Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvaða amínósýrur eru lífsnauðsynlegar fyrir líkamann og af hverju?

Stefán B. Sigurðsson

Lifandi frumur geta framleitt stórar og flóknar sameindir eins og til dæmis prótín, kjarnasýrur og fjölsykrur. Þessar stóru sameindir eru meðal annars notaðar til uppbyggingar, sem hormón, viðtakar í frumuhimnum og svo framvegis. Þessar sameindir eru gerðar úr smærri grunneiningum. Grunneiningar prótína eru amínósýrur, grunneiningar fjölsykra eru einsykrur og grunneiningar kjarnasýra eru kirni. Prótínin í okkur eru af mismunandi gerð og byggist mismunurinn á því hvaða amínósýrur mynda prótínin og hvernig amínósýrurnar eru tengdar saman.

Um það bil 300 mismunandi gerðir af amínósýrum eru til í náttúrunni en einungis 20 þeirra eru notaðar til að smíða prótínin. Þær heita:

glýsín, alanín, valín, lefsín, ísólefsín, serín, þreónín, týrósín, systeín, metíónín, asparssýra, asparagín, glútamínsýra, glútamín, arginín, lýsín, histidín, fenýlalanín, trýptófan og prólín.

Ensk heiti amínósýranna eru:

glycine, alanine, valine, leucine, isoleucine, serine, threonine, tyrosine, cysteine, methionine, aspartic acid, asparagine, glutamic acid, glutamine, arginine, lysine, histidine, phenylalanine, tryptophan, proline.

Þessar 20 amínósýrur eru notaðar til að smíða prótín í öllum lífverum, manninum, dýrum, plöntum og örverum. Eins og er orðið vel þekkt í dag er það erfðaefnið (DNA - RNA) sem stjórnar því hvernig þessum 20 amínósýrum er raðað saman við smíði prótínanna.

Frumur mannslíkamans geta smíðað meirihlutann af amínósýrunum en það eru nokkrar sem við getum ekki smíðað, að minnsta kosti ekki í nægjanlegu magni. Þessar amínósýrur kallast lífsnauðsynlegar amínósýrur. Þær eru: histidín, ísólefsín, lefsín, lýsín, metíónín, fenýlalanín, þreónín, trýptófan og valín. Eina leið okkar að fá þessar amínósýrur er með fæðunni, það er að segja að við verðum að borða mat sem inniheldur prótín þar sem þessar amínósýrur eru til staðar. Við brjótum niður prótínin og tökum amínósýrurnar upp gegnum slímhúð meltingarfæra yfir í blóðið. Ef þessar amínósýrur vantar getum við ekki smíðað öll okkar prótín og það getur leitt til alvarlegra sjúkdóma.

Mismunandi er eftir fæðutegundum hversu góðir prótíngjafar þær eru, það er hvort prótínin í fæðunni innihaldi lífsnauðsynlegu amínósýrurnar. Prótín úr eggjum og mjólk eru gæðaprótín hvað þetta varðar. Prótín úr kjöti teljast einnig góð en ef menn lifa eingöngu á fæðu úr jurtaríkinu þarf að gæta þess vel að hafa mikinn fjölbreytileika í fæðunni til að fá í sig allar lífsnauðsynlegar amínósýrur. (Sjá svar Jóhönnu Eyrúnar Torfadóttur við spurningunni Fá grænmetisætur öll þau næringarefni sem líkaminn þarfnast?)

Við þurfum að fá þessar amínósýrur stöðugt úr fæðunni því að líkaminn getur ekki safnað í sig birgðum af amínósýrum. Annað hvort eru þær notaðar strax eða brotna niður sem orkugjafar.

Höfundur

prófessor í lífeðlisfræði við HÍ

Útgáfudagur

29.9.2000

Spyrjandi

Örn Steinar

Tilvísun

Stefán B. Sigurðsson. „Hvaða amínósýrur eru lífsnauðsynlegar fyrir líkamann og af hverju?“ Vísindavefurinn, 29. september 2000. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=952.

