæmi, störf og staða líklega ráðið þar miklu um.

Skart virðist engu að síður hafa verið notað meðal kvenna úr öllum aldurshópum en það var fjölbreytt og ríkulega skreytt. Áberandi voru litríkar perlur og nælur af ýmsum gerðum sem meðal annars voru notaðar til þess að festa skikkjuna við kyrtilinn. Karlar báru einnig skart, einkum perlur, líkt og konur, en þó hafa hinar svokölluðu kúptu nælur aldrei fundist í karlmannskumli svo vitað sé.

Enn fremur hafa konur verið jarðaðar með ýmsum öðrum gripum og jafnvel húsdýrum, svo sem hnífum, skærum, brýnum, kömbum, metum, vogarskálum, vefjarskeiðum, snældusnúðum og lyklum, auk hunda og hesta. Gripirnir benda til starfa kvenna við hannyrðir, matargerð og jafnvel viðskipti. Þeir hafa sömuleiðis, þó einkum lyklarnir, þótt gefa til kynna sterka stöðu konunnar innan heimilisins á víkingaöld og bendir fyrirkomulag innan híbýla víkingaaldarfólks einnig til hins sama.

Ritaðar heimildir styðja jafnframt þessa ímynd víkingaaldarkonunnar. Þó ber að hafa í huga að í þeim eru aðallega nefndar til sögunnar þær konur sem vöktu á sér athygli vegna einstakra atburða. Í Laxdælasögu segir til dæmis frá konu, Vigdísi, sem skýtur skjólshúsi yfir vígamann, Þórólf, með því að læsa hann inni í útihúsi á bæ sínum, án vitundar eiginmanns síns og gat falið hann þannig. Í Vatnsdælasögu er sambærileg frásögn af Hildi sem ræður ríkjum „innan stokks“ á bæ einum er Svínavatn hét.

Staða konunnar á víkingaöld hefur að líkindum verið svipuð og hún er meðal kvenna í dag. Aftur á móti hefur samfélagið í kringum hana tekið umtalsverðum breytingum og störf hennar að sama skapi breyst. Til voru valdamiklar konur þá sem nú. Í dag eru konur að líkindum sýnilegri þátttakendur í opinberu lífi, innan fræðasamfélags og á vinnumarkaði, á meðan konur víkingaaldar voru sýnilegri innan heimilisins sem þá var opnara fyrir almennum atburðum og samkomum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd

  • Gräslund, Anne-Sofie (2001). The Position of Iron Age Scandinavian Women: Evidence from Graves and Rune Stones. Í Bettina Arnold og Nancy L. Wicker (ritstj.), Gender and the Archaeology of Death. Bls. 81-103. London/New York: Alta Mira Press.
  • Kristján Eldjárn (2000). Kuml og haugfé í heiðnum sið á Íslandi. Fyrst gefin úr árið 1956. Önnur útgáfa aukin og endurbætt af Adolf Friðrikssyni. Reykjavik: Mál og menning.
  • Mynd: Heimsókn á Þjóðminjasafnið.
...