Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hvort er betra að geyma kartöflur í ísskáp eða við herbergishita?

Björn Sigurður Gunnarsson

Fyrir venjulega neyslu er talið betra að geyma kartöflur við 4-5°C sem er dæmigerður ísskápshiti. Við þetta hitastig er öndun í kartöflunum hægari en við hærra hitastig og minni líkur á skemmdarbreytingum. Æskilegt rakastig við geymslu á kartöflum er 75-90%, en þó er mælt með að geyma kartöflur í þurru lofti, 15-20% raka, fyrstu 1-2 vikurnar. Þá myndast á kartöflunum hlífðarlag er nefnist súberín, sem verndar karöflurnar fyrir hnjaski.

Ef ætlunin er að nota kartöflurnar í vinnslu, til dæmis framleiðslu á frönskum kartöflum eða kartöfluflögum er mælt með því að geyma þær við hærra hitastig, eða 15-25°C, í tvær vikur eftir uppskeru. Þetta er gert til þess að lækka styrk afoxandi sykra í kartöflunum, en ef styrkur afoxandi sykra er of hár getur það leitt til þess að flögur/franskar verða of brúnar og einnig geta orðið breytingar í áferð og bragði. Ef geymsla við hærra hitastig varir lengur en tvær vikur spíra kartöflurnar. Við spírunina myndast sólanín, sem er hitastöðugt eitrað efnasamband, sem getur meðal annars valdið meltingaróþægindum. Sólanín getur einnig myndast á kartöflum séu þær geymdar við ljós, þá verður hýðið utan á kartöflunum grænleitt. Það er því alltaf mikilvægt að geyma kartöflur í myrkri.

Um kartöflur má einnig lesa á Vísindavefnum í svari Valgerðar G. Johnsen við spurningunni Hvar og hvenær var fyrsta kartaflan ræktuð á Íslandi?

Höfundur

Björn Sigurður Gunnarsson

matvæla- og næringarfræðingur

Útgáfudagur

21.11.2000

Spyrjandi

Herdís Sigurgrímsdóttir

Tilvísun

Björn Sigurður Gunnarsson. „Hvort er betra að geyma kartöflur í ísskáp eða við herbergishita?“ Vísindavefurinn, 21. nóvember 2000. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1149.

Björn Sigurður Gunnarsson. (2000, 21. nóvember). Hvort er betra að geyma kartöflur í ísskáp eða við herbergishita? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1149

Björn Sigurður Gunnarsson. „Hvort er betra að geyma kartöflur í ísskáp eða við herbergishita?“ Vísindavefurinn. 21. nóv. 2000. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1149>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvort er betra að geyma kartöflur í ísskáp eða við herbergishita?
Fyrir venjulega neyslu er talið betra að geyma kartöflur við 4-5°C sem er dæmigerður ísskápshiti. Við þetta hitastig er öndun í kartöflunum hægari en við hærra hitastig og minni líkur á skemmdarbreytingum. Æskilegt rakastig við geymslu á kartöflum er 75-90%, en þó er mælt með að geyma kartöflur í þurru lofti, 15-20% raka, fyrstu 1-2 vikurnar. Þá myndast á kartöflunum hlífðarlag er nefnist súberín, sem verndar karöflurnar fyrir hnjaski.

Ef ætlunin er að nota kartöflurnar í vinnslu, til dæmis framleiðslu á frönskum kartöflum eða kartöfluflögum er mælt með því að geyma þær við hærra hitastig, eða 15-25°C, í tvær vikur eftir uppskeru. Þetta er gert til þess að lækka styrk afoxandi sykra í kartöflunum, en ef styrkur afoxandi sykra er of hár getur það leitt til þess að flögur/franskar verða of brúnar og einnig geta orðið breytingar í áferð og bragði. Ef geymsla við hærra hitastig varir lengur en tvær vikur spíra kartöflurnar. Við spírunina myndast sólanín, sem er hitastöðugt eitrað efnasamband, sem getur meðal annars valdið meltingaróþægindum. Sólanín getur einnig myndast á kartöflum séu þær geymdar við ljós, þá verður hýðið utan á kartöflunum grænleitt. Það er því alltaf mikilvægt að geyma kartöflur í myrkri.

Um kartöflur má einnig lesa á Vísindavefnum í svari Valgerðar G. Johnsen við spurningunni Hvar og hvenær var fyrsta kartaflan ræktuð á Íslandi?...