Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Hver var Bríet Bjarnhéðinsdóttir og hvert var framlag hennar til kvenréttindabaráttu á Íslandi?

Sigríður Th. Erlendsdóttir og Auður Styrkársdóttir

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Ég er að gera ritgerð um kosningabaráttu kvenna og Bríeti Bjarnhéðinsdóttur en mér gengur svolítið illa. Getið þið sent mér einhverjar upplýsingar um þetta?

Bríet Bjarnhéðinsdóttir stóð í mörgu gegnum ævina: Hún stofnaði og ritstýrði Kvennablaðinu, átti frumkvæði að stofnun Kvenréttindafélags Íslands, Verkakvennafélagsins Framsóknar og Lestrarfélags kvenna í Reykjavík. Hennar er helst minnst fyrir baráttuna fyrir kosningarétti kvenna.

Bríet fæddist 27. september árið 1856 að Haukagili í Vatnsdal en flutti á 4. aldursári að Böðvarshólum í Vesturhópi og ólst þar upp elst fjögurra systkina sem upp komust. Seint á lífsleiðinni gaf hún foreldrum sínum þessa einkunn:

Ég hef verið lánsöm alla mína æfi. Ég átti góða foreldra, þótt mér virtist þau eða faðir minn stundum hörð. Hann kenndi mér fyrst að hugsa, að vilja vera sjálfbjarga, áreiðanleg og sannorð. Þessar grundvallar lífsreglur fengum við með okkur í veganesti heiman að, og okkur systkinunum öllum hefir orðið gott af þeim.

Þegar Bríet var á fermingaraldri missti móðir hennar heilsuna og lá rúmföst árum saman. Það féll í hlut elstu stúlkunnar að veita heimilinu forstöðu. Henni varð snemma ljóst misrétti kynjanna. Sextán ára gömul skrifaði hún niður hugleiðingar sínar um mismuninn á möguleikum og kjörum drengja og stúlkna. Þetta varð stofninn að blaðagrein sem birtist í Fjallkonunni sumarið 1885 undir heitinu „Nokkur orð um menntun og réttindi kvenna“. Greinin var undirrituð „Æsa“, en Bríet upplýsti síðar um höfundinn. Þetta var fyrsta greinin sem birtist í íslensku blaði eftir konu um misrétti kynjanna.

Bríet Bjarnhéðinsdóttir (1856-1940).

Veturinn 1877-1878 sótti Bríet Kvennaskólann að Laugalandi í Eyjafirði og var það eina skólaganga hennar. Reyndar var hún heppin því örfáar stúlkur höfðu efni á að sækja hina nýstofnuðu kvennaskóla, sem voru einu framhaldsskólarnir sem stóðu stúlkum til boða á þessum tíma. Alla ævi reyndi hún að auka við menntun sína og hún náði góðum árangri í Norðurlandamálum og nokkrum í enskri tungu. Hana dreymdi um menntun en sá þann draum ekki rætast. Sonardóttir hennar segir að hún hafi aldrei beðið þess bætur.[1]

Í lok desember 1887 hélt Bríet Bjarnhéðinsdóttir opinberan fyrirlestur í Reykjavík fyrir fullu húsi, fyrst kvenna. Engin skipulögð hreyfing var að baki, hún tókst á við baráttuna ein á báti. Eitt kvenfélag hafði verið stofnað í Reykjavík, Thorvaldsensfélagið, en það einbeitti sér að líknarmálum. Greinilegt er að Bríet hafði kynnt sér bók John Stuart Mills um Kúgun kvenna sem kom út í Englandi 1869 og Georg Brandes þýddi sama ár á dönsku því að hún vitnaði í þá báða í fyrirlestrinum. Hún fjallaði um það sem hún þekkti best, uppeldi og menntunarleysi kvenna almennt og launakjör vinnukvenna sérstaklega og sagði að hugsunarhátturinn þyrfti að breytast.[2]

Bríet giftist Valdimar Ásmundssyni haustið 1888. Þau eignuðust tvö börn, Laufeyju, f. 1890 og Héðin, f. 1892. Valdimar var ritstjóri blaðsins Fjallkonan, frjálslyndur og víðsýnn maður sem Bríet fann mikinn styrk í. Hún gat að eigin sögn borið allt undir hann og „skýrðist þá allt betur“, eins og hún komst að orði.[3]

