Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er Stór-Reykjavíkur svæðið stórt sem hlutfall af öllu landinu?

Hjá Hagstofu Íslands teljast sveitarfélögin Reykjavík, Kópavogur, Seltjarnarnes, Garðabær, Hafnarfjörður, Bessastaðahreppur, Mosfellsbær og Kjósarhreppur til höfuðborgarsvæðisins. Í þessu svari er gengið út frá því að sömu sveitarfélög myndi hið svokallaða Stór-Reykjavíkursvæði.

Á heimasíðu Landmælinga Íslands er að finna upplýsingar um stærð sveitarfélaga á Íslandi. Flatarmál sveitarfélaga á höfðuborgarsvæðinu er sem hér segir:
  • Reykjavík 273 km2
  • Kópavogur 113 km2
  • Seltjarnarnes 2 km2
  • Garðabær 39 km2
  • Hafnarfjörður 144 km2
  • Bessastaðahreppur 6 km2
  • Mosfellsbær 197 km2
  • Kjósarhreppur 288 km2

Samanlagt er flatarmál sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu því rúmir 1.062 ferkílómetrar (km2). Þar sem flatarmál Íslands er 103.000 ferkílómetrar er höfuðborgarsvæði því aðeins um 1,03% af heildar flatarmáli landsins. Þann 1. desember 2001 bjuggu 178.030 manns á þessu litla svæði en það eru 62,2% þjóðarinnar.Skoðið einnig svar sama höfundar við spurningunni Hvert er flatarmál Vestfjarða?
Mynd: HB

Útgáfudagur

28.3.2002

Spyrjandi

Hjörtur Guðjónsson

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvað er Stór-Reykjavíkur svæðið stórt sem hlutfall af öllu landinu?“ Vísindavefurinn, 28. mars 2002. Sótt 25. júlí 2016. http://visindavefur.is/svar.php?id=2245.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2002, 28. mars). Hvað er Stór-Reykjavíkur svæðið stórt sem hlutfall af öllu landinu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2245

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvað er Stór-Reykjavíkur svæðið stórt sem hlutfall af öllu landinu?“ Vísindavefurinn. 28. mar. 2002. Vefsíða. 25. júl. 2016. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2245>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Skakki turninn í Písa

Skakki turninn í borginni Písa á Ítalíu er 7 hæða hár klukkuturn sem er frægur fyrir að hallast ískyggilega. Byrjað var á smíði turnsins árið 1173 en henni lauk ekki fyrr en tæpum 200 árum seinna. Turninn hallast vegna þess grunnur hans nær aðeins 3 metra niður í jörðina og jarðvegurinn undir turninum gefur eftir. Á árunum 1990–2001 var dregið lítillega úr halla turnsins og hreyfing hans stöðvuð.