Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hversu fjölmennt er Amish-fólkið?

Helga Sverrisdóttir

Amish-fólkið er ein grein af trúarhreyfingu mótmælenda sem kallast mennonítar. Mennonítar aftur á móti spruttu upp úr trúarhreyfingu sem aðhylltist kenningar endurskírenda (anabaptista) og kom fram kringum siðaskiptin í Evrópu. Endurskírenda-hreyfingin aðhylltist meðal annars fullorðinsskírn en ekki barnaskírn og lagði áherslu á að meðlimir hreyfingarinnar byggju einangraðir frá umheiminum.

Kaþólikkar og mótmælendur töldu að endurskírendur væru trúvillingar og voru þeir oft ofsóttir og teknir af lífi ef til þeirra náðist. Árið 1536 gekk ungur kaþólskur prestur, Menno Simons að nafni til liðs við endurskírendahreyfinguna. Hann varð fljótt leiðtogi í sérstökum hópi sem var kallaður mennonítar. Mennoníta var að finna víða í Evrópu til dæmis í Sviss, Hollandi, Þýskalandi og Elsass-héraði sem nú er í Frakklandi.

Mennonítar stunduðu oftast landbúnað og lifðu einföldu íhaldsömu lífi sem einkenndist af sparsemi, iðjusemi og guðsótta. Eingrunin frá öðru fólki gerði það að verkum að trúarhóparnir voru oft mjög samheldnir. Mennonítar höfðu mikla samkennd með sínu fólki og voru fljótir að rétta skoðanabróður eða systur hjálparhönd. Sumir trúarhópar voru þó líka fljótir að útskúfa þeim sem fylgdu ekki boðum og bönnum hópsins.

Árið 1693 klauf biskup að nafni Jacob Amman sig frá mennonítum og fylgjendur hans kölluðust Amish-fólkið. Á 17. og 18. öld flúðu flestir mennonítar ofsóknir ríkjandi trúarhópa í Evrópu. Margir settust að í Rússlandi en fleiri héldu til Austur-Pennsylvaníu í Norður-Ameríku. Talið er að fyrsti hópur Amish-fólks hafi komið til Lancaster-sýslu í Pennsylvaníu kringum 1730.

Í Bandaríkjunum og Kanada eru í dag um 50 Amish-þorp og í þeim búa um 100.000 manns. Flestir búa í Pennsylvaníu, Ohio, Indíana, Iowa, Illinois og Kansas. Um 80% Amishfólks tekur trú sína og lífsstíl mjög alvarlega og tilheyra hópi sem kallast Old Order Amish sem mætti þýða sem Amishfólk af gamla skólanum.

Amish-fólk af gamla skólanum er þekkt fyrir íhaldsemi í lífsháttum. Föt þeirra líkjast til dæmis þeim fatnaði sem fólk klæddist í sveitum meginlands Evrópu á 17. og 18. öld. Karlarnir klæðast gjarnan svörtum höttum með breiðum börðum, láta sér vaxa skegg (þó ekki yfirvaraskegg) og klæðast heimasaumuðum einföldum fötum sem eru fest saman með krókum og lykkjum en ekki tölum. Konurnar klæðast oft höttum sem bundnir eru undir höku, síðum kjólum, sjölum og svörtum sokkum og skóm. Amish-konur bera aldrei skartgripi.

En það er ekki einungis fatnaður Amish-fólkisins sem minnir á sveitir Evrópu á 17. og 18. öld því að vinnubrögðum margra þeirra svipar mjög til þess sem tíðkaðist á þeim tíma. Amish-menn eru til dæmis taldir framúrskarandi góðir bændur þó að margir þeirra vilji ekki notast við nútíma landbúnaðarvélar. Amishfólk af gamla skólanum notar heldur ekki síma eða rafljós og ferðast um í hestvögnum en ekki bílum. Amish-fólk má ekki gifta sig neinum sem ekki tilheyrir trúarhópnum og sá sem ekki fylgir boðum safnaðarins getur átt von á að verða útskúfaður. Börnin ganga yfirleitt í skóla sem er rekinn af Amish-fólkinu sjálfu en stundum sækja þau venjulega grunnskóla. Meðal Amish-fólksins er litið svo á að óþarfi sé fyrir börnin að ganga í skóla til 16 ára aldurs svo að þau eru oft látin hætta áður en þau eiga að byrja í gagnfræðaskóla (high school). Margt Amishfólk hefur komist í kast við lögin vegna þessa enda er skólaskylda í Bandaríkjunum. En dæmi eru um að foreldrar kjósi heldur að fara í fangelsi en að börn þeirra gangi menntaveginn á enda.

