Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvað er langt frá Íslandi til Grænlands?

Guðrún Úlfarsdóttir, Valdís Huld Jónsdóttir og Þóra Kristín Bergsdóttir

Til eru ýmis gagnleg tól á Netinu þegar finna skal fjarlægðir á milli tveggja staða. Hins vegar skiptir miklu máli hver tilgangurinn er eins og lesa má í svari ÍDÞ við spurningunni: Hvað eru um það bil margir kílómetrar frá Þorlákshöfn til Vestmannaeyja?

Það reynist ekki alltaf gagnlegt að vita stystu vegalengd milli tveggja staða. Mynd frá bænum Nanortalik á Grænlandi.

Vilji menn finna stystu leið á milli tveggja landa er gagnlegt að nota Google maps en þar má til dæmis finna lengdar- og breiddargráður fyrir staði og þá má reikna út fjarlægðina með öðrum forritum sem finna má á Netinu, svo sem Movable Type Scripts. Aftur á móti getur reynst erfitt að áætla hvaða tvo punkta skuli nota en þegar kemur að fjarlægðinni á milli Íslands og Grænlands eru skekkjumörkin lítil. Vegalengdin reynist rétt rúmlega 290 km.

Ef við skoðum fjarlægðina milli höfuðborga landanna, Reykjavíkur og Nuuk, sést að hún er um 1430 km. Á Siglingadögum á Ísafirði í júlí árið 2004 var siglt frá Ísafirði um Grænlandssund að austurströnd Grænlands. Siglingaleiðin var um 410 km.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2011.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

10.6.2011

Spyrjandi

Ása Karen Jónsdóttir, f. 1994

Tilvísun

Guðrún Úlfarsdóttir, Valdís Huld Jónsdóttir og Þóra Kristín Bergsdóttir. „Hvað er langt frá Íslandi til Grænlands?“ Vísindavefurinn, 10. júní 2011. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=22201.

Guðrún Úlfarsdóttir, Valdís Huld Jónsdóttir og Þóra Kristín Bergsdóttir. (2011, 10. júní). Hvað er langt frá Íslandi til Grænlands? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=22201

Guðrún Úlfarsdóttir, Valdís Huld Jónsdóttir og Þóra Kristín Bergsdóttir. „Hvað er langt frá Íslandi til Grænlands?“ Vísindavefurinn. 10. jún. 2011. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=22201>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er langt frá Íslandi til Grænlands?
Til eru ýmis gagnleg tól á Netinu þegar finna skal fjarlægðir á milli tveggja staða. Hins vegar skiptir miklu máli hver tilgangurinn er eins og lesa má í svari ÍDÞ við spurningunni: Hvað eru um það bil margir kílómetrar frá Þorlákshöfn til Vestmannaeyja?

Það reynist ekki alltaf gagnlegt að vita stystu vegalengd milli tveggja staða. Mynd frá bænum Nanortalik á Grænlandi.

Vilji menn finna stystu leið á milli tveggja landa er gagnlegt að nota Google maps en þar má til dæmis finna lengdar- og breiddargráður fyrir staði og þá má reikna út fjarlægðina með öðrum forritum sem finna má á Netinu, svo sem Movable Type Scripts. Aftur á móti getur reynst erfitt að áætla hvaða tvo punkta skuli nota en þegar kemur að fjarlægðinni á milli Íslands og Grænlands eru skekkjumörkin lítil. Vegalengdin reynist rétt rúmlega 290 km.

Ef við skoðum fjarlægðina milli höfuðborga landanna, Reykjavíkur og Nuuk, sést að hún er um 1430 km. Á Siglingadögum á Ísafirði í júlí árið 2004 var siglt frá Ísafirði um Grænlandssund að austurströnd Grænlands. Siglingaleiðin var um 410 km.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2011. ...