Vorið 1891 keyptu Bríet og Valdimar hús að Þingholtsstræti 18. Húsið varð starfsvettvangur Bríetar og þar átti hún heima alla ævi. Árið 1894 var Hið íslenska kvenfélag stofnað í Reykjavík og var Bríet einn stofnfélaga. Það hafði fyrst félaga kosningarétt og kjörgengi kvenna á stefnuskrá. En áhugi Bríetar á kvenréttindamálum var ekki áberandi í blaði hennar; Kvennablaðinu, sem hún og Valdimar hófu að gefa út árið 1895. Þar skrifaði hún mest um barnauppeldi, matargerð, handavinnu, garðrækt og heilsugæslu.

Valdimar féll frá vorið 1902 og stóð þá Bríet uppi ekkja með tvö börn. Hún var 45 ára og starfið sem hún varð þekktust fyrir enn ekki hafið. Þáttaskil urðu í lífi hennar sumarið 1904 þegar hún lagði land undir fót og hélt í sex mánaða ferð til Norðurlanda. Henni opnaðist nýr heimur við fyrstu kynni af stórborgum og ferðin hafði gríðarleg áhrif á hana. Mest er um vert að þarna kynntist hún skipulagðri kvenréttindabaráttu sem vöktu upp hugsjónir um að stofna baráttusamtök hér heima. Bandaríska kvenréttindakonan, Carrie Chapman Catt bauð henni að sækja alþjóðaþing kvenréttindafélaga í Kaupmannahöfn í júlí 1906. Hún fór utan peningalítil og umboðslaus og kom til baka gallhörð kvenréttindakona og brann í skinninu eftir að efna til samtaka til að berjast fyrir kosningarétti íslenskra kvenna. Þau tengsl sem komust á milli Bríetar og erlendra kvenna, sem ruddu brautina, skiptu miklu máli fyrir þróun kvenréttindabaráttunnar hér á landi á fyrstu áratugum 20. aldar og gera enn. Hún fékk fulltrúaréttindi, málfrelsi og atkvæðisrétt, en aðeins einu sinni áður hafði Ísland hlotið viðurkennda sjálfstæða aðild að alþjóðasamtökum. Það var Hvítabandið 1896.

Bríeti Bjarnhéðinsdóttur gaf út og ritstýrið Kvennablaðinu á árunum 1895-1919. Þar skrifað hún fyrst um margvísleg hagsmunamál kvenna, barnauppeldi, matargerð, handavinnu, garðrækt og heilsugæslu en kom kvenréttindum smám saman að.

Stofnun Kvenréttindafélags Íslands er beint framhald af ferð Bríetar sumarið 1906. Stofnendur voru 15 konur, giftar og ógiftar, og komu úr umhverfi þar sem pólitískur áhugi var ríkjandi og fimm dagblöð sem gefin voru út í Reykjavík um þær mundir tengdust þeim. Það er skemmst frá því að segja að fyrstu tveir áratugirnir í sögu félagsins voru blómaskeið í íslenskri kvennabaráttu og sett voru lög sem hlotið hafa sérstakan sess í sögu íslenskra kvenna sem mikilvæg spor á leið til jafnréttis. Ber þar hæst jafnrétti í menntunarmálum 1911 og kosningarétt og kjörgengi til Alþingis 1915. Með stofnun félagsins hófst skipulögð kvenréttindahreyfing hér á landi með Bríeti í broddi fylkingar.

Bríet andaðist 16. mars 1940, 84 ára gömul. Enginn einn Íslendingur átti meiri þátt í því að íslenskar konur fengu lagalegt jafnrétti á við karla. Hún ruddi brautina, mótaði stefnuna og stjórnaði sjálf baráttunni.

En hvers minntist hún sjáf? Hvað stendur uppúr af langri ævi? Þetta fannst henni sjálfri mest um vert:[4]

Ég hef verið lánsöm alla mína æfi. Ég átti góða foreldra, þótt mér virtist þau eða faðir minn stundum hörð. Hann kenndi mér fyrst að hugsa, að vilja vera sjálfbjarga, áreiðanleg og sannorð. Þessar grundvallar lífsreglur fengum við með okkur í veganesti heiman að, og okkur systkinunum öllum hefir orðið gott af þeim.

