Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Er hægt að vita hvort mann er að dreyma?

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

Þessu hafa ýmsir velt fyrir sér, meðal annars heimspekingurinn René Descartes (1596-1650) í riti sínu Hugleiðingar um frumspeki. Descartes varpar fram þeirri hugmynd að hugsanlegt sé að hann sé bara að dreyma eða að kannski sé illur andi að beita hann stöðugum blekkingum og hlutirnir kringum hann séu ekki til í raun og veru.

Fleiri hliðstæð dæmi hafa verið búin til, meðal annars frásögn Hilary Putnam af heila í fati á tilraunastofu sem tengdur er við tæki og heldur að hann sé maður sem hreyfir sig. Annað frægt og nýlegt dæmi er svo kvikmyndin Matrix (sjá svar Atla Harðarsonar við spurningunni Er möguleiki að okkar raunveruleiki sé draumsýn eða jafnvel skapaður veruleiki, samanber kvikmyndina The Matrix?).

Sú kenning að við getum hvorki vitað eitt né neitt, eins og til dæmis það hvort hlutirnir kringum okkur eru til í raun og veru eða hvort þeir eru kannski allt öðruvísi en okkur sýnast þeir vera, er kölluð efahyggja („skepticism”). Efahyggja getur verið misvíðtæk og víðtækasta útgáfan er það að telja að þekking sé yfirleitt ekki möguleg. Oft beinist efahyggja að afmörkuðum sviðum, til dæmis þekkingu á efnisheiminum, þekkingu á guði eða þekkingu á öðrum vitsmunaverum en manni sjálfum.

Efahyggjuna má rekja aftur til Forn-Grikkja og heimspekingurinn Pyrron (um 365-270 f. Kr.) er gjarnan kallaður faðir efahyggjunnar. Á seinni tímum hefur efahyggjan haft mikil áhrif á það svið innan heimspekinnar sem kallast þekkingarfræði og segja má að mikilvægur þáttur í þekkingarfræði síðari helmings 20. aldar hafi snúist um möguleikann á svörum við efahyggju.

Descartes var enginn alvöru efahyggjumaður þótt efahyggja sé oft tengd honum og jafnvel talað um „kartesískan efa”. Eftir að hafa lýst hinum víðtæka efa sínum kemst hann smám saman að þeirri niðurstöðu að honum sé óhætt að treysta skilningarvitum sínum þar sem algóð, alfullkomin guðleg vera hljóti að vera til og sú mundi ekki leyfa að hann yrði blekktur svona. Ekki hafa þó allir sannfærst af þeim rökum sem Descartes setur þarna fram og enn í dag má finna heimspekinga sem telja að við getum ekki vitað hvort okkur er að dreyma.

Efahyggjumaðurinn efast ekki um það hvernig hann upplifir hlutina. Sá sem aðhyllist efahyggju um efnisheiminn samsinnir því að upplifanir hans séu eins og stólar, borð, klettar og hús væru allt í kring um hann. Hann bendir hins vegar á að ef til dæmis illur andi væri að blekkja hann eða hann væri alltaf að dreyma, væru upplifanir hans nákvæmlega eins og þær væru ef stólarnir, borðin, klettarnir og húsin væru þarna í raun og veru. Og þar sem hann kemst aldrei út úr sínum eigin upplifunum sé engin leið fyrir hann til að komast að því hvort hann sé bara heili í fati eða hvort það sem hann upplifir endurspeglar raunveruleikann.

Ýmsir hafa orðið til þess að setja fram rök gegn efahyggju og þar ber ef til vill hæst svokölluð yfirskilvitleg rök (e. „transcendental arguments”). Slík rök ganga út á að sýna fram á að það sem efast er um sé nauðsynleg forsenda einhvers sem enginn efast um.

Yfirskilvitleg rök eru gjarnan kennd við heimspekinginn Immanuel Kant (1724-1804) þótt hann hafi líklega ekki verið sá fyrsti sem beitti slíkum rökum. Kant sagði til dæmis í Gagnrýni hreinnar skynsemi, að vitund okkar um eigin tilveru í tímaröð (sem enginn ætti að geta efast um) sé ekki möguleg nema til komi vitund um hluti sem staðsettir eru utan okkar í rúmi. Með öðrum orðum hljótum við að hafa vitund um efnislega hluti því að annars gætum við ekki vitað af okkur sjálfum sem við augljóslega gerum. Þessi rök hans eru kölluð afsönnun hughyggjunnar.

