Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvað er Sfinxinn gamall?

Haukur Már Helgason

Sfinxinn er vera sem kemur mikið við sögu í egypskum og grískum goðsagnaheimum og listaverkum. Veran hefur búk ljóns en höfuð manns.

Elsta og þekktasta dæmið um Sfinx innan lista er stytta í Giza í Egyptalandi sem var reist á tímum Khafre konungs (um 2575—2465 fyrir Krist. Talið er að höfuð styttunnar sé eftirmynd konungsins. Sfinxinn var áfram notaður sem konungstákn gegnum mestalla sögu Egyptalands í fornöld.

Sfinxinn varð síðar þekktur í Asíu (um 1500 fyrir Krist) en ekki er ljóst hvaða þýðingu hann hafði þar (og ekki heldur í Grikklandi). Í Asíu fékk Sfinxinn vængi og þannig var hann líka þekktur meðal Grikkja. Hann breytti einnig um kyn og var oftlega kvenkynsvera í Asíu og Grikklandi (frá 15. öld fyrir Krist).

Um 1600 fyrir Krist birtist Sfinxinn fyrst í grískum hugmyndaheimi.


Mynd og heimild: Britannica.com

Höfundur

heimspekingur og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

8.11.2000

Spyrjandi

Arkadiusz Glod, f. 1988

Tilvísun

Haukur Már Helgason. „Hvað er Sfinxinn gamall?“ Vísindavefurinn, 8. nóvember 2000. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1103.

Haukur Már Helgason. (2000, 8. nóvember). Hvað er Sfinxinn gamall? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1103

Haukur Már Helgason. „Hvað er Sfinxinn gamall?“ Vísindavefurinn. 8. nóv. 2000. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1103>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er Sfinxinn gamall?
Sfinxinn er vera sem kemur mikið við sögu í egypskum og grískum goðsagnaheimum og listaverkum. Veran hefur búk ljóns en höfuð manns.

Elsta og þekktasta dæmið um Sfinx innan lista er stytta í Giza í Egyptalandi sem var reist á tímum Khafre konungs (um 2575—2465 fyrir Krist. Talið er að höfuð styttunnar sé eftirmynd konungsins. Sfinxinn var áfram notaður sem konungstákn gegnum mestalla sögu Egyptalands í fornöld.

Sfinxinn varð síðar þekktur í Asíu (um 1500 fyrir Krist) en ekki er ljóst hvaða þýðingu hann hafði þar (og ekki heldur í Grikklandi). Í Asíu fékk Sfinxinn vængi og þannig var hann líka þekktur meðal Grikkja. Hann breytti einnig um kyn og var oftlega kvenkynsvera í Asíu og Grikklandi (frá 15. öld fyrir Krist).

Um 1600 fyrir Krist birtist Sfinxinn fyrst í grískum hugmyndaheimi.


Mynd og heimild: Britannica.com...