Ég eignaðist gáfaðan, góðan og merkilegan mann sem var mér betri en nokkur önnur manneskja sem ég hefi þekt og sem mér þótti svo vænt um sem mér hefir ekki þótt um neina aðra manneskju, þótt ég á hinn bóginn væri ekki blind fyrir göllum hans. Krítikin hefir alltaf verið svo ofarlega í mér. Ég held að engin staða gæti átt betur við mig en blaðamannanna. Það má því segja að ég kæmist á mína réttu hillu.

Ég hefi eignast góð og sérlega mannvænleg börn. Það er ekki oftalað þótt ég segi það sjálf, að þau hafa af öllum verið talin gáfuð og efnileg. Héðinn segja allir að sé með afbrigðum duglegur. Hann tók næstbesta hagfræðipróf við Kaupmannahafnarháskóla 1917 sem tekið hafði verið þar nokkurntíma. Aðeins einn maður tveimur tröppum hærra. Og Laufey er ekki síður gáfuð en hann. En hún er ekki eins járndugleg og ekki heldur eins heilsugóð...

Mér hafa blessast mín litlu efni svo vel að ég hefi komist hjálparlaust af, og altaf haft heldur gott líf og þægilegt heimili, þó lúxusinn hafi aldrei verið mikill. Við höfum haft nægilegt fæði og klæði og húsakynni góð og börn mín fengið þá bestu menntun sem fáanleg hefir verið hér á landi og í Kaupmannahöfn... Í bæjarstjórn Reykjavíkur hefi ég verið í 10 ár og líka 10 ár í skólanefnd bæjarins...

Ýmislegt hefir um mig verið talað, en aldrei neitt óheiðarlegt. Um alt hitt er mér sama. Eðlilegt að krítik hitti þá sem víða koma við. Svo hefi ég haft þann galla (ásamt sjálfsagt ýmsum fleiri) að ég hefi jafnan haft svör á reiðum höndum, og ekki ætíð þægileg. Það eykur ekki vinsældir.

Eins og þú sér hefir guð gefið mér mikla hamingju. Mestu hamingjuna tel ég góðan eiginmann og sérlega vel gefin, góð og reglusöm börn. Næst þessu tel ég það hvað mér hefir blessast vel að minni litlu mentun. Eg veit varla hvernig við sumar manneskjurnar náum í ýmsa þá hæfileika, þekkingu og þroska sem við eignumst á lífsleiðinni. Mér finst við vera svona eins og fuglarnir, sem tína saman stráin og hárin hvaðanæfa í hreiðrin sín, og fræin og kornin handa ungunum sínum. Við vitum varla hvaðan við fengum þetta alt. Það er alt saman óverðskulduð hamingja sem mig hafði aldrei dreymt um.

Tilvísanir:
  1. ^ Bríet Héðinsdóttir: Strá í hreiðrið. Bók um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur. Rv. 1988, s. 25.
  2. ^ Bríet Bjarnhéðinsdóttir: Fyrirlestur um hagi og réttindi kvenna. Rv. 1888.
  3. ^ Sigríður Th. Erlendsdóttir Veröld sem ég vil. Saga Kvenréttindafélags Íslands 1907-1992. Rv. 1993, s. 46.
  4. ^ Úr bréfi til Sigurðar Jónssonar, Víðidal, Kanada, 7. febrúar 1931, þá 75 ára.

Myndir:


Þetta svar er stytt útgáfa af pistli eftir Sigríður Th. Erlendsdóttir sem ber heitið Bríet Bjarnhéðinsdóttir — æviferill og finna má á vef Kvennasögusafns Íslands. Upphaflega er um að ræða erindi flutt á málþingi um Bríeti þann 29. september 2006 sem Kvennasögusafn Íslands og Rannsóknastofa í kvennafræðum stóðu fyrir til að minnast þess að 150 ár voru liðin frá fæðingu Bríetar.

Höfundar

Auður Styrkársdóttir

forstöðumaður Kvennasögusafns Íslands

Útgáfudagur

13.10.2014

Spyrjandi

Adda Árnadóttir

Tilvísun

Sigríður Th. Erlendsdóttir og Auður Styrkársdóttir. „Hver var Bríet Bjarnhéðinsdóttir og hvert var framlag hennar til kvenréttindabaráttu á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 13. október 2014. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=14257.

