Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Af hverju eru sum hænuegg brún og önnur hvít?

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

Litur hænueggs fer eftir afbrigði hænunnar sem verpir því. Til eru mörg mismunandi afbrigði af hænsnum með mismunandi einkenni. Litur eggjaskurnar ræðst af erfðum og virðist haldast í hendur við lit eyrnasnepla. Almenna reglan er að hænur með hvíta eyrnasnepla verpa eggjum með hvítri skurn og hænur með rauða eyrnasnepla verpa eggjum með brúnni skurn. Hvítfiðraðar hænur hafa alltaf hvíta eyrnasnepla en hinar rauð- eða brúnfiðruðu geta ýmist haft hvíta eða rauða eyrnasnepla.

Brúni liturinn kemur til af litarefni sem myndast í legi hænunnar á lokastigi eggmyndunarinnar. Aðeins ysti hluti skurnarinnar litast og hægt er að ná litnum af, til dæmis með því að leggja eggið í edik.

Brúni liturinn á hænueggjum kemur til af litarefni sem myndast í legi hænunnar á lokastigi eggmyndunarinnar. Almenna reglan er að hænur með hvíta eyrnasnepla verpa eggjum með hvítri skurn og hænur með rauða eyrnasnepla verpa eggjum með brúnni skurn.

Víða í Evrópu eru brún egg algengari en hvít og dökkar hænur þá væntanlega algengari að sama skapi. Í Bandaríkjunum eru hvítu eggin algengari, trúlega vegna þess að þau hafa notið meiri vinsælda og eftirspurnin því meiri, en eggjalitur mun þó vera svæðisbundinn þar.

Þrátt fyrir að hvít og brún hænuegg séu algengust geta þau haft aðra liti. Þannig verpa sum hænsnaafbrigði, til dæmis Araucana-afbrigðið og fleiri, bláleitum eða grænleitum eggjum. Hænsn sem verpa eggjum í slíkum litum eru stundum kölluð páskaeggjahænsn.

Margir standa í þeirri trú að brún egg séu hollari en hvít, líkt og heilhveiti er hollara en hvítt hveiti, brún hrísgrjón hollari en hvít, og svo framvegis. Þetta er misskilningur; næringargildi hvítra og brúnna eggja mun vera nákvæmlega hið sama.

Þar sem við höfum verið að birta svolítið af svokölluðum föstudagssvörum að undanförnu er rétt að taka fram að þetta er ekki eitt af þeim. Þetta er „alveg hreina satt“ með eyrnasneplana; öllum heimildum ber saman um það. Hænsn hafa sem sagt eyrnasnepla þótt þau hafi ekki ytra eyra að öðru leyti.

Heimildir og fróðlegir tenglar:

Mynd:

Upprunalega spurningin var:
Hvers vegna eru eggin á Íslandi bara hvít, en erlendis oftast brún?

Höfundur

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði

Útgáfudagur

11.4.2001

Spyrjandi

Iben Sonne

Tilvísun

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Af hverju eru sum hænuegg brún og önnur hvít?“ Vísindavefurinn, 11. apríl 2001. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1493.

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. (2001, 11. apríl). Af hverju eru sum hænuegg brún og önnur hvít? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1493

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Af hverju eru sum hænuegg brún og önnur hvít?“ Vísindavefurinn. 11. apr. 2001. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1493>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru sum hænuegg brún og önnur hvít?
Litur hænueggs fer eftir afbrigði hænunnar sem verpir því. Til eru mörg mismunandi afbrigði af hænsnum með mismunandi einkenni. Litur eggjaskurnar ræðst af erfðum og virðist haldast í hendur við lit eyrnasnepla. Almenna reglan er að hænur með hvíta eyrnasnepla verpa eggjum með hvítri skurn og hænur með rauða eyrnasnepla verpa eggjum með brúnni skurn. Hvítfiðraðar hænur hafa alltaf hvíta eyrnasnepla en hinar rauð- eða brúnfiðruðu geta ýmist haft hvíta eða rauða eyrnasnepla.

Brúni liturinn kemur til af litarefni sem myndast í legi hænunnar á lokastigi eggmyndunarinnar. Aðeins ysti hluti skurnarinnar litast og hægt er að ná litnum af, til dæmis með því að leggja eggið í edik.

Brúni liturinn á hænueggjum kemur til af litarefni sem myndast í legi hænunnar á lokastigi eggmyndunarinnar. Almenna reglan er að hænur með hvíta eyrnasnepla verpa eggjum með hvítri skurn og hænur með rauða eyrnasnepla verpa eggjum með brúnni skurn.

Víða í Evrópu eru brún egg algengari en hvít og dökkar hænur þá væntanlega algengari að sama skapi. Í Bandaríkjunum eru hvítu eggin algengari, trúlega vegna þess að þau hafa notið meiri vinsælda og eftirspurnin því meiri, en eggjalitur mun þó vera svæðisbundinn þar.

Þrátt fyrir að hvít og brún hænuegg séu algengust geta þau haft aðra liti. Þannig verpa sum hænsnaafbrigði, til dæmis Araucana-afbrigðið og fleiri, bláleitum eða grænleitum eggjum. Hænsn sem verpa eggjum í slíkum litum eru stundum kölluð páskaeggjahænsn.

Margir standa í þeirri trú að brún egg séu hollari en hvít, líkt og heilhveiti er hollara en hvítt hveiti, brún hrísgrjón hollari en hvít, og svo framvegis. Þetta er misskilningur; næringargildi hvítra og brúnna eggja mun vera nákvæmlega hið sama.

Þar sem við höfum verið að birta svolítið af svokölluðum föstudagssvörum að undanförnu er rétt að taka fram að þetta er ekki eitt af þeim. Þetta er „alveg hreina satt“ með eyrnasneplana; öllum heimildum ber saman um það. Hænsn hafa sem sagt eyrnasnepla þótt þau hafi ekki ytra eyra að öðru leyti.

Heimildir og fróðlegir tenglar:

Mynd:

Upprunalega spurningin var:
Hvers vegna eru eggin á Íslandi bara hvít, en erlendis oftast brún?
...