Yfirskilvitleg rök virðast því sett fram sem beint andsvar við efahyggju. Efahyggjusinninn getur ekki efast um eigin tilvist og upplifanir og hann samþykkir að hann hafi vitund um sjálfan sig í ákveðinni tímaröð (hvort sem tímaröðin er svo rétt eða ekki). Ef það er rétt að þessi vitund um eigin tilveru feli í sér vitund um efnislega hluti hefur efahyggja um efnisheiminn verið hrakin þar sem efahyggjusinninn neyðist til að viðurkenna að hann viti af tilvist efnislegra hluta sem er í mótsögn við efahyggjuna; að ómögulegt sé að vita hvort efnislegir hlutir séu til.

Margir telja þó að yfirskilvitleg rök dugi ekki til að hrekja efahyggju. Þeir mundu til dæmis svara rökum Kants þannig að rétt geti verið að vitund um eigin tilvist í tímaröð feli í sér að við upplifum heiminn eins og þar séu efnislegir hlutir í kring um okkur. Það geti sagt okkur ýmislegt um hugsun okkar en það dugi hins vegar ekki til að sýna fram á að veruleikinn sé í raun og veru á þann veg sem við upplifum hann.

Eitt af því sem huga þarf að þegar efahyggju ber á góma er hvað átt er við með því að vita. Hvaða skilyrði þarf hugarástand mitt að uppfylla til að hægt sé að segja að ég viti hvort mig er að dreyma? Er eitthvað fleira en hugarástand mitt sem þarf að uppfylla einhver skilyrði; er um einhver „ytri” skilyrði að ræða líka? Ef svo er, hvernig get ég vitað hvort þessi ytri skilyrði hafa verið uppfyllt?

Ef sú krafa er til dæmis gerð að ég geti sannað fullyrðingu með ótvíræðum hætti til að ég geti leyft mér að segja að ég viti að hún sé sönn verður niðurstaðan sú að við getum aldrei vitað neitt nema það sem fellur undir rökfræði og stærðfræði. Það fyndist sumum efahyggjusinnum sjálfsagt rétt og eðlileg niðurstaða en öðrum fyndist slík skilgreining á að vita óþarflega þröng. Ef þessi þrönga skilgreining ætti að standa þyrftum við til dæmis að gjörbreyta notkun okkar á orðinu. Við gætum ekki sagst vita hvar við ættum heima (hvernig gætum við sannað að okkur misminni ekki?), hvað tærnar á okkur séu margar (gætum við sannað að við höfum ekki talið vitlaust?) eða jafnvel hvað við heitum.

Aðrir hafa svo spurt hvort það að vita að okkur sé ekki að dreyma þurfi að fela það í sér að við vitum að við vitum að okkur sé ekki að dreyma og langar og miklar umræður hafa sprottið upp um það efni.

Niðurstaðan hér verður því sú að við getum líklega aldrei sannað að okkur sé ekki að dreyma. Þá er átt við að sanna í ströngum skilningi þess, það er að bókstaflega óhugsandi sé að það gæti reynst rangt. Hins vegar má vel vera að við getum vitað að okkur sé ekki að dreyma en það fer kannski ekki síst eftir því hvað við eigum við með að vita.

Heimildir:

Descartes, René (1641), [Hugleiðingar um frumspeki/Meditationes de prima philosophia], Meditations on First Philosophy: With Selections from the Objections and Replies., (ritstj.) B. Williams, Cambridge: Cambridge University Press, 1996.

Kant, Immanuel (1787), [Gagnrýni hreinnar skynsemi/Critik der reinen Vernuft], Critique of Pure Reason, (þýð.) J.M. Meiklejohn, Buffalo, NY: Prometheus Books, 1990.

Stern, Robert ritstj. (2000), Transcendental arguments: Problems and Prospects, Oxford: Oxford University Press.

Stroud, Barry (1984), The Significance of Philosophical Scepticism, Oxford: Oxford University Press.

Sjá einnig:

Mynd af René Descartes, frá 1649, eftir hollenska málarann Franz Hals. Þetta málverk er að finna á Louvre-safninu í París.

Höfundur

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði

Útgáfudagur

26.6.2001

Spyrjandi

Aron Kári Kristófersson, f. 1990

Tilvísun

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Er hægt að vita hvort mann er að dreyma?“ Vísindavefurinn, 26. júní 2001. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1745.

