Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Tilheyrir Ísland raunverulega Skandinavíu eða er það bara talið með Norðurlöndunum vegna skyldleika?

Guðrún Gísladóttir (1956-2023)

Gömul merking orðsins Skandinavía nær yfir löndin Noreg og Svíþjóð. Ekki er vitað fyllilega hver upprunaleg merking orðsins var en þó hafa menn hallast að því að merkingin sé eyja myrkursins eða þokueyjan (Norska orðið skodde merkir þoka og avia eða aujo sem er norskt að uppruna merkir eyja). Á fornum kortum er Skandinavía oft sýnd sem eyja og þar sem þekking manna á löndum heims var takmörkuð er þessi skilningur á þessu landssvæði ekki ósennilegur.


Hluti af korti Olausar Magnusar af Skandinavíu. Smellið á myndina til að sjá allt kortið.

Engilsaxneska merking orðsins Skandinavía er Noregur, Svíþjóð og Danmörk og sumir telja Finnland og Ísland til Skandinavíu. En eins og áður sagði er merkingin líklega upprunalega landfræðilegs eðlis og nær til "skagans" sem á gömlum kortum er oft sýndur sem eyja og Ísland því alls ekki hluti Skandinavíu. Ekki er ósennilegt að hinn norræni skyldleiki íbúa þessara landa, ásamt þeirri staðreynd að löndin fimm eru hin svokölluðu Norðurlönd, valdi því að Danmörk, Ísland og Finnland séu talin með Skandinavíu.

Mynd: Maakirjakartat. Funet.

Höfundur

prófessor í landafræði við HÍ

Útgáfudagur

2.10.2000

Spyrjandi

Ragnar Veigar Guðmundssson

Tilvísun

Guðrún Gísladóttir (1956-2023). „Tilheyrir Ísland raunverulega Skandinavíu eða er það bara talið með Norðurlöndunum vegna skyldleika?“ Vísindavefurinn, 2. október 2000. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=957.

Guðrún Gísladóttir (1956-2023). (2000, 2. október). Tilheyrir Ísland raunverulega Skandinavíu eða er það bara talið með Norðurlöndunum vegna skyldleika? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=957

Guðrún Gísladóttir (1956-2023). „Tilheyrir Ísland raunverulega Skandinavíu eða er það bara talið með Norðurlöndunum vegna skyldleika?“ Vísindavefurinn. 2. okt. 2000. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=957>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Tilheyrir Ísland raunverulega Skandinavíu eða er það bara talið með Norðurlöndunum vegna skyldleika?
Gömul merking orðsins Skandinavía nær yfir löndin Noreg og Svíþjóð. Ekki er vitað fyllilega hver upprunaleg merking orðsins var en þó hafa menn hallast að því að merkingin sé eyja myrkursins eða þokueyjan (Norska orðið skodde merkir þoka og avia eða aujo sem er norskt að uppruna merkir eyja). Á fornum kortum er Skandinavía oft sýnd sem eyja og þar sem þekking manna á löndum heims var takmörkuð er þessi skilningur á þessu landssvæði ekki ósennilegur.


Hluti af korti Olausar Magnusar af Skandinavíu. Smellið á myndina til að sjá allt kortið.

Engilsaxneska merking orðsins Skandinavía er Noregur, Svíþjóð og Danmörk og sumir telja Finnland og Ísland til Skandinavíu. En eins og áður sagði er merkingin líklega upprunalega landfræðilegs eðlis og nær til "skagans" sem á gömlum kortum er oft sýndur sem eyja og Ísland því alls ekki hluti Skandinavíu. Ekki er ósennilegt að hinn norræni skyldleiki íbúa þessara landa, ásamt þeirri staðreynd að löndin fimm eru hin svokölluðu Norðurlönd, valdi því að Danmörk, Ísland og Finnland séu talin með Skandinavíu.

Mynd: Maakirjakartat. Funet....