Sigríður Th. Erlendsdóttir og Auður Styrkársdóttir. (2014, 13. október). Hver var Bríet Bjarnhéðinsdóttir og hvert var framlag hennar til kvenréttindabaráttu á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=14257

Sigríður Th. Erlendsdóttir og Auður Styrkársdóttir. „Hver var Bríet Bjarnhéðinsdóttir og hvert var framlag hennar til kvenréttindabaráttu á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 13. okt. 2014. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=14257>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver var Bríet Bjarnhéðinsdóttir og hvert var framlag hennar til kvenréttindabaráttu á Íslandi?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Ég er að gera ritgerð um kosningabaráttu kvenna og Bríeti Bjarnhéðinsdóttur en mér gengur svolítið illa. Getið þið sent mér einhverjar upplýsingar um þetta?

Bríet Bjarnhéðinsdóttir stóð í mörgu gegnum ævina: Hún stofnaði og ritstýrði Kvennablaðinu, átti frumkvæði að stofnun Kvenréttindafélags Íslands, Verkakvennafélagsins Framsóknar og Lestrarfélags kvenna í Reykjavík. Hennar er helst minnst fyrir baráttuna fyrir kosningarétti kvenna.

Bríet fæddist 27. september árið 1856 að Haukagili í Vatnsdal en flutti á 4. aldursári að Böðvarshólum í Vesturhópi og ólst þar upp elst fjögurra systkina sem upp komust. Seint á lífsleiðinni gaf hún foreldrum sínum þessa einkunn:

Ég hef verið lánsöm alla mína æfi. Ég átti góða foreldra, þótt mér virtist þau eða faðir minn stundum hörð. Hann kenndi mér fyrst að hugsa, að vilja vera sjálfbjarga, áreiðanleg og sannorð. Þessar grundvallar lífsreglur fengum við með okkur í veganesti heiman að, og okkur systkinunum öllum hefir orðið gott af þeim.

Þegar Bríet var á fermingaraldri missti móðir hennar heilsuna og lá rúmföst árum saman. Það féll í hlut elstu stúlkunnar að veita heimilinu forstöðu. Henni varð snemma ljóst misrétti kynjanna. Sextán ára gömul skrifaði hún niður hugleiðingar sínar um mismuninn á möguleikum og kjörum drengja og stúlkna. Þetta varð stofninn að blaðagrein sem birtist í Fjallkonunni sumarið 1885 undir heitinu „Nokkur orð um menntun og réttindi kvenna“. Greinin var undirrituð „Æsa“, en Bríet upplýsti síðar um höfundinn. Þetta var fyrsta greinin sem birtist í íslensku blaði eftir konu um misrétti kynjanna.

Bríet Bjarnhéðinsdóttir (1856-1940).

Veturinn 1877-1878 sótti Bríet Kvennaskólann að Laugalandi í Eyjafirði og var það eina skólaganga hennar. Reyndar var hún heppin því örfáar stúlkur höfðu efni á að sækja hina nýstofnuðu kvennaskóla, sem voru einu framhaldsskólarnir sem stóðu stúlkum til boða á þessum tíma. Alla ævi reyndi hún að auka við menntun sína og hún náði góðum árangri í Norðurlandamálum og nokkrum í enskri tungu. Hana dreymdi um menntun en sá þann draum ekki rætast. Sonardóttir hennar segir að hún hafi aldrei beðið þess bætur.[1]

Í lok desember 1887 hélt Bríet Bjarnhéðinsdóttir opinberan fyrirlestur í Reykjavík fyrir fullu húsi, fyrst kvenna. Engin skipulögð hreyfing var að baki, hún tókst á við baráttuna ein á báti. Eitt kvenfélag hafði verið stofnað í Reykjavík, Thorvaldsensfélagið, en það einbeitti sér að líknarmálum. Greinilegt er að Bríet hafði kynnt sér bók John Stuart Mills um Kúgun kvenna sem kom út í Englandi 1869 og Georg Brandes þýddi sama ár á dönsku því að hún vitnaði í þá báða í fyrirlestrinum. Hún fjallaði um það sem hún þekkti best, uppeldi og menntunarleysi kvenna almennt og launakjör vinnukvenna sérstaklega og sagði að hugsunarhátturinn þyrfti að breytast.[2]

