Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Af hverju hefur sápa þau áhrif á hveri að þeir gjósa?

Sigurður Steinþórsson

Gos í hverum stafar af hvellsuðu - rúmmálið eykst skyndilega 1800 sinnum þegar vatnið breytist í gufu. Til að hvellsuða geti orðið þarf vatnið að yfirhitna, nefnilega hitna yfir suðumark sitt, en jafnframt þarf það að yfirvinna yfirborðsspennu til að mynda gufubólur. Hér kemur sápan inn í myndina, því hún lækkar yfirborðsspennu vatnsins þannig að minni yfirhitunar er þörf en ella til að suða geti orðið.

Tökum dæmi af Geysi: Heitt vatn streymir inn í neðri hluta pípunnar og stígur upp á við vegna iðustreymis. Suðumark vatnsins er háð þrýstingi, þannig að 110°C heitt vatn er við suðumark á 5 m dýpi, þar fyrir neðan er það undir suðumarki en yfir suðumarki á minna dýpi. Skilyrði fyrir gosi eru þau að á tilteknu dýpi nái uppstreymisvatnið yfir suðumark sitt, það hvellsjóði og þeyti af sér vatnssúlunni fyrir ofan. Við það lækkar skyndilega þrýstingurinn á súlunni undir, sem þá hvellsýður, og þannig koll af kolli.

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

23.3.2001

Spyrjandi

Erla Dóra Gísladóttir

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Af hverju hefur sápa þau áhrif á hveri að þeir gjósa?“ Vísindavefurinn, 23. mars 2001. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1407.

Sigurður Steinþórsson. (2001, 23. mars). Af hverju hefur sápa þau áhrif á hveri að þeir gjósa? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1407

Sigurður Steinþórsson. „Af hverju hefur sápa þau áhrif á hveri að þeir gjósa?“ Vísindavefurinn. 23. mar. 2001. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1407>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju hefur sápa þau áhrif á hveri að þeir gjósa?
Gos í hverum stafar af hvellsuðu - rúmmálið eykst skyndilega 1800 sinnum þegar vatnið breytist í gufu. Til að hvellsuða geti orðið þarf vatnið að yfirhitna, nefnilega hitna yfir suðumark sitt, en jafnframt þarf það að yfirvinna yfirborðsspennu til að mynda gufubólur. Hér kemur sápan inn í myndina, því hún lækkar yfirborðsspennu vatnsins þannig að minni yfirhitunar er þörf en ella til að suða geti orðið.

Tökum dæmi af Geysi: Heitt vatn streymir inn í neðri hluta pípunnar og stígur upp á við vegna iðustreymis. Suðumark vatnsins er háð þrýstingi, þannig að 110°C heitt vatn er við suðumark á 5 m dýpi, þar fyrir neðan er það undir suðumarki en yfir suðumarki á minna dýpi. Skilyrði fyrir gosi eru þau að á tilteknu dýpi nái uppstreymisvatnið yfir suðumark sitt, það hvellsjóði og þeyti af sér vatnssúlunni fyrir ofan. Við það lækkar skyndilega þrýstingurinn á súlunni undir, sem þá hvellsýður, og þannig koll af kolli. ...