En nútíminn hefur haldið innreið sína í nokkur Amish-þorp. Sumstaðar er meira að segja blómstrandi ferðamannaiðnaður. Ferðamenn flykkjast til Amish-þorpana til að skoða líf og lífshætti þorpsbúa og ferðast þá gjarnan um í hestvögnum.

Mennonítar og Amish-fólk eru að mörgu leyti líkir trúarhópar. Báðir aðhyllast fullorðinsskírn en ekki barnaskírn og eru friðarsinnar. Amishfólkið neitar til dæmis að gegna herþjónustu og það kýs ekki í kosningum. Hópana tvo greinir hins vegar á um klæðaburð, notkun á nútímatækni og túlkun á Bíblíunni.

Amish-þorpunum er skipt upp í sjálfstæðar sóknir sem í eru um 75 sóknarbörn. Sóknarbörnin mega ekki vera fleiri því að guðsþjónusturnar eru haldnar í heimahúsum og ef sóknarbörnin væru fleiri kæmust þau ekki öll fyrir. Í hverri sókn er biskup, tveir til fjórir predíkarar og einn safnaðaröldungur.

Flest Amish-fólk talar þrjú tungumál. Eitt þeirra er mállýska sem kallast Pennsylvania Dutch á ensku. Pennsylvania Dutch er einhvers konar blanda af þýsku og ensku og þetta tungumál tala Amish-menn sín á milli. Nafnið Pennsylvania Dutch hljómar kannski undarlega í ljósi þess að tungumálið er blanda af þýsku og ensku en hefur lítið með hollensku að gera. Skýringin á nafngiftinni er sennilega sú að þegar fyrstu hópar Amishfólksins komu til Norður-Ameríku talaði það flest þýsku og hefur því sennilega notað orðið Deutsch (eða þýska á íslensku) en því hefur verið ruglað saman við enska orðið dutch (hollenska á íslensku) af enskumælandi fólki. Við guðsþjónustur er töluð þýska og svo tala þeir auðvitað ensku.

Sjá einnig svar við spurningunni Er Amish-fólkið gyðingatrúar?

Heimildir

Britannica Online

Encarta

Padutch.com

Íslenska Alfræðiorðabókin, Örn og Örlygur. 1990.

Myndir af Padutch.com og héðan

Höfundur

stjórnmálafræðingur, um tíma starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

14.2.2002

Spyrjandi

Elín Finnsdóttir

Tilvísun

Helga Sverrisdóttir. „Hversu fjölmennt er Amish-fólkið?“ Vísindavefurinn, 14. febrúar 2002. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2113.

Helga Sverrisdóttir. (2002, 14. febrúar). Hversu fjölmennt er Amish-fólkið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2113

Helga Sverrisdóttir. „Hversu fjölmennt er Amish-fólkið?“ Vísindavefurinn. 14. feb. 2002. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2113>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hversu fjölmennt er Amish-fólkið?
Amish-fólkið er ein grein af trúarhreyfingu mótmælenda sem kallast mennonítar. Mennonítar aftur á móti spruttu upp úr trúarhreyfingu sem aðhylltist kenningar endurskírenda (anabaptista) og kom fram kringum siðaskiptin í Evrópu. Endurskírenda-hreyfingin aðhylltist meðal annars fullorðinsskírn en ekki barnaskírn og lagði áherslu á að meðlimir hreyfingarinnar byggju einangraðir frá umheiminum.

Kaþólikkar og mótmælendur töldu að endurskírendur væru trúvillingar og voru þeir oft ofsóttir og teknir af lífi ef til þeirra náðist. Árið 1536 gekk ungur kaþólskur prestur, Menno Simons að nafni til liðs við endurskírendahreyfinguna. Hann varð fljótt leiðtogi í sérstökum hópi sem var kallaður mennonítar. Mennoníta var að finna víða í Evrópu til dæmis í Sviss, Hollandi, Þýskalandi og Elsass-héraði sem nú er í Frakklandi.

Mennonítar stunduðu oftast landbúnað og lifðu einföldu íhaldsömu lífi sem einkenndist af sparsemi, iðjusemi og guðsótta. Eingrunin frá öðru fólki gerði það að verkum að trúarhóparnir voru oft mjög samheldnir. Mennonítar höfðu mikla samkennd með sínu fólki og voru fljótir að rétta skoðanabróður eða systur hjálparhönd. Sumir trúarhópar voru þó líka fljótir að útskúfa þeim sem fylgdu ekki boðum og bönnum hópsins.

Árið 1693 klauf biskup að nafni Jacob Amman sig frá mennonítum og fylgjendur hans kölluðust Amish-fólkið. Á 17. og 18. öld flúðu flestir mennonítar ofsóknir ríkjandi trúarhópa í Evrópu. Margir settust að í Rússlandi en fleiri héldu til Austur-Pennsylvaníu í Norður-Ameríku. Talið er að fyrsti hópur Amish-fólks hafi komið til Lancaster-sýslu í Pennsylvaníu kringum 1730.

