Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hver er stærsta flugvél í heiminum?

Trausti Sæmundsson

Ein af heimsins stærstu flugvélum er herflutningaflugvélin C-5 Galaxy og er hún svipað löng og einn fótboltavöllur. Hún vegur 226.346 kg og getur borið að hámarki 122.472 kg. Vélin getur komist upp í 828 kílómetra hraða. Flugvélin er 19,84 metra há eða eins og 6 hæða hús, 75,3 metra löng og hefur 67,89 metra vænghaf. Til eru tvær tegundir af svona vélum; C-5A og C-5B. C-5A er 32 ára en C-5B 21 árs.

Heimild:

Vefsetur bandaríska flughersins (US Air Force).

Myndin er fengin á sömu síðu.

Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Eftir að þetta svar birtist var okkur bent á aðra flugvél sem sagt er að sé sú stærsta í heiminum. Hún var framleidd í Úkraínu 1988 og heitir Antonov An-225 Mriya. An-225 var hönnuð til þess að bera mjög stóra hluti, sérstaklega Buran-geimskutlu Sovétríkjanna. Hún vegur 350 tonn og getur mest borið 250 tonn. Vænghafið er 88,4 metrar, lengdin 84 en AN-225 er aðeins lægri en Galaxy eða 18,2 metrar.

Lengi vel stóð hún ónotuð en nýlega hafa ýmis flugfélög í Evrópu og Ameríku sýnt því áhuga að nota hana og framleiða fleiri svipaðar í samvinnu við framleiðandann, Antonov. (Ritstjórn)

Mynd og heimild: Veniks web og fleiri.

Höfundur

grunnskólanemi

Útgáfudagur

3.4.2001

Spyrjandi

Stefán Páll Jónsson, f. 1988

Tilvísun

Trausti Sæmundsson. „Hver er stærsta flugvél í heiminum?“ Vísindavefurinn, 3. apríl 2001. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1458.

Trausti Sæmundsson. (2001, 3. apríl). Hver er stærsta flugvél í heiminum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1458

Trausti Sæmundsson. „Hver er stærsta flugvél í heiminum?“ Vísindavefurinn. 3. apr. 2001. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1458>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er stærsta flugvél í heiminum?

Ein af heimsins stærstu flugvélum er herflutningaflugvélin C-5 Galaxy og er hún svipað löng og einn fótboltavöllur. Hún vegur 226.346 kg og getur borið að hámarki 122.472 kg. Vélin getur komist upp í 828 kílómetra hraða. Flugvélin er 19,84 metra há eða eins og 6 hæða hús, 75,3 metra löng og hefur 67,89 metra vænghaf. Til eru tvær tegundir af svona vélum; C-5A og C-5B. C-5A er 32 ára en C-5B 21 árs.

Heimild:

Vefsetur bandaríska flughersins (US Air Force).

Myndin er fengin á sömu síðu.

Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Eftir að þetta svar birtist var okkur bent á aðra flugvél sem sagt er að sé sú stærsta í heiminum. Hún var framleidd í Úkraínu 1988 og heitir Antonov An-225 Mriya. An-225 var hönnuð til þess að bera mjög stóra hluti, sérstaklega Buran-geimskutlu Sovétríkjanna. Hún vegur 350 tonn og getur mest borið 250 tonn. Vænghafið er 88,4 metrar, lengdin 84 en AN-225 er aðeins lægri en Galaxy eða 18,2 metrar.

Lengi vel stóð hún ónotuð en nýlega hafa ýmis flugfélög í Evrópu og Ameríku sýnt því áhuga að nota hana og framleiða fleiri svipaðar í samvinnu við framleiðandann, Antonov. (Ritstjórn)

Mynd og heimild: Veniks web og fleiri....