Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvar og hvenær fæddist Jóhannes Kjarval?

Sólrún Ása Steinarsdóttir og Krista Sól Nielsen

Jóhannes Sveinsson Kjarval fæddist 15. október árið 1885 í Efri-Ey í Meðallandi í Skaftafellssýslu. Hann var sonur hjónanna Sveins Ingimundarsonar og Karitasar Þorsteinsdóttur Sverrissen. Fyrstu æviárin bjó hann í Efri-Ey en fjögurra ára gamall var hann sendur í fóstur til frændfólks síns í Geitavík í Borgarfirði eystra og ólst þar upp.

Jóhannes S. Kjarval (1885-1972).

Kjarval fékk snemma áhuga á myndlist og teiknaði og málaði eftir því sem aðstæður og tækifæri leyfðu. Sautján ára flutti hann til Reykjavíkur og vann þá fyrir sér með sjómennsku og ýmsum störfum í landi en sinnti myndlistinni í frítíma sínum. Hann hélt sína fyrstu myndlistasýningu árið 1908. Fljótlega upp úr því gafst honum kostur á að fara til útlanda og efla sig í list sinni. Hann fór til London með það að markmiði að komast í Konunglega listaháskólann en fékk ekki skólavist. Hann notað hins vegar tímann í London til að skoða söfn og mála. Því næst fór hann til Kaupmannahafnar þar sem hann fékk inni í Konunglega listaháskólann. Þar stundaði hann nám næstu árin og útskrifaðist í árslok 1917.

Íslenskt landslag var eitt helsta viðfangsefni Kjarvals.

Árið 1922 flutti Kjarval aftur til Íslands. Kjarval er einn frægasti málari Íslands og skildi eftir sig mörg verk. Verkin hans eru mjög ólík en gróflega má skipta myndefni hans í þrjá hluta; landslagsmyndir, mannamyndir og fantasíur.

Kjarval lést þann 13. apríl 1972. Í heimildunum hér fyrir neðan má lesa meira um ævi hans og list.

Heimildir og myndir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2014.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

23.6.2014

Spyrjandi

Anna Ragnarsdóttir

Tilvísun

Sólrún Ása Steinarsdóttir og Krista Sól Nielsen. „Hvar og hvenær fæddist Jóhannes Kjarval?“ Vísindavefurinn, 23. júní 2014. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=20441.

Sólrún Ása Steinarsdóttir og Krista Sól Nielsen. (2014, 23. júní). Hvar og hvenær fæddist Jóhannes Kjarval? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=20441

Sólrún Ása Steinarsdóttir og Krista Sól Nielsen. „Hvar og hvenær fæddist Jóhannes Kjarval?“ Vísindavefurinn. 23. jún. 2014. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=20441>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvar og hvenær fæddist Jóhannes Kjarval?
Jóhannes Sveinsson Kjarval fæddist 15. október árið 1885 í Efri-Ey í Meðallandi í Skaftafellssýslu. Hann var sonur hjónanna Sveins Ingimundarsonar og Karitasar Þorsteinsdóttur Sverrissen. Fyrstu æviárin bjó hann í Efri-Ey en fjögurra ára gamall var hann sendur í fóstur til frændfólks síns í Geitavík í Borgarfirði eystra og ólst þar upp.

Jóhannes S. Kjarval (1885-1972).

Kjarval fékk snemma áhuga á myndlist og teiknaði og málaði eftir því sem aðstæður og tækifæri leyfðu. Sautján ára flutti hann til Reykjavíkur og vann þá fyrir sér með sjómennsku og ýmsum störfum í landi en sinnti myndlistinni í frítíma sínum. Hann hélt sína fyrstu myndlistasýningu árið 1908. Fljótlega upp úr því gafst honum kostur á að fara til útlanda og efla sig í list sinni. Hann fór til London með það að markmiði að komast í Konunglega listaháskólann en fékk ekki skólavist. Hann notað hins vegar tímann í London til að skoða söfn og mála. Því næst fór hann til Kaupmannahafnar þar sem hann fékk inni í Konunglega listaháskólann. Þar stundaði hann nám næstu árin og útskrifaðist í árslok 1917.

Íslenskt landslag var eitt helsta viðfangsefni Kjarvals.

Árið 1922 flutti Kjarval aftur til Íslands. Kjarval er einn frægasti málari Íslands og skildi eftir sig mörg verk. Verkin hans eru mjög ólík en gróflega má skipta myndefni hans í þrjá hluta; landslagsmyndir, mannamyndir og fantasíur.

Kjarval lést þann 13. apríl 1972. Í heimildunum hér fyrir neðan má lesa meira um ævi hans og list.

Heimildir og myndir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2014.

...