Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvað er inni í Kaaba í Mekka?

EMB

Kaaba eða Ka'bah er steinkassi eða steinhús í miðri al-Haram-moskunni í Mekka. Ka'bah gegnir heilögu hlutverki hjá múslimum, enda telja þeir að Abraham hafi byggt það. Svarti steinninn í Mekka, sem einnig er heilagur, er greyptur í austurhorn Ka'bah. Þegar farið er í pílagrímsferð (hajj) til Mekka er nauðsynlegt að ganga kringum Ka'bah sjö sinnum og kyssa svarta steininn. Hverjum múslima ber að fara að minnsta kosti eins slíka pílagrímsferð á ævinni.

Það er í átt að Ka'bah sem múslimar beygja sig þegar þeir biðja fimm sinnum á dag. Þessi heilaga átt er kölluð qibla og moskur múslima um allan heim eru byggðar með tilliti til hennar. Ýmsar aðferðir hafa verið þróaðar frá upphafi Islam, eða síðustu 13-14 aldirnar, til að finna qibla frá mismunandi stöðum á jarðkringlunni. Um er að ræða aðferðir byggðar á stærðfræði og stjörnufræði og ýmiss konar tæki eins og til dæmis sérstakan qibla-áttavita.

Ka'bah er um 12 metrar á hæð og gólfflötur að innanverðu er 117 fermetrar. Það er byggt úr gráum steini og marmara en er mestan hluta ársins hulið svörtu klæði.

Inni í Ka'bah eru tvær eða þrjár súlur sem halda þakinu uppi, lítið borð og nokkrir lampar. Gólf og veggir eru úr marmara.

Heimildir:

Britannica.com

Sound Vision, bandarískt vefsetur á vegum múslima.

David A. King (1985). „The Sacred Direction in Islam: A Study of Interaction of Religion and Science in the Middle Ages”. Interdisciplinary Science Reviews, 10, nr. 4.

Myndin er fengin af heimasíðu Barböru R. von Schlegell, lektors í trúarbragðafræðum við Pennsylvaníuháskóla.

Höfundur

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði

Útgáfudagur

15.3.2001

Spyrjandi

Guðmundur Traustason

Tilvísun

EMB. „Hvað er inni í Kaaba í Mekka?“ Vísindavefurinn, 15. mars 2001. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1382.

EMB. (2001, 15. mars). Hvað er inni í Kaaba í Mekka? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1382

EMB. „Hvað er inni í Kaaba í Mekka?“ Vísindavefurinn. 15. mar. 2001. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1382>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er inni í Kaaba í Mekka?
Kaaba eða Ka'bah er steinkassi eða steinhús í miðri al-Haram-moskunni í Mekka. Ka'bah gegnir heilögu hlutverki hjá múslimum, enda telja þeir að Abraham hafi byggt það. Svarti steinninn í Mekka, sem einnig er heilagur, er greyptur í austurhorn Ka'bah. Þegar farið er í pílagrímsferð (hajj) til Mekka er nauðsynlegt að ganga kringum Ka'bah sjö sinnum og kyssa svarta steininn. Hverjum múslima ber að fara að minnsta kosti eins slíka pílagrímsferð á ævinni.

Það er í átt að Ka'bah sem múslimar beygja sig þegar þeir biðja fimm sinnum á dag. Þessi heilaga átt er kölluð qibla og moskur múslima um allan heim eru byggðar með tilliti til hennar. Ýmsar aðferðir hafa verið þróaðar frá upphafi Islam, eða síðustu 13-14 aldirnar, til að finna qibla frá mismunandi stöðum á jarðkringlunni. Um er að ræða aðferðir byggðar á stærðfræði og stjörnufræði og ýmiss konar tæki eins og til dæmis sérstakan qibla-áttavita.

Ka'bah er um 12 metrar á hæð og gólfflötur að innanverðu er 117 fermetrar. Það er byggt úr gráum steini og marmara en er mestan hluta ársins hulið svörtu klæði.

Inni í Ka'bah eru tvær eða þrjár súlur sem halda þakinu uppi, lítið borð og nokkrir lampar. Gólf og veggir eru úr marmara.

Heimildir:

Britannica.com

Sound Vision, bandarískt vefsetur á vegum múslima.

David A. King (1985). „The Sacred Direction in Islam: A Study of Interaction of Religion and Science in the Middle Ages”. Interdisciplinary Science Reviews, 10, nr. 4.

Myndin er fengin af heimasíðu Barböru R. von Schlegell, lektors í trúarbragðafræðum við Pennsylvaníuháskóla.

...