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. (2001, 26. júní). Er hægt að vita hvort mann er að dreyma? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1745

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Er hægt að vita hvort mann er að dreyma?“ Vísindavefurinn. 26. jún. 2001. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1745>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er hægt að vita hvort mann er að dreyma?
Þessu hafa ýmsir velt fyrir sér, meðal annars heimspekingurinn René Descartes (1596-1650) í riti sínu Hugleiðingar um frumspeki. Descartes varpar fram þeirri hugmynd að hugsanlegt sé að hann sé bara að dreyma eða að kannski sé illur andi að beita hann stöðugum blekkingum og hlutirnir kringum hann séu ekki til í raun og veru.

Fleiri hliðstæð dæmi hafa verið búin til, meðal annars frásögn Hilary Putnam af heila í fati á tilraunastofu sem tengdur er við tæki og heldur að hann sé maður sem hreyfir sig. Annað frægt og nýlegt dæmi er svo kvikmyndin Matrix (sjá svar Atla Harðarsonar við spurningunni Er möguleiki að okkar raunveruleiki sé draumsýn eða jafnvel skapaður veruleiki, samanber kvikmyndina The Matrix?).

Sú kenning að við getum hvorki vitað eitt né neitt, eins og til dæmis það hvort hlutirnir kringum okkur eru til í raun og veru eða hvort þeir eru kannski allt öðruvísi en okkur sýnast þeir vera, er kölluð efahyggja („skepticism”). Efahyggja getur verið misvíðtæk og víðtækasta útgáfan er það að telja að þekking sé yfirleitt ekki möguleg. Oft beinist efahyggja að afmörkuðum sviðum, til dæmis þekkingu á efnisheiminum, þekkingu á guði eða þekkingu á öðrum vitsmunaverum en manni sjálfum.

Efahyggjuna má rekja aftur til Forn-Grikkja og heimspekingurinn Pyrron (um 365-270 f. Kr.) er gjarnan kallaður faðir efahyggjunnar. Á seinni tímum hefur efahyggjan haft mikil áhrif á það svið innan heimspekinnar sem kallast þekkingarfræði og segja má að mikilvægur þáttur í þekkingarfræði síðari helmings 20. aldar hafi snúist um möguleikann á svörum við efahyggju.

Descartes var enginn alvöru efahyggjumaður þótt efahyggja sé oft tengd honum og jafnvel talað um „kartesískan efa”. Eftir að hafa lýst hinum víðtæka efa sínum kemst hann smám saman að þeirri niðurstöðu að honum sé óhætt að treysta skilningarvitum sínum þar sem algóð, alfullkomin guðleg vera hljóti að vera til og sú mundi ekki leyfa að hann yrði blekktur svona. Ekki hafa þó allir sannfærst af þeim rökum sem Descartes setur þarna fram og enn í dag má finna heimspekinga sem telja að við getum ekki vitað hvort okkur er að dreyma.

Efahyggjumaðurinn efast ekki um það hvernig hann upplifir hlutina. Sá sem aðhyllist efahyggju um efnisheiminn samsinnir því að upplifanir hans séu eins og stólar, borð, klettar og hús væru allt í kring um hann. Hann bendir hins vegar á að ef til dæmis illur andi væri að blekkja hann eða hann væri alltaf að dreyma, væru upplifanir hans nákvæmlega eins og þær væru ef stólarnir, borðin, klettarnir og húsin væru þarna í raun og veru. Og þar sem hann kemst aldrei út úr sínum eigin upplifunum sé engin leið fyrir hann til að komast að því hvort hann sé bara heili í fati eða hvort það sem hann upplifir endurspeglar raunveruleikann.

Ýmsir hafa orðið til þess að setja fram rök gegn efahyggju og þar ber ef til vill hæst svokölluð yfirskilvitleg rök (e. „transcendental arguments”). Slík rök ganga út á að sýna fram á að það sem efast er um sé nauðsynleg forsenda einhvers sem enginn efast um.

Yfirskilvitleg rök eru gjarnan kennd við heimspekinginn Immanuel Kant (1724-1804) þótt hann hafi líklega ekki verið sá fyrsti sem beitti slíkum rökum. Kant sagði til dæmis í Gagnrýni hreinnar skynsemi, að vitund okkar um eigin tilveru í tímaröð (sem enginn ætti að geta efast um) sé ekki möguleg nema til komi vitund um hluti sem staðsettir eru utan okkar í rúmi. Með öðrum orðum hljótum við að hafa vitund um efnislega hluti því að annars gætum við ekki vitað af okkur sjálfum sem við augljóslega gerum. Þessi rök hans eru kölluð afsönnun hughyggjunnar.

