Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvað eru mörg sjálfstæð lönd í heiminum?

Ögmundur Jónsson

Svarið sem hér fer á eftir er líka svar við spurningunni

Hvað eru mörg lönd í heiminum?

frá Berglindi Friðriksdóttur og Ólafi Heiðari Helgasyni og er litið svo á að land þýði sjálfstætt ríki.

Þegar maður spyr hversu mörg sjálfstæð lönd eru í heiminum getur maður fengið ýmis svör og velta þau gjarnan á hagsmunum þess sem svarar. Oft getur orkað tvímælis hvað er sjálfstætt land og hvað ekki. Því er oft erfitt að komast til botns í málinu. Auk þess er fjöldi sjálfstæðra landa breytilegur, til dæmis bættust um hundrað lönd við þennan hóp í þeim átökum sem fylgdu í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar, þegar nýlendur í þriðja heiminum unnu sjálfstæði frá stórveldunum. Besta svarið um þessar mundir virðist hins vegar vera talan 192. Lítum á hvað tvær heimildir segja um málið, annars vegar meðlimaskrá Sameinuðu Þjóðanna og hins vegar utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna.

Í Sameinuðu þjóðunum (SÞ) eru 189 þjóðríki. Stundum er þessi tala notuð yfir fjölda sjálfstæðra landa en það er hins vegar ekki alveg rétt. Þrjú lönd sem virðast uppfylla flest skilyrði þess að kallast sjálfstæð eru ekki í SÞ: Sviss, Vatíkanið og Taívan. Tvö þau fyrstu eru almennt viðurkennd sem sjálfstæð ríki en hafa kosið að standa utan Sameinuðu þjóðanna. Sjálfstæði Taívans er hins vegar ekki viðurkennt og reyndar umdeilt, bæði á Taívan og alþjóðlega. Taívan var reyndar fulltrúi Kína hjá Sameinuðu þjóðunum fram til 1971 þegar Kína tók sæti þess.

Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna viðurkennir 191 sjálfstæð lönd í heiminum. Þar er Taívan sleppt af pólitískum ástæðum. (Í upphaflegri gerð þessa svars stóð að Bandaríkin viðurkenndu ekki Júgóslavíu en það breyttist um það leyti sem svarið var skrifað með stjórnarskiptum í kjölfar uppreisnar í Júgóslavíu.)

Sjálfstæð lönd heimsins eru því 192 ef maður telur Taívan með en það kann að orka tvímælis.

Eins og kom fram í upphafi er fjöldi landa breytilegur og þeim breytingum er langt í frá lokið. Ýmsar þjóðir berjast fyrir sjálfstæði, til dæmis kusu Austur-Tímorar sjálfstæði frá Indónesíu 1999 og fleiri þjóðir á því svæði eru í svipuðum hugleiðingum. Undanfarið hefur mikið borið á baráttu Palestínumanna fyrir heimalandi og sjálfstæði. Einnig má nefna Færeyjar, sem tilheyra Danmörku; Puerto Rico, sem tilheyrir Bandaríkjunum; og Tsjetsníu, sem tilheyrir Rússlandi.

Reyndar er líka til í dæminu að lönd eigi eftir að sameinast, og má þar helst nefna Kóreu-ríkin. Allt frá skiptingu landsins 1953 hefur Norður-Kórea haft þá stefnu að ríkin eigi að sameinast og sú skoðun fær síaukið fylgi í Suður-Kóreu. Til marks um þetta gengu íþróttamenn landanna undir sameiginlegum fána inn á Ólympíuleikvanginn á opnunarhátíðinni í Sydney, þótt þeir kepptu svo sitt í hvoru lagi.

Heimild:

geography.com

Höfundur

heimspekinemi við HÍ

Útgáfudagur

12.11.2000

Spyrjandi

Guðfinnur Sveinsson, f. 1989

Tilvísun

Ögmundur Jónsson. „Hvað eru mörg sjálfstæð lönd í heiminum?“ Vísindavefurinn, 12. nóvember 2000. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1122.

