Sólin Sólin Rís 05:51 • sest 21:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:47 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:36 • Síðdegis: 18:53 í Reykjavík

Hver er munurinn á gígum eftir sprengigos og gígum eftir árekstur við stóran loftstein?

Sigurður Steinþórsson



Þeir sprengigígar sem helst líkjast loftsteinsgígum eru öskugígar eða "hverfjöll" (eftir samnefndu felli í Mývatnssveit), en slíkir gígar myndast við það að bergkvikan kemst í snertingu við grunnvatn á leið sinni til yfirborðsins, hún freyðir og sundrast í smáar agnir; ekkert hraun myndast heldur einungis gjóska (aska og vikur). Séu gosin kraftlítil hlaðast gosefnin upp í kringum gosopið og myndast þá öskugígur. Efnið í gígnum er þá hraðkæld bergbráð sem á fræðimáli nefnist "hýalóklastít", sambreyskja úr eldfjallagleri. Hér á landi liggja slíkir gígar á gossprungu - til dæmis eru tvö "hverfjöll" á Lakagígasprungunni.



Loftsteinsgígar tengjast auðvitað ekki sprungum (nema þá fyrir tilviljun), efnið í þeim er að vísu glerjað, en það er uppbrætt bergið sem loftsteinninn féll í. Kristallar í berginu, bæði í gígnum sjálfum og umhverfis, sýna oft merki um höggbylgju sem fór um efnið þegar loftsteininum laust til jarðar.

Meginmunurinn er samt sá, að gagnstætt loftsteinsgígum hafa eldgígar "rætur", það er aðfærsluæð eða -æðar sem fluttu bergbráðina til yfirborðsins. Í annan stað eru loftsteinsgígar sjaldnast úr storkubergi, heldur myndast þeir í setbergi eða myndbreyttu bergi.


Mynd af loftsteinsgíg: Neo Program: NASA

Mynd af sprengigíg: Volcano World

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

2.12.2000

Spyrjandi

Kristján Heiðar Jóhannsson

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hver er munurinn á gígum eftir sprengigos og gígum eftir árekstur við stóran loftstein?“ Vísindavefurinn, 2. desember 2000. Sótt 16. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1208.

Sigurður Steinþórsson. (2000, 2. desember). Hver er munurinn á gígum eftir sprengigos og gígum eftir árekstur við stóran loftstein? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1208

Sigurður Steinþórsson. „Hver er munurinn á gígum eftir sprengigos og gígum eftir árekstur við stóran loftstein?“ Vísindavefurinn. 2. des. 2000. Vefsíða. 16. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1208>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á gígum eftir sprengigos og gígum eftir árekstur við stóran loftstein?


Þeir sprengigígar sem helst líkjast loftsteinsgígum eru öskugígar eða "hverfjöll" (eftir samnefndu felli í Mývatnssveit), en slíkir gígar myndast við það að bergkvikan kemst í snertingu við grunnvatn á leið sinni til yfirborðsins, hún freyðir og sundrast í smáar agnir; ekkert hraun myndast heldur einungis gjóska (aska og vikur). Séu gosin kraftlítil hlaðast gosefnin upp í kringum gosopið og myndast þá öskugígur. Efnið í gígnum er þá hraðkæld bergbráð sem á fræðimáli nefnist "hýalóklastít", sambreyskja úr eldfjallagleri. Hér á landi liggja slíkir gígar á gossprungu - til dæmis eru tvö "hverfjöll" á Lakagígasprungunni.



Loftsteinsgígar tengjast auðvitað ekki sprungum (nema þá fyrir tilviljun), efnið í þeim er að vísu glerjað, en það er uppbrætt bergið sem loftsteinninn féll í. Kristallar í berginu, bæði í gígnum sjálfum og umhverfis, sýna oft merki um höggbylgju sem fór um efnið þegar loftsteininum laust til jarðar.

Meginmunurinn er samt sá, að gagnstætt loftsteinsgígum hafa eldgígar "rætur", það er aðfærsluæð eða -æðar sem fluttu bergbráðina til yfirborðsins. Í annan stað eru loftsteinsgígar sjaldnast úr storkubergi, heldur myndast þeir í setbergi eða myndbreyttu bergi.


Mynd af loftsteinsgíg: Neo Program: NASA

Mynd af sprengigíg: Volcano World...