Sólin Sólin Rís 05:51 • sest 21:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:47 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:36 • Síðdegis: 18:53 í Reykjavík

Hver var heimsmynd ásatrúarmanna?

Ingibjörg Ásta Tómasdóttir

Margt er á huldu um heimsmynd norrænna manna en þó bendir ýmislegt til þess að þeir hafi talið jörðina vera hnöttótta.

Samkvæmt norrænu goðafræðinni var jörðin sköpuð af goðunum Óðni, Víla og Vé úr líkama jötunsins Ýmis. Í upphafi var ekkert nema Ginnungagap en um það segir í Völuspá:
Ár var alda,

það er ekki var,

var-a sandur né sær

né svalar unnir;

jörð fannst æva

né upphiminn,

gap var ginnunga

en gras hvergi,

Óðinn, Víli og Vé skópu himinkringluna úr höfði Ýmis, sjóinn úr blóði hans og fjöllin úr beinunum. Í gegnum miðjan heiminn gekk tréð Askur Yggdrasils. Ein rót þess lá yfir Niflheimi, sem voru undirheimar og ríki Heljar. Þar var viskubrunnurinn Mímir.

Myndræn framsetning á heimsmynd ásatrúarmanna. Þarna má sjá Ask Yggdrasil ganga í gegnum hnöttótta jörðina. Ein rót hans var í Niflheimi, önnur í Miðgarði og sú þriðja í Ásgarði.

Önnur rót trésins var þar fyrir ofan, á jörðinni, í Miðgarði ríki mannanna. Frá jörðinni lá regnbogabrú upp til himna, Bifröst. Þar var goðið Heimdallur á verði, tilbúinn að vara hin goðin við innrás.

Uppi á himnum lá þriðja rót Yggdrasils og þar var aðsetur ása, Ásgarður. Goðin skiptast í tvær fylkingar, æsi og vani. Ættfaðir ása er Óðinn. Vanir voru færri en æsir og koma minna við sögu í goðafræðinni. Talið er að þeir gætu hafa verið leifar frá eldri trúarbrögðum og voru þeir einkum dýrkaðir sem frjósemisgoð. Hlutverk goðanna voru mismunandi og höfðu þau öll einhverja sérstaka eiginleika. Með því að blóta ákveðin goð gat fólk beðið um hjálp frá þeim með tilliti til þeirra sérstöku eiginleika.

Í norrænni goðafræði eru auk þess ýmsir vættir og verur sem ekki teljast til goða. Þeirra fremst má telja jötna sem eru helstu óvinir goðanna. Þar að auki er mikið af verum sem eru hálf-jötnakyns og hálf-ásakyns. Þeirra á meðal eru börn goðsins Loka, þau Fenrisúlfur, Miðgarðsormur og Hel.

Frekara lesefni á Vísindavefnum um norræna goðafræði:

Heimild og mynd:

Þetta svar er að hluta eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2008.

Höfundur

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

3.6.2009

Spyrjandi

Sigurlaug Jónsdóttir

Tilvísun

Ingibjörg Ásta Tómasdóttir. „Hver var heimsmynd ásatrúarmanna?“ Vísindavefurinn, 3. júní 2009. Sótt 16. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=12465.

Ingibjörg Ásta Tómasdóttir. (2009, 3. júní). Hver var heimsmynd ásatrúarmanna? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=12465

Ingibjörg Ásta Tómasdóttir. „Hver var heimsmynd ásatrúarmanna?“ Vísindavefurinn. 3. jún. 2009. Vefsíða. 16. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=12465>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver var heimsmynd ásatrúarmanna?
Margt er á huldu um heimsmynd norrænna manna en þó bendir ýmislegt til þess að þeir hafi talið jörðina vera hnöttótta.

Samkvæmt norrænu goðafræðinni var jörðin sköpuð af goðunum Óðni, Víla og Vé úr líkama jötunsins Ýmis. Í upphafi var ekkert nema Ginnungagap en um það segir í Völuspá:
Ár var alda,

það er ekki var,

var-a sandur né sær

né svalar unnir;

jörð fannst æva

né upphiminn,

gap var ginnunga

en gras hvergi,

Óðinn, Víli og Vé skópu himinkringluna úr höfði Ýmis, sjóinn úr blóði hans og fjöllin úr beinunum. Í gegnum miðjan heiminn gekk tréð Askur Yggdrasils. Ein rót þess lá yfir Niflheimi, sem voru undirheimar og ríki Heljar. Þar var viskubrunnurinn Mímir.

Myndræn framsetning á heimsmynd ásatrúarmanna. Þarna má sjá Ask Yggdrasil ganga í gegnum hnöttótta jörðina. Ein rót hans var í Niflheimi, önnur í Miðgarði og sú þriðja í Ásgarði.

Önnur rót trésins var þar fyrir ofan, á jörðinni, í Miðgarði ríki mannanna. Frá jörðinni lá regnbogabrú upp til himna, Bifröst. Þar var goðið Heimdallur á verði, tilbúinn að vara hin goðin við innrás.

Uppi á himnum lá þriðja rót Yggdrasils og þar var aðsetur ása, Ásgarður. Goðin skiptast í tvær fylkingar, æsi og vani. Ættfaðir ása er Óðinn. Vanir voru færri en æsir og koma minna við sögu í goðafræðinni. Talið er að þeir gætu hafa verið leifar frá eldri trúarbrögðum og voru þeir einkum dýrkaðir sem frjósemisgoð. Hlutverk goðanna voru mismunandi og höfðu þau öll einhverja sérstaka eiginleika. Með því að blóta ákveðin goð gat fólk beðið um hjálp frá þeim með tilliti til þeirra sérstöku eiginleika.

Í norrænni goðafræði eru auk þess ýmsir vættir og verur sem ekki teljast til goða. Þeirra fremst má telja jötna sem eru helstu óvinir goðanna. Þar að auki er mikið af verum sem eru hálf-jötnakyns og hálf-ásakyns. Þeirra á meðal eru börn goðsins Loka, þau Fenrisúlfur, Miðgarðsormur og Hel.

Frekara lesefni á Vísindavefnum um norræna goðafræði:

Heimild og mynd:

Þetta svar er að hluta eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2008....