Ögmundur Jónsson. (2000, 12. nóvember). Hvað eru mörg sjálfstæð lönd í heiminum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1122

Ögmundur Jónsson. „Hvað eru mörg sjálfstæð lönd í heiminum?“ Vísindavefurinn. 12. nóv. 2000. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1122>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru mörg sjálfstæð lönd í heiminum?
Svarið sem hér fer á eftir er líka svar við spurningunni

Hvað eru mörg lönd í heiminum?

frá Berglindi Friðriksdóttur og Ólafi Heiðari Helgasyni og er litið svo á að land þýði sjálfstætt ríki.

Þegar maður spyr hversu mörg sjálfstæð lönd eru í heiminum getur maður fengið ýmis svör og velta þau gjarnan á hagsmunum þess sem svarar. Oft getur orkað tvímælis hvað er sjálfstætt land og hvað ekki. Því er oft erfitt að komast til botns í málinu. Auk þess er fjöldi sjálfstæðra landa breytilegur, til dæmis bættust um hundrað lönd við þennan hóp í þeim átökum sem fylgdu í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar, þegar nýlendur í þriðja heiminum unnu sjálfstæði frá stórveldunum. Besta svarið um þessar mundir virðist hins vegar vera talan 192. Lítum á hvað tvær heimildir segja um málið, annars vegar meðlimaskrá Sameinuðu Þjóðanna og hins vegar utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna.

Í Sameinuðu þjóðunum (SÞ) eru 189 þjóðríki. Stundum er þessi tala notuð yfir fjölda sjálfstæðra landa en það er hins vegar ekki alveg rétt. Þrjú lönd sem virðast uppfylla flest skilyrði þess að kallast sjálfstæð eru ekki í SÞ: Sviss, Vatíkanið og Taívan. Tvö þau fyrstu eru almennt viðurkennd sem sjálfstæð ríki en hafa kosið að standa utan Sameinuðu þjóðanna. Sjálfstæði Taívans er hins vegar ekki viðurkennt og reyndar umdeilt, bæði á Taívan og alþjóðlega. Taívan var reyndar fulltrúi Kína hjá Sameinuðu þjóðunum fram til 1971 þegar Kína tók sæti þess.

Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna viðurkennir 191 sjálfstæð lönd í heiminum. Þar er Taívan sleppt af pólitískum ástæðum. (Í upphaflegri gerð þessa svars stóð að Bandaríkin viðurkenndu ekki Júgóslavíu en það breyttist um það leyti sem svarið var skrifað með stjórnarskiptum í kjölfar uppreisnar í Júgóslavíu.)

Sjálfstæð lönd heimsins eru því 192 ef maður telur Taívan með en það kann að orka tvímælis.

Eins og kom fram í upphafi er fjöldi landa breytilegur og þeim breytingum er langt í frá lokið. Ýmsar þjóðir berjast fyrir sjálfstæði, til dæmis kusu Austur-Tímorar sjálfstæði frá Indónesíu 1999 og fleiri þjóðir á því svæði eru í svipuðum hugleiðingum. Undanfarið hefur mikið borið á baráttu Palestínumanna fyrir heimalandi og sjálfstæði. Einnig má nefna Færeyjar, sem tilheyra Danmörku; Puerto Rico, sem tilheyrir Bandaríkjunum; og Tsjetsníu, sem tilheyrir Rússlandi.

Reyndar er líka til í dæminu að lönd eigi eftir að sameinast, og má þar helst nefna Kóreu-ríkin. Allt frá skiptingu landsins 1953 hefur Norður-Kórea haft þá stefnu að ríkin eigi að sameinast og sú skoðun fær síaukið fylgi í Suður-Kóreu. Til marks um þetta gengu íþróttamenn landanna undir sameiginlegum fána inn á Ólympíuleikvanginn á opnunarhátíðinni í Sydney, þótt þeir kepptu svo sitt í hvoru lagi.

Heimild:

geography.com...