Bríet giftist Valdimar Ásmundssyni haustið 1888. Þau eignuðust tvö börn, Laufeyju, f. 1890 og Héðin, f. 1892. Valdimar var ritstjóri blaðsins Fjallkonan, frjálslyndur og víðsýnn maður sem Bríet fann mikinn styrk í. Hún gat að eigin sögn borið allt undir hann og „skýrðist þá allt betur“, eins og hún komst að orði.[3]

Vorið 1891 keyptu Bríet og Valdimar hús að Þingholtsstræti 18. Húsið varð starfsvettvangur Bríetar og þar átti hún heima alla ævi. Árið 1894 var Hið íslenska kvenfélag stofnað í Reykjavík og var Bríet einn stofnfélaga. Það hafði fyrst félaga kosningarétt og kjörgengi kvenna á stefnuskrá. En áhugi Bríetar á kvenréttindamálum var ekki áberandi í blaði hennar; Kvennablaðinu, sem hún og Valdimar hófu að gefa út árið 1895. Þar skrifaði hún mest um barnauppeldi, matargerð, handavinnu, garðrækt og heilsugæslu.

Valdimar féll frá vorið 1902 og stóð þá Bríet uppi ekkja með tvö börn. Hún var 45 ára og starfið sem hún varð þekktust fyrir enn ekki hafið. Þáttaskil urðu í lífi hennar sumarið 1904 þegar hún lagði land undir fót og hélt í sex mánaða ferð til Norðurlanda. Henni opnaðist nýr heimur við fyrstu kynni af stórborgum og ferðin hafði gríðarleg áhrif á hana. Mest er um vert að þarna kynntist hún skipulagðri kvenréttindabaráttu sem vöktu upp hugsjónir um að stofna baráttusamtök hér heima. Bandaríska kvenréttindakonan, Carrie Chapman Catt bauð henni að sækja alþjóðaþing kvenréttindafélaga í Kaupmannahöfn í júlí 1906. Hún fór utan peningalítil og umboðslaus og kom til baka gallhörð kvenréttindakona og brann í skinninu eftir að efna til samtaka til að berjast fyrir kosningarétti íslenskra kvenna. Þau tengsl sem komust á milli Bríetar og erlendra kvenna, sem ruddu brautina, skiptu miklu máli fyrir þróun kvenréttindabaráttunnar hér á landi á fyrstu áratugum 20. aldar og gera enn. Hún fékk fulltrúaréttindi, málfrelsi og atkvæðisrétt, en aðeins einu sinni áður hafði Ísland hlotið viðurkennda sjálfstæða aðild að alþjóðasamtökum. Það var Hvítabandið 1896.

Bríeti Bjarnhéðinsdóttur gaf út og ritstýrið Kvennablaðinu á árunum 1895-1919. Þar skrifað hún fyrst um margvísleg hagsmunamál kvenna, barnauppeldi, matargerð, handavinnu, garðrækt og heilsugæslu en kom kvenréttindum smám saman að.

Stofnun Kvenréttindafélags Íslands er beint framhald af ferð Bríetar sumarið 1906. Stofnendur voru 15 konur, giftar og ógiftar, og komu úr umhverfi þar sem pólitískur áhugi var ríkjandi og fimm dagblöð sem gefin voru út í Reykjavík um þær mundir tengdust þeim. Það er skemmst frá því að segja að fyrstu tveir áratugirnir í sögu félagsins voru blómaskeið í íslenskri kvennabaráttu og sett voru lög sem hlotið hafa sérstakan sess í sögu íslenskra kvenna sem mikilvæg spor á leið til jafnréttis. Ber þar hæst jafnrétti í menntunarmálum 1911 og kosningarétt og kjörgengi til Alþingis 1915. Með stofnun félagsins hófst skipulögð kvenréttindahreyfing hér á landi með Bríeti í broddi fylkingar.

Bríet andaðist 16. mars 1940, 84 ára gömul. Enginn einn Íslendingur átti meiri þátt í því að íslenskar konur fengu lagalegt jafnrétti á við karla. Hún ruddi brautina, mótaði stefnuna og stjórnaði sjálf baráttunni.

