Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Af hverju völdu Bandaríkjamenn Híróshíma og Nagasakí sem skotmörk?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Þann 6. ágúst 1945 var kjarnorkuvopnum beitt í fyrsta skipti þegar Bandaríkjamenn vörpuðu sprengju á japönsku borgina Híróshíma. Þremur dögum síðar var sprengju varpað á borgina Nagasakí.

Vorið 1945 var staðan í seinni heimsstyrjöldinni sú að stríðinu við Þjóðverja var lokið en Japanir neituðu að gefast upp. Bandaríkjamenn undirbjuggu innrás í Japan en reiknuðu með gríðarlegu mannfalli á báða bóga, enda börðust Japanir jafnan til síðasta manns. Í þónokkur ár höfðu vísindamenn unnið að þróun og smíði kjarnorkusprengju og í júlí 1945 sprengdu Bandaríkjamenn fyrstu tilraunasprengjuna. Þar var komið vopn sem hægt var að beita til þess að neyða Japani til uppgjafar.

Leit að álitlegum skotmörkum hófst reyndar talsvert áður en tilraunasprengingin var framkvæmd. Að mörgu var að hyggja og voru ýmsir sérfræðingar fengnir að málinu hermálayfirvöldum til aðstoðar. Í fundargerð nefndar sem um málið fjallaði í maí 1945 má sjá þau þrjú skilyrði sem væntanleg skotmörk áttu að uppfylla. Þessi skilyrði áttu að tryggja sem mest tjón til þess að sýna mátt þessa nýja vopns og brjóta niður baráttuþrek óvinarins.

Minnisvarði í Híróshíma um kjarnorkusprengjuna sem varpað var á borgina að morgni 6. ágúst árið 1945. Eins og sjá má í bakgrunni hefur borgin verið endurbyggð.

Skilyrðin voru í fyrsta lagi að um væri að ræða stórt borgarsvæði, að minnsta kosti 4,8 km (3 mílur) í þvermál. Í öðru lagi að skotmarkið væri þess eðlis að sprengingin mundi valda verulegu tjóni og í þriðja lagi að ólíklegt væri að skotmarkið hefði orðið fyrir annarri árás fyrir ágústmánuð (en veðurfræðilega séð voru júlí og ágúst taldir heppilegir mánuðir til þess að beita þessu nýja vopni). Hér má taka fram að á þessum tíma gerðu Bandaríkjamenn miklar loftárásir á ýmsar borgir í Japan en til þess að geta sýnt og metið mátt kjarnorkusprengjunnar var ákjósanlegt að ekki væri búið að skemma skotmarkið of mikið áður.

Í fyrrnefndri fundargerð eru nefndir nokkrir staðir sem rætt var um sem möguleg skotmörk út frá þeim skilyrðum sem lögð voru til grundvallar. Þetta voru:
  • Kýótó sem hafði verið höfuðborg Japan til ársins 1868. Þar var einnig mikil miðstöð iðnaðar, mennta og menningar.
  • Híróshíma sem var mikilvæg iðnaðar- og hafnarborg. Hún var hernaðarlega mikilvæg því þar voru höfuðstöðvar þess hluta hersins sem stjórnaði landvörnum fyrir suðurhluta Japan. Landslagið í og við borgina var talið auka áhrif sprengingarinnar.
  • Yókóhama, iðnaðarborg sem hafði öðlast aukið mikilvægi fyrir Japani eftir miklar loftárásir Bandaríkjamanna á Tókýó.
  • Kókúra þar sem var ein mesta hergagnaframleiðsla Japana og mesta vopnabúr þeirra. Staðhættir þóttu ákjósanlegir til þess að hámarka áhrif sprengingarinnar.
  • Niigata, hafnarborg sem hafði fengið aukið vægi eftir því sem aðrar hafnarborgir höfðu orðið fyrir tjóni vegna loftárása. Þar var einnig að finna olíuhreinsistöð.

