Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Gáta: Hver á fiskinn í gátu Einsteins?

Einar Örn Þorvaldsson

Sagt er að Albert Einstein hafi sett fram þessa gátu:

Fimm hús í fimm mismunandi litum standa í röð frá vinstri til hægri. Í hverju húsi býr maður af ákveðnu þjóðerni, engir tveir af því sama. Íbúarnir fimm drekka ákveðinn drykk, reykja ákveðna vindlategund og hafa ákveðið gæludýr. Engir tveir þeirra drekka sama drykkinn, reykja sömu vindlategund eða halda sama gæludýrið. Aðrar upplýsingar:
  1. Bretinn býr í rauða húsinu.
  2. Svíinn hefur hunda sem gæludýr.
  3. Daninn drekkur te.
  4. Græna húsið er næsta hús vinstra megin við það hvíta.
  5. Íbúi græna hússins drekkur kaffi.
  6. Sá sem reykir Pall Mall heldur fugla.
  7. Íbúi gula hússins reykir Dunhill.
  8. Íbúi hússins í miðjunni drekkur mjólk.
  9. Norðmaðurinn býr í fyrsta húsinu.
  10. Sá sem reykir Blends býr við hliðina á þeim sem heldur ketti.
  11. Sá sem á hest býr við hliðina á þeim sem reykir Dunhill.
  12. Sá sem reykir Bluemasters drekkur bjór.
  13. Þjóðverjinn reykir Prince.
  14. Norðmaðurinn býr við hliðina á bláa húsinu.
  15. Sá sem reykir Blends býr við hliðina á þeim sem drekkur vatn.

Við leyfum lesendum okkar að glíma við þrautina og birtum svarið ef til vill síðar. Þess má til gamans geta að Einstein fullyrti að aðeins 2% fólks gæti leyst gátuna. Hann var þó varla í aðstöðu til að dæma það og teljum við að flestir ættu að geta leyst hana með þolinmæði.

Svarið við gátu Einsteins má finna hér.

Höfundur

Einar Örn Þorvaldsson

háskólanemi og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

6.3.2002

Spyrjandi

Birgir Ragnarsson, fæddur 1989

Tilvísun

Einar Örn Þorvaldsson. „Gáta: Hver á fiskinn í gátu Einsteins?“ Vísindavefurinn, 6. mars 2002. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2157.

Einar Örn Þorvaldsson. (2002, 6. mars). Gáta: Hver á fiskinn í gátu Einsteins? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2157

Einar Örn Þorvaldsson. „Gáta: Hver á fiskinn í gátu Einsteins?“ Vísindavefurinn. 6. mar. 2002. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2157>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Gáta: Hver á fiskinn í gátu Einsteins?
Sagt er að Albert Einstein hafi sett fram þessa gátu:

Fimm hús í fimm mismunandi litum standa í röð frá vinstri til hægri. Í hverju húsi býr maður af ákveðnu þjóðerni, engir tveir af því sama. Íbúarnir fimm drekka ákveðinn drykk, reykja ákveðna vindlategund og hafa ákveðið gæludýr. Engir tveir þeirra drekka sama drykkinn, reykja sömu vindlategund eða halda sama gæludýrið. Aðrar upplýsingar:
  1. Bretinn býr í rauða húsinu.
  2. Svíinn hefur hunda sem gæludýr.
  3. Daninn drekkur te.
  4. Græna húsið er næsta hús vinstra megin við það hvíta.
  5. Íbúi græna hússins drekkur kaffi.
  6. Sá sem reykir Pall Mall heldur fugla.
  7. Íbúi gula hússins reykir Dunhill.
  8. Íbúi hússins í miðjunni drekkur mjólk.
  9. Norðmaðurinn býr í fyrsta húsinu.
  10. Sá sem reykir Blends býr við hliðina á þeim sem heldur ketti.
  11. Sá sem á hest býr við hliðina á þeim sem reykir Dunhill.
  12. Sá sem reykir Bluemasters drekkur bjór.
  13. Þjóðverjinn reykir Prince.
  14. Norðmaðurinn býr við hliðina á bláa húsinu.
  15. Sá sem reykir Blends býr við hliðina á þeim sem drekkur vatn.

Við leyfum lesendum okkar að glíma við þrautina og birtum svarið ef til vill síðar. Þess má til gamans geta að Einstein fullyrti að aðeins 2% fólks gæti leyst gátuna. Hann var þó varla í aðstöðu til að dæma það og teljum við að flestir ættu að geta leyst hana með þolinmæði.

Svarið við gátu Einsteins má finna hér....