Stefán B. Sigurðsson. (2000, 29. september). Hvaða amínósýrur eru lífsnauðsynlegar fyrir líkamann og af hverju? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=952

Stefán B. Sigurðsson. „Hvaða amínósýrur eru lífsnauðsynlegar fyrir líkamann og af hverju?“ Vísindavefurinn. 29. sep. 2000. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=952>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða amínósýrur eru lífsnauðsynlegar fyrir líkamann og af hverju?
Lifandi frumur geta framleitt stórar og flóknar sameindir eins og til dæmis prótín, kjarnasýrur og fjölsykrur. Þessar stóru sameindir eru meðal annars notaðar til uppbyggingar, sem hormón, viðtakar í frumuhimnum og svo framvegis. Þessar sameindir eru gerðar úr smærri grunneiningum. Grunneiningar prótína eru amínósýrur, grunneiningar fjölsykra eru einsykrur og grunneiningar kjarnasýra eru kirni. Prótínin í okkur eru af mismunandi gerð og byggist mismunurinn á því hvaða amínósýrur mynda prótínin og hvernig amínósýrurnar eru tengdar saman.

Um það bil 300 mismunandi gerðir af amínósýrum eru til í náttúrunni en einungis 20 þeirra eru notaðar til að smíða prótínin. Þær heita:

glýsín, alanín, valín, lefsín, ísólefsín, serín, þreónín, týrósín, systeín, metíónín, asparssýra, asparagín, glútamínsýra, glútamín, arginín, lýsín, histidín, fenýlalanín, trýptófan og prólín.

Ensk heiti amínósýranna eru:

glycine, alanine, valine, leucine, isoleucine, serine, threonine, tyrosine, cysteine, methionine, aspartic acid, asparagine, glutamic acid, glutamine, arginine, lysine, histidine, phenylalanine, tryptophan, proline.

Þessar 20 amínósýrur eru notaðar til að smíða prótín í öllum lífverum, manninum, dýrum, plöntum og örverum. Eins og er orðið vel þekkt í dag er það erfðaefnið (DNA - RNA) sem stjórnar því hvernig þessum 20 amínósýrum er raðað saman við smíði prótínanna.

Frumur mannslíkamans geta smíðað meirihlutann af amínósýrunum en það eru nokkrar sem við getum ekki smíðað, að minnsta kosti ekki í nægjanlegu magni. Þessar amínósýrur kallast lífsnauðsynlegar amínósýrur. Þær eru: histidín, ísólefsín, lefsín, lýsín, metíónín, fenýlalanín, þreónín, trýptófan og valín. Eina leið okkar að fá þessar amínósýrur er með fæðunni, það er að segja að við verðum að borða mat sem inniheldur prótín þar sem þessar amínósýrur eru til staðar. Við brjótum niður prótínin og tökum amínósýrurnar upp gegnum slímhúð meltingarfæra yfir í blóðið. Ef þessar amínósýrur vantar getum við ekki smíðað öll okkar prótín og það getur leitt til alvarlegra sjúkdóma.

Mismunandi er eftir fæðutegundum hversu góðir prótíngjafar þær eru, það er hvort prótínin í fæðunni innihaldi lífsnauðsynlegu amínósýrurnar. Prótín úr eggjum og mjólk eru gæðaprótín hvað þetta varðar. Prótín úr kjöti teljast einnig góð en ef menn lifa eingöngu á fæðu úr jurtaríkinu þarf að gæta þess vel að hafa mikinn fjölbreytileika í fæðunni til að fá í sig allar lífsnauðsynlegar amínósýrur. (Sjá svar Jóhönnu Eyrúnar Torfadóttur við spurningunni Fá grænmetisætur öll þau næringarefni sem líkaminn þarfnast?)

Við þurfum að fá þessar amínósýrur stöðugt úr fæðunni því að líkaminn getur ekki safnað í sig birgðum af amínósýrum. Annað hvort eru þær notaðar strax eða brotna niður sem orkugjafar.

...