Einnig var rætt um keisarahöllina sem mögulegt skotmark en niðurstaðan var að einbeita sér að fyrstu fjórum kostunum. Seint í júlí var Kýótó svo tekin af listanum sem mögulegt skotmark og hafnarborgin Nagasakí sett á listann í staðinn.

Hafnarborgin Nagasakí en þar var seinni kjarnorkusprengjunni varpað um hádegi 9. ágúst árið 1945.

Svo fór að þegar kom að því að velja skotmark fyrir fyrstu sprengjuna var Híróshíma fyrsta val, en til vara voru borgirnar Kókúra og Nagasakí ef veðuraðstæður leyfðu ekki árás á þá fyrstnefndu. Áætlunin gekk hins vegar eins og lagt hafði verið upp með og kl. 8:15 að morgni 6. ágúst var sprengjunni Litla strák (e. Little Boy) varpað á borgina. Seinni sprengjunni átti að varpa á borgina Kókúra þann 11. ágúst en var flýtt um tvo daga, til 9. ágúst, vegna slæms veðurútlits. Þegar sprengjuvélin kom yfir borgina var skyggni hins vegar það slæmt að ekki þótti heppilegt að sleppa sprengjunni. Því var flogið að varaskotmarkinu sem var Nagasakí. Þar var sprengjunni Feiti maður (e. Fat Man) sleppt kl. 11:02.

Heimildir:

Myndir:


Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Hvers vegna var kjarnorkusprengjunum varpað á Híróshíma og Nagasakí? Hvenær gerðist þetta?
  • Hvenær var sprengjum varpað á Híróshíma og Nagasakí?
  • Klukkan hvað var kjarnorkusprengjunni varpað á Híróshíma?

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

7.8.2015

Spyrjandi

Kolbrún Jónsdóttir, Hafsteinn Jóhannsson, Snorri Tómasson, Jóhanna Ósk, Tryggvi Ragnarsson

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Af hverju völdu Bandaríkjamenn Híróshíma og Nagasakí sem skotmörk?“ Vísindavefurinn, 7. ágúst 2015. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=13522.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2015, 7. ágúst). Af hverju völdu Bandaríkjamenn Híróshíma og Nagasakí sem skotmörk? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=13522

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Af hverju völdu Bandaríkjamenn Híróshíma og Nagasakí sem skotmörk?“ Vísindavefurinn. 7. ágú. 2015. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=13522>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju völdu Bandaríkjamenn Híróshíma og Nagasakí sem skotmörk?
Þann 6. ágúst 1945 var kjarnorkuvopnum beitt í fyrsta skipti þegar Bandaríkjamenn vörpuðu sprengju á japönsku borgina Híróshíma. Þremur dögum síðar var sprengju varpað á borgina Nagasakí.

Vorið 1945 var staðan í seinni heimsstyrjöldinni sú að stríðinu við Þjóðverja var lokið en Japanir neituðu að gefast upp. Bandaríkjamenn undirbjuggu innrás í Japan en reiknuðu með gríðarlegu mannfalli á báða bóga, enda börðust Japanir jafnan til síðasta manns. Í þónokkur ár höfðu vísindamenn unnið að þróun og smíði kjarnorkusprengju og í júlí 1945 sprengdu Bandaríkjamenn fyrstu tilraunasprengjuna. Þar var komið vopn sem hægt var að beita til þess að neyða Japani til uppgjafar.

Leit að álitlegum skotmörkum hófst reyndar talsvert áður en tilraunasprengingin var framkvæmd. Að mörgu var að hyggja og voru ýmsir sérfræðingar fengnir að málinu hermálayfirvöldum til aðstoðar. Í fundargerð nefndar sem um málið fjallaði í maí 1945 má sjá þau þrjú skilyrði sem væntanleg skotmörk áttu að uppfylla. Þessi skilyrði áttu að tryggja sem mest tjón til þess að sýna mátt þessa nýja vopns og brjóta niður baráttuþrek óvinarins.

