Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvað eru margar froskategundir til á Íslandi og í heiminum?

Jón Már Halldórsson

Hér er einnig svarað skyldum spurningum frá sama spyrjanda: Hvað eiga froskar mörg afkvæmi? Hvar og á hverju lifa þeir? Í hvaða bókum er eitthvað um froska? Hvað verða froskar stórir?

Froskar, ásamt körtum, tilheyra ættbálknum Anura. Mynd hér að neðan sýnir flokkunarfræðilegan skyldleika froskdýra.



Innan ættbálksins Anura hafa fundist 3.483 tegundir en hér á Íslandi lifir engin tegund úr þessum ættbálki villt.



Stærsta tegund froska er Golíatfroskurinn (Conraua goliath) í Vestur-Afríku sem verður 30 cm á lengd. Hins vegar er brasilíska tegundin Psyllophryne didactyla sú minnsta eða 9,8 mm á lengd.

Algengasta fæða froska er skordýr, aðrar liðfætlur og ormar en nokkrar tegundir éta aðra froska, nagdýr og skriðdýr.

Mjög breytilegt er milli tegunda hversu mörgum eggjum froskar verpa. Norður-ameríski bolafroskurinn (Rana catesbeiana) er talinn framleiða mest af eggjum eða allt að 10.000 egg. Egg þessarar tegundar fljóta á vatni eins og nokkurs konar filma. Svona tilhögun er mjög hentug því bæði haldast eggin rök og um leið leikur nægjanlegt súrefni um þau. Þessi aðferð er algeng meðal trjáfroska í hitabeltishluta Ameríku, sérstaklega froska af ættinni Hylidae.

Algengast er að froskar verpi fáeinum þúsundum eggja. Fæst eru eggin um 200 hjá nokkrum tegundum sem verpa eggjum í straumvötn upp til fjalla. Tegundir innan ættkvíslarinnar Nectophrynoides eru þær einu innan ættbálksins sem verpa ekki eggjum heldur fæða unga.

Froskar eru útbreiddir um allan heim en flestar tegundir eru á regnskógarsvæðunum og er Amason-svæðið einstaklega tegundaauðugt. Tegundum fer síðan fækkandi eftir því sem lengra er farið frá þessum svæðum. Sem dæmi um tegundafjölda má nefna að á einu svæði í Ecuador, við ein upptök Amason stórfljótsins, eru 84 tegundir froska. Það er sami fjöldi og finnst í öllum Bandaríkjunum. Tegundum fer einnig fækkandi með aukinni hæð en þó er hægt að rekast á tegundir í Suður-Ameríku í 4.500 metra hæð. Nokkrar tegundir froska lifa norðan við heimskautsbaug, í Kanada, Alaska og Síberíu. Allar eru þær af ættkvíslinni Rana. Froska er að finna í öllum heimsálfunum nema á Suðurskautslandinu.

Lítið er um bækur í íslenskum bókabúðum sem fjalla einvörðungu um froska en hægt er að benda á bókasöfn Náttúrufræðistofnunar og Líffræðistofnunar. Einnig má benda á netbókabúðir, til dæmis amazon.com sem selja fjölmarga titla um allt sem snýr að froskum.

Neðri myndin sýnir Golíatfrosk. Takið eftir armbandsúrinu. Myndin er fengin hjá Britannicu.com

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

24.4.2001

Spyrjandi

Hilmar Á. Björnsson, f. 1986

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru margar froskategundir til á Íslandi og í heiminum?“ Vísindavefurinn, 24. apríl 2001. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1527.

Jón Már Halldórsson. (2001, 24. apríl). Hvað eru margar froskategundir til á Íslandi og í heiminum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1527

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru margar froskategundir til á Íslandi og í heiminum?“ Vísindavefurinn. 24. apr. 2001. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1527>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru margar froskategundir til á Íslandi og í heiminum?

Hér er einnig svarað skyldum spurningum frá sama spyrjanda: Hvað eiga froskar mörg afkvæmi? Hvar og á hverju lifa þeir? Í hvaða bókum er eitthvað um froska? Hvað verða froskar stórir?

Froskar, ásamt körtum, tilheyra ættbálknum Anura. Mynd hér að neðan sýnir flokkunarfræðilegan skyldleika froskdýra.



Innan ættbálksins Anura hafa fundist 3.483 tegundir en hér á Íslandi lifir engin tegund úr þessum ættbálki villt.



Stærsta tegund froska er Golíatfroskurinn (Conraua goliath) í Vestur-Afríku sem verður 30 cm á lengd. Hins vegar er brasilíska tegundin Psyllophryne didactyla sú minnsta eða 9,8 mm á lengd.

Algengasta fæða froska er skordýr, aðrar liðfætlur og ormar en nokkrar tegundir éta aðra froska, nagdýr og skriðdýr.

Mjög breytilegt er milli tegunda hversu mörgum eggjum froskar verpa. Norður-ameríski bolafroskurinn (Rana catesbeiana) er talinn framleiða mest af eggjum eða allt að 10.000 egg. Egg þessarar tegundar fljóta á vatni eins og nokkurs konar filma. Svona tilhögun er mjög hentug því bæði haldast eggin rök og um leið leikur nægjanlegt súrefni um þau. Þessi aðferð er algeng meðal trjáfroska í hitabeltishluta Ameríku, sérstaklega froska af ættinni Hylidae.

Algengast er að froskar verpi fáeinum þúsundum eggja. Fæst eru eggin um 200 hjá nokkrum tegundum sem verpa eggjum í straumvötn upp til fjalla. Tegundir innan ættkvíslarinnar Nectophrynoides eru þær einu innan ættbálksins sem verpa ekki eggjum heldur fæða unga.

Froskar eru útbreiddir um allan heim en flestar tegundir eru á regnskógarsvæðunum og er Amason-svæðið einstaklega tegundaauðugt. Tegundum fer síðan fækkandi eftir því sem lengra er farið frá þessum svæðum. Sem dæmi um tegundafjölda má nefna að á einu svæði í Ecuador, við ein upptök Amason stórfljótsins, eru 84 tegundir froska. Það er sami fjöldi og finnst í öllum Bandaríkjunum. Tegundum fer einnig fækkandi með aukinni hæð en þó er hægt að rekast á tegundir í Suður-Ameríku í 4.500 metra hæð. Nokkrar tegundir froska lifa norðan við heimskautsbaug, í Kanada, Alaska og Síberíu. Allar eru þær af ættkvíslinni Rana. Froska er að finna í öllum heimsálfunum nema á Suðurskautslandinu.

Lítið er um bækur í íslenskum bókabúðum sem fjalla einvörðungu um froska en hægt er að benda á bókasöfn Náttúrufræðistofnunar og Líffræðistofnunar. Einnig má benda á netbókabúðir, til dæmis amazon.com sem selja fjölmarga titla um allt sem snýr að froskum.

Neðri myndin sýnir Golíatfrosk. Takið eftir armbandsúrinu. Myndin er fengin hjá Britannicu.com...