Yfirskilvitleg rök virðast því sett fram sem beint andsvar við efahyggju. Efahyggjusinninn getur ekki efast um eigin tilvist og upplifanir og hann samþykkir að hann hafi vitund um sjálfan sig í ákveðinni tímaröð (hvort sem tímaröðin er svo rétt eða ekki). Ef það er rétt að þessi vitund um eigin tilveru feli í sér vitund um efnislega hluti hefur efahyggja um efnisheiminn verið hrakin þar sem efahyggjusinninn neyðist til að viðurkenna að hann viti af tilvist efnislegra hluta sem er í mótsögn við efahyggjuna; að ómögulegt sé að vita hvort efnislegir hlutir séu til.

Margir telja þó að yfirskilvitleg rök dugi ekki til að hrekja efahyggju. Þeir mundu til dæmis svara rökum Kants þannig að rétt geti verið að vitund um eigin tilvist í tímaröð feli í sér að við upplifum heiminn eins og þar séu efnislegir hlutir í kring um okkur. Það geti sagt okkur ýmislegt um hugsun okkar en það dugi hins vegar ekki til að sýna fram á að veruleikinn sé í raun og veru á þann veg sem við upplifum hann.

Eitt af því sem huga þarf að þegar efahyggju ber á góma er hvað átt er við með því að vita. Hvaða skilyrði þarf hugarástand mitt að uppfylla til að hægt sé að segja að ég viti hvort mig er að dreyma? Er eitthvað fleira en hugarástand mitt sem þarf að uppfylla einhver skilyrði; er um einhver „ytri” skilyrði að ræða líka? Ef svo er, hvernig get ég vitað hvort þessi ytri skilyrði hafa verið uppfyllt?

Ef sú krafa er til dæmis gerð að ég geti sannað fullyrðingu með ótvíræðum hætti til að ég geti leyft mér að segja að ég viti að hún sé sönn verður niðurstaðan sú að við getum aldrei vitað neitt nema það sem fellur undir rökfræði og stærðfræði. Það fyndist sumum efahyggjusinnum sjálfsagt rétt og eðlileg niðurstaða en öðrum fyndist slík skilgreining á að vita óþarflega þröng. Ef þessi þrönga skilgreining ætti að standa þyrftum við til dæmis að gjörbreyta notkun okkar á orðinu. Við gætum ekki sagst vita hvar við ættum heima (hvernig gætum við sannað að okkur misminni ekki?), hvað tærnar á okkur séu margar (gætum við sannað að við höfum ekki talið vitlaust?) eða jafnvel hvað við heitum.

Aðrir hafa svo spurt hvort það að vita að okkur sé ekki að dreyma þurfi að fela það í sér að við vitum að við vitum að okkur sé ekki að dreyma og langar og miklar umræður hafa sprottið upp um það efni.

Niðurstaðan hér verður því sú að við getum líklega aldrei sannað að okkur sé ekki að dreyma. Þá er átt við að sanna í ströngum skilningi þess, það er að bókstaflega óhugsandi sé að það gæti reynst rangt. Hins vegar má vel vera að við getum vitað að okkur sé ekki að dreyma en það fer kannski ekki síst eftir því hvað við eigum við með að vita.

Heimildir:

Descartes, René (1641), [Hugleiðingar um frumspeki/Meditationes de prima philosophia], Meditations on First Philosophy: With Selections from the Objections and Replies., (ritstj.) B. Williams, Cambridge: Cambridge University Press, 1996.

Kant, Immanuel (1787), [Gagnrýni hreinnar skynsemi/Critik der reinen Vernuft], Critique of Pure Reason, (þýð.) J.M. Meiklejohn, Buffalo, NY: Prometheus Books, 1990.

Stern, Robert ritstj. (2000), Transcendental arguments: Problems and Prospects, Oxford: Oxford University Press.

Stroud, Barry (1984), The Significance of Philosophical Scepticism, Oxford: Oxford University Press.

Sjá einnig:

Mynd af René Descartes, frá 1649, eftir hollenska málarann Franz Hals. Þetta málverk er að finna á Louvre-safninu í París.

...