Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvað gerist þegar jöklar hopa?

Sigurður Steinþórsson

Sveinn Pálsson læknir (um 1800) er talinn hafa áttað sig á eðli skriðjökla fyrstur manna í heiminum - að þeir síga fram eins og seigfljótandi massi, en undir þrýstingi hegðar ís sér "plastískt". Þannig eru skriðjöklar eins konar afrennsli jöklanna; þeir bera ísinn, sem féll á jökulinn í formi snævar, niður á láglendi þar sem hann bráðnar. Þegar skriðjökull er í jafnvægi, það er að segja að hann hopar hvorki né sækir fram, er bráðnunin í jafnvægi við framskriðið, þegar hann hopar er bráðnun hraðari en framskriðið, og hið gagnstæða þegar hann sækir fram.

Ef engar breytingar yrðu í loftslagi, þar með talinni ákomu á jökulinn, mundi hver skriðjökull finna sér sitt jafnvægisástand eða -stöðu sem breyttist ekkert í áranna rás. Loftslagsbreytingar valda því hins vegar að jöklarnir sveiflast, og "litla ísöldin" sem svo er nefnd, olli því að skriðjöklarnir á Íslandi náðu mestu útbreiðslu síðustu 10.000 ára skömmu fyrir aldamótin 1900. (Um loftslag á Íslandi, sjá til dæmis Söguatlas, 1. bindi bls. 22). Þegar Þorvaldur Thoroddsen jarðfræðingur fór um Skaftafellssýslu kringum 1890 munaði ekki nema um 100 metrum að Breiðamerkurjökull næði í sjó fram. Frá því fyrir 1930 hefur hins vegar ríkt góðæri á Íslandi í veðurfari, svipað því sem var þegar landið var numið fyrir 1100 árum, og þá er sennilegt að jöklarnir hafi verið svipaðir og nú, eða jafnvel ennþá minni.

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

5.6.2001

Spyrjandi

Rannveig Garðarsdóttir

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvað gerist þegar jöklar hopa?“ Vísindavefurinn, 5. júní 2001. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1677.

Sigurður Steinþórsson. (2001, 5. júní). Hvað gerist þegar jöklar hopa? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1677

Sigurður Steinþórsson. „Hvað gerist þegar jöklar hopa?“ Vísindavefurinn. 5. jún. 2001. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1677>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað gerist þegar jöklar hopa?
Sveinn Pálsson læknir (um 1800) er talinn hafa áttað sig á eðli skriðjökla fyrstur manna í heiminum - að þeir síga fram eins og seigfljótandi massi, en undir þrýstingi hegðar ís sér "plastískt". Þannig eru skriðjöklar eins konar afrennsli jöklanna; þeir bera ísinn, sem féll á jökulinn í formi snævar, niður á láglendi þar sem hann bráðnar. Þegar skriðjökull er í jafnvægi, það er að segja að hann hopar hvorki né sækir fram, er bráðnunin í jafnvægi við framskriðið, þegar hann hopar er bráðnun hraðari en framskriðið, og hið gagnstæða þegar hann sækir fram.

Ef engar breytingar yrðu í loftslagi, þar með talinni ákomu á jökulinn, mundi hver skriðjökull finna sér sitt jafnvægisástand eða -stöðu sem breyttist ekkert í áranna rás. Loftslagsbreytingar valda því hins vegar að jöklarnir sveiflast, og "litla ísöldin" sem svo er nefnd, olli því að skriðjöklarnir á Íslandi náðu mestu útbreiðslu síðustu 10.000 ára skömmu fyrir aldamótin 1900. (Um loftslag á Íslandi, sjá til dæmis Söguatlas, 1. bindi bls. 22). Þegar Þorvaldur Thoroddsen jarðfræðingur fór um Skaftafellssýslu kringum 1890 munaði ekki nema um 100 metrum að Breiðamerkurjökull næði í sjó fram. Frá því fyrir 1930 hefur hins vegar ríkt góðæri á Íslandi í veðurfari, svipað því sem var þegar landið var numið fyrir 1100 árum, og þá er sennilegt að jöklarnir hafi verið svipaðir og nú, eða jafnvel ennþá minni....