Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Af hverju er appelsínugulur þjóðarlitur Hollendinga?

EDS

Ef spurt er um þjóð og vísbendingin sú að litir í þjóðfánanum séu rauður, hvítur og blár kemur ýmislegt til greina, en ekki víst að Holland lendi efst á blaði. Ef vísbendingin er hins vegar sú að þjóðin noti appelsínugulan lit við hin ýmsu tækifæri þá er trúlegt að margir giski á Holland.

Á fánadögum sem tengjast hollensku konungsfjölskyldunni blaktir gjarnan appelsínugulur borði með þjóðfánanum.

Margar þjóðir hafa þjóðarlit, einn eða fleiri. Í sumum tilfellum eru þetta formlegir þjóðarlitir en í öðrum tilfellum hafa þeir öðlast þann sess án þess þó að hafa verið formlega útnefndir sem slíkir. Litirnir eru þá eitt af táknum þjóðarinnar og notaðir til að skreyta þegar tilefni er til. Sem dæmi þá nota Írar gjarnan græna litinn, Danir nota rauða og hvíta litinn, Bandaríkjamenn rauðan, bláan og hvítan en þjóðarlitir Þjóðverja eru svartur, rauður og gylltur.

Þjóðarlitirnir kallast gjarnan á við liti í þjóðfána viðkomandi lands enda fáninn líka eitt af táknum þjóðar. Það er þó ekki algilt og er Holland einmitt dæmi um slíkt. Fáni Hollands hefur þrjár láréttar rendur, rauða, hvíta og bláa. Hins vegar er fátt jafnappelsínugult og Hollendingar sem vilja sýna þjóðarstolt sitt á hátíðisdögum, íþróttakappleikjum og við önnur tækifæri.

Stuðningsmenn hollenska landsliðsins í fótbolta klæðast appelsínugulu.

Appelsínuguli liturinn er litur hollensku konungsfjölskyldunnar. Fjölskyldan er af Óraníu-Nassau-ættinni og kemur liturinn úr fána og skjaldarmerki ættarinnar. Þegar Vilhjálmur I. af Óraníu leiddi uppreisn Hollendinga gegn Spánverjum seint á 16. öld var fáni hans appelsínugulur, hvítur og blár. Á 17. öld vék appelsínuguli liturinn fyrir rauðum í hollenska fánanaum en hefur engu að síður lifað sjálfstæðu lífi sem táknlitur þjóðarinnar allt fram á þennan dag og virðist ekki á undanhaldi.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

9.12.2016

Spyrjandi

Ingibjörg Sigfúsdóttir

Tilvísun

EDS. „Af hverju er appelsínugulur þjóðarlitur Hollendinga?“ Vísindavefurinn, 9. desember 2016. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=12940.

EDS. (2016, 9. desember). Af hverju er appelsínugulur þjóðarlitur Hollendinga? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=12940

EDS. „Af hverju er appelsínugulur þjóðarlitur Hollendinga?“ Vísindavefurinn. 9. des. 2016. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=12940>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er appelsínugulur þjóðarlitur Hollendinga?
Ef spurt er um þjóð og vísbendingin sú að litir í þjóðfánanum séu rauður, hvítur og blár kemur ýmislegt til greina, en ekki víst að Holland lendi efst á blaði. Ef vísbendingin er hins vegar sú að þjóðin noti appelsínugulan lit við hin ýmsu tækifæri þá er trúlegt að margir giski á Holland.

Á fánadögum sem tengjast hollensku konungsfjölskyldunni blaktir gjarnan appelsínugulur borði með þjóðfánanum.

Margar þjóðir hafa þjóðarlit, einn eða fleiri. Í sumum tilfellum eru þetta formlegir þjóðarlitir en í öðrum tilfellum hafa þeir öðlast þann sess án þess þó að hafa verið formlega útnefndir sem slíkir. Litirnir eru þá eitt af táknum þjóðarinnar og notaðir til að skreyta þegar tilefni er til. Sem dæmi þá nota Írar gjarnan græna litinn, Danir nota rauða og hvíta litinn, Bandaríkjamenn rauðan, bláan og hvítan en þjóðarlitir Þjóðverja eru svartur, rauður og gylltur.

Þjóðarlitirnir kallast gjarnan á við liti í þjóðfána viðkomandi lands enda fáninn líka eitt af táknum þjóðar. Það er þó ekki algilt og er Holland einmitt dæmi um slíkt. Fáni Hollands hefur þrjár láréttar rendur, rauða, hvíta og bláa. Hins vegar er fátt jafnappelsínugult og Hollendingar sem vilja sýna þjóðarstolt sitt á hátíðisdögum, íþróttakappleikjum og við önnur tækifæri.

Stuðningsmenn hollenska landsliðsins í fótbolta klæðast appelsínugulu.

Appelsínuguli liturinn er litur hollensku konungsfjölskyldunnar. Fjölskyldan er af Óraníu-Nassau-ættinni og kemur liturinn úr fána og skjaldarmerki ættarinnar. Þegar Vilhjálmur I. af Óraníu leiddi uppreisn Hollendinga gegn Spánverjum seint á 16. öld var fáni hans appelsínugulur, hvítur og blár. Á 17. öld vék appelsínuguli liturinn fyrir rauðum í hollenska fánanaum en hefur engu að síður lifað sjálfstæðu lífi sem táknlitur þjóðarinnar allt fram á þennan dag og virðist ekki á undanhaldi.

Heimildir og myndir:

...