Minnisvarði í Híróshíma um kjarnorkusprengjuna sem varpað var á borgina að morgni 6. ágúst árið 1945. Eins og sjá má í bakgrunni hefur borgin verið endurbyggð.

Skilyrðin voru í fyrsta lagi að um væri að ræða stórt borgarsvæði, að minnsta kosti 4,8 km (3 mílur) í þvermál. Í öðru lagi að skotmarkið væri þess eðlis að sprengingin mundi valda verulegu tjóni og í þriðja lagi að ólíklegt væri að skotmarkið hefði orðið fyrir annarri árás fyrir ágústmánuð (en veðurfræðilega séð voru júlí og ágúst taldir heppilegir mánuðir til þess að beita þessu nýja vopni). Hér má taka fram að á þessum tíma gerðu Bandaríkjamenn miklar loftárásir á ýmsar borgir í Japan en til þess að geta sýnt og metið mátt kjarnorkusprengjunnar var ákjósanlegt að ekki væri búið að skemma skotmarkið of mikið áður.

Í fyrrnefndri fundargerð eru nefndir nokkrir staðir sem rætt var um sem möguleg skotmörk út frá þeim skilyrðum sem lögð voru til grundvallar. Þetta voru:
  • Kýótó sem hafði verið höfuðborg Japan til ársins 1868. Þar var einnig mikil miðstöð iðnaðar, mennta og menningar.
  • Híróshíma sem var mikilvæg iðnaðar- og hafnarborg. Hún var hernaðarlega mikilvæg því þar voru höfuðstöðvar þess hluta hersins sem stjórnaði landvörnum fyrir suðurhluta Japan. Landslagið í og við borgina var talið auka áhrif sprengingarinnar.
  • Yókóhama, iðnaðarborg sem hafði öðlast aukið mikilvægi fyrir Japani eftir miklar loftárásir Bandaríkjamanna á Tókýó.
  • Kókúra þar sem var ein mesta hergagnaframleiðsla Japana og mesta vopnabúr þeirra. Staðhættir þóttu ákjósanlegir til þess að hámarka áhrif sprengingarinnar.
  • Niigata, hafnarborg sem hafði fengið aukið vægi eftir því sem aðrar hafnarborgir höfðu orðið fyrir tjóni vegna loftárása. Þar var einnig að finna olíuhreinsistöð.

Einnig var rætt um keisarahöllina sem mögulegt skotmark en niðurstaðan var að einbeita sér að fyrstu fjórum kostunum. Seint í júlí var Kýótó svo tekin af listanum sem mögulegt skotmark og hafnarborgin Nagasakí sett á listann í staðinn.

Hafnarborgin Nagasakí en þar var seinni kjarnorkusprengjunni varpað um hádegi 9. ágúst árið 1945.

Svo fór að þegar kom að því að velja skotmark fyrir fyrstu sprengjuna var Híróshíma fyrsta val, en til vara voru borgirnar Kókúra og Nagasakí ef veðuraðstæður leyfðu ekki árás á þá fyrstnefndu. Áætlunin gekk hins vegar eins og lagt hafði verið upp með og kl. 8:15 að morgni 6. ágúst var sprengjunni Litla strák (e. Little Boy) varpað á borgina. Seinni sprengjunni átti að varpa á borgina Kókúra þann 11. ágúst en var flýtt um tvo daga, til 9. ágúst, vegna slæms veðurútlits. Þegar sprengjuvélin kom yfir borgina var skyggni hins vegar það slæmt að ekki þótti heppilegt að sleppa sprengjunni. Því var flogið að varaskotmarkinu sem var Nagasakí. Þar var sprengjunni Feiti maður (e. Fat Man) sleppt kl. 11:02.

Heimildir:

Myndir:


Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Hvers vegna var kjarnorkusprengjunum varpað á Híróshíma og Nagasakí? Hvenær gerðist þetta?
  • Hvenær var sprengjum varpað á Híróshíma og Nagasakí?
  • Klukkan hvað var kjarnorkusprengjunni varpað á Híróshíma?
...