En hvers minntist hún sjáf? Hvað stendur uppúr af langri ævi? Þetta fannst henni sjálfri mest um vert:[4]

Ég hef verið lánsöm alla mína æfi. Ég átti góða foreldra, þótt mér virtist þau eða faðir minn stundum hörð. Hann kenndi mér fyrst að hugsa, að vilja vera sjálfbjarga, áreiðanleg og sannorð. Þessar grundvallar lífsreglur fengum við með okkur í veganesti heiman að, og okkur systkinunum öllum hefir orðið gott af þeim.

Ég eignaðist gáfaðan, góðan og merkilegan mann sem var mér betri en nokkur önnur manneskja sem ég hefi þekt og sem mér þótti svo vænt um sem mér hefir ekki þótt um neina aðra manneskju, þótt ég á hinn bóginn væri ekki blind fyrir göllum hans. Krítikin hefir alltaf verið svo ofarlega í mér. Ég held að engin staða gæti átt betur við mig en blaðamannanna. Það má því segja að ég kæmist á mína réttu hillu.

Ég hefi eignast góð og sérlega mannvænleg börn. Það er ekki oftalað þótt ég segi það sjálf, að þau hafa af öllum verið talin gáfuð og efnileg. Héðinn segja allir að sé með afbrigðum duglegur. Hann tók næstbesta hagfræðipróf við Kaupmannahafnarháskóla 1917 sem tekið hafði verið þar nokkurntíma. Aðeins einn maður tveimur tröppum hærra. Og Laufey er ekki síður gáfuð en hann. En hún er ekki eins járndugleg og ekki heldur eins heilsugóð...

Mér hafa blessast mín litlu efni svo vel að ég hefi komist hjálparlaust af, og altaf haft heldur gott líf og þægilegt heimili, þó lúxusinn hafi aldrei verið mikill. Við höfum haft nægilegt fæði og klæði og húsakynni góð og börn mín fengið þá bestu menntun sem fáanleg hefir verið hér á landi og í Kaupmannahöfn... Í bæjarstjórn Reykjavíkur hefi ég verið í 10 ár og líka 10 ár í skólanefnd bæjarins...

Ýmislegt hefir um mig verið talað, en aldrei neitt óheiðarlegt. Um alt hitt er mér sama. Eðlilegt að krítik hitti þá sem víða koma við. Svo hefi ég haft þann galla (ásamt sjálfsagt ýmsum fleiri) að ég hefi jafnan haft svör á reiðum höndum, og ekki ætíð þægileg. Það eykur ekki vinsældir.

Eins og þú sér hefir guð gefið mér mikla hamingju. Mestu hamingjuna tel ég góðan eiginmann og sérlega vel gefin, góð og reglusöm börn. Næst þessu tel ég það hvað mér hefir blessast vel að minni litlu mentun. Eg veit varla hvernig við sumar manneskjurnar náum í ýmsa þá hæfileika, þekkingu og þroska sem við eignumst á lífsleiðinni. Mér finst við vera svona eins og fuglarnir, sem tína saman stráin og hárin hvaðanæfa í hreiðrin sín, og fræin og kornin handa ungunum sínum. Við vitum varla hvaðan við fengum þetta alt. Það er alt saman óverðskulduð hamingja sem mig hafði aldrei dreymt um.

Tilvísanir:
  1. ^ Bríet Héðinsdóttir: Strá í hreiðrið. Bók um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur. Rv. 1988, s. 25.
  2. ^ Bríet Bjarnhéðinsdóttir: Fyrirlestur um hagi og réttindi kvenna. Rv. 1888.
  3. ^ Sigríður Th. Erlendsdóttir Veröld sem ég vil. Saga Kvenréttindafélags Íslands 1907-1992. Rv. 1993, s. 46.
  4. ^ Úr bréfi til Sigurðar Jónssonar, Víðidal, Kanada, 7. febrúar 1931, þá 75 ára.

Myndir:


Þetta svar er stytt útgáfa af pistli eftir Sigríður Th. Erlendsdóttir sem ber heitið Bríet Bjarnhéðinsdóttir — æviferill og finna má á vef Kvennasögusafns Íslands. Upphaflega er um að ræða erindi flutt á málþingi um Bríeti þann 29. september 2006 sem Kvennasögusafn Íslands og Rannsóknastofa í kvennafræðum stóðu fyrir til að minnast þess að 150 ár voru liðin frá fæðingu Bríetar.

...