Í Bandaríkjunum og Kanada eru í dag um 50 Amish-þorp og í þeim búa um 100.000 manns. Flestir búa í Pennsylvaníu, Ohio, Indíana, Iowa, Illinois og Kansas. Um 80% Amishfólks tekur trú sína og lífsstíl mjög alvarlega og tilheyra hópi sem kallast Old Order Amish sem mætti þýða sem Amishfólk af gamla skólanum.

Amish-fólk af gamla skólanum er þekkt fyrir íhaldsemi í lífsháttum. Föt þeirra líkjast til dæmis þeim fatnaði sem fólk klæddist í sveitum meginlands Evrópu á 17. og 18. öld. Karlarnir klæðast gjarnan svörtum höttum með breiðum börðum, láta sér vaxa skegg (þó ekki yfirvaraskegg) og klæðast heimasaumuðum einföldum fötum sem eru fest saman með krókum og lykkjum en ekki tölum. Konurnar klæðast oft höttum sem bundnir eru undir höku, síðum kjólum, sjölum og svörtum sokkum og skóm. Amish-konur bera aldrei skartgripi.

En það er ekki einungis fatnaður Amish-fólkisins sem minnir á sveitir Evrópu á 17. og 18. öld því að vinnubrögðum margra þeirra svipar mjög til þess sem tíðkaðist á þeim tíma. Amish-menn eru til dæmis taldir framúrskarandi góðir bændur þó að margir þeirra vilji ekki notast við nútíma landbúnaðarvélar. Amishfólk af gamla skólanum notar heldur ekki síma eða rafljós og ferðast um í hestvögnum en ekki bílum. Amish-fólk má ekki gifta sig neinum sem ekki tilheyrir trúarhópnum og sá sem ekki fylgir boðum safnaðarins getur átt von á að verða útskúfaður. Börnin ganga yfirleitt í skóla sem er rekinn af Amish-fólkinu sjálfu en stundum sækja þau venjulega grunnskóla. Meðal Amish-fólksins er litið svo á að óþarfi sé fyrir börnin að ganga í skóla til 16 ára aldurs svo að þau eru oft látin hætta áður en þau eiga að byrja í gagnfræðaskóla (high school). Margt Amishfólk hefur komist í kast við lögin vegna þessa enda er skólaskylda í Bandaríkjunum. En dæmi eru um að foreldrar kjósi heldur að fara í fangelsi en að börn þeirra gangi menntaveginn á enda.

En nútíminn hefur haldið innreið sína í nokkur Amish-þorp. Sumstaðar er meira að segja blómstrandi ferðamannaiðnaður. Ferðamenn flykkjast til Amish-þorpana til að skoða líf og lífshætti þorpsbúa og ferðast þá gjarnan um í hestvögnum.

Mennonítar og Amish-fólk eru að mörgu leyti líkir trúarhópar. Báðir aðhyllast fullorðinsskírn en ekki barnaskírn og eru friðarsinnar. Amishfólkið neitar til dæmis að gegna herþjónustu og það kýs ekki í kosningum. Hópana tvo greinir hins vegar á um klæðaburð, notkun á nútímatækni og túlkun á Bíblíunni.

Amish-þorpunum er skipt upp í sjálfstæðar sóknir sem í eru um 75 sóknarbörn. Sóknarbörnin mega ekki vera fleiri því að guðsþjónusturnar eru haldnar í heimahúsum og ef sóknarbörnin væru fleiri kæmust þau ekki öll fyrir. Í hverri sókn er biskup, tveir til fjórir predíkarar og einn safnaðaröldungur.

Flest Amish-fólk talar þrjú tungumál. Eitt þeirra er mállýska sem kallast Pennsylvania Dutch á ensku. Pennsylvania Dutch er einhvers konar blanda af þýsku og ensku og þetta tungumál tala Amish-menn sín á milli. Nafnið Pennsylvania Dutch hljómar kannski undarlega í ljósi þess að tungumálið er blanda af þýsku og ensku en hefur lítið með hollensku að gera. Skýringin á nafngiftinni er sennilega sú að þegar fyrstu hópar Amishfólksins komu til Norður-Ameríku talaði það flest þýsku og hefur því sennilega notað orðið Deutsch (eða þýska á íslensku) en því hefur verið ruglað saman við enska orðið dutch (hollenska á íslensku) af enskumælandi fólki. Við guðsþjónustur er töluð þýska og svo tala þeir auðvitað ensku.

Sjá einnig svar við spurningunni Er Amish-fólkið gyðingatrúar?

Heimildir

Britannica Online

Encarta

Padutch.com

Íslenska Alfræðiorðabókin, Örn og Örlygur. 1990.

Myndir af Padutch.com og héðan...