Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvernig er dýralífið í Sahara?

Una Pétursdóttir

Sahara-eyðimörkin er sú stærsta í heimi. Hún er um 5.000 kílómetrar frá austri til vesturs og 2.000 kílómetrar frá norðri til suðurs. Sahara nær yfir nánast alla Norður-Afríku og þekur um þriðjung heimsálfunnar. Eyðimörkin nær frá Atlantshafinu í vestri, að Rauðahafinu í austri og frá Atlasfjöllunum og Miðjarðarhafinu í norðri. Endimörk Sahara í suðri markast af fornum sandöldum við 16° norðlægrar breiddar.

Þó að yfirborð Sahara sé þurrt er hægt að finna töluvert af vatni í jörðu. Á sandsvæðum eyðimerkurinnar má sjá mikla sandskafla sem verða til þegar vindurinn blæs. Dýralíf í Sahara er fjölbreytt enda er landsvæðið stórt og margbreytilegt.


Meðal spendýra sem finnast í eyðimörkinni má nefna stökkmýs, héra, broddgelti, fé, uxa, dádýr, gasellur, hýenur og apa. Meira en 300 tegundir af fuglum finnast í Sahara þar á meðal strútar, ýmsar tegundir ránfugla, uglur, hrafnar og svokallaðir sekreterafuglar sem eru mjög háfættir afrískir ránfuglar, um 120 sentimetra langir. Einn slíkan má sjá á myndinni hér á undan. Einnig má sjá froska, körtur og krókódílar í vatnsbólum og vötnum Sahara. Eðlur, kameljón og jafnvel kóbraslöngur má finna við steina og sandhóla. Mikið er um snigla í eyðimörkinni enda eru þeir mikilvæg fæða fyrir fugla og önnur dýr. Eyðimerkursniglar eru sérstakir að því leyti að þeir geta legið í dvala í mörg ár og ekki rankað við sér fyrr en rignir.



Frægustu dýr eyðimerkunnar eru þó úlfaldar. Tegundin sem lifir í Norður-Afríku kallast drómedari. Sá er með einn fituhnúð á bakinu og er taminn. Úlfaldinn er notaður til burðar og til ferðalaga. Úlfaldinn getur lifað dögum saman án þess að fá vatn að drekka. Hann getur líka lokað nösunum, er með þétt augnahár og hárbrúska í eyrunum til að verjast sandfoki.

Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Heimildir

Britannica Online

Heimsatlas Máls og Menningar. 1998, bls 68-71.

Íslenska alfræðiorðabókin. Örn og Örlygur. 1990.

Myndina af úlfaldanum fundum við á heimasíðu ferðaskrifstofunnar Crazy Camel

Höfundur

unga fólkið svarar 2002

Útgáfudagur

4.4.2002

Spyrjandi

Arnar Jóhannsson

Tilvísun

Una Pétursdóttir. „Hvernig er dýralífið í Sahara?“ Vísindavefurinn, 4. apríl 2002. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2265.

Una Pétursdóttir. (2002, 4. apríl). Hvernig er dýralífið í Sahara? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2265

Una Pétursdóttir. „Hvernig er dýralífið í Sahara?“ Vísindavefurinn. 4. apr. 2002. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2265>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig er dýralífið í Sahara?
Sahara-eyðimörkin er sú stærsta í heimi. Hún er um 5.000 kílómetrar frá austri til vesturs og 2.000 kílómetrar frá norðri til suðurs. Sahara nær yfir nánast alla Norður-Afríku og þekur um þriðjung heimsálfunnar. Eyðimörkin nær frá Atlantshafinu í vestri, að Rauðahafinu í austri og frá Atlasfjöllunum og Miðjarðarhafinu í norðri. Endimörk Sahara í suðri markast af fornum sandöldum við 16° norðlægrar breiddar.

Þó að yfirborð Sahara sé þurrt er hægt að finna töluvert af vatni í jörðu. Á sandsvæðum eyðimerkurinnar má sjá mikla sandskafla sem verða til þegar vindurinn blæs. Dýralíf í Sahara er fjölbreytt enda er landsvæðið stórt og margbreytilegt.


Meðal spendýra sem finnast í eyðimörkinni má nefna stökkmýs, héra, broddgelti, fé, uxa, dádýr, gasellur, hýenur og apa. Meira en 300 tegundir af fuglum finnast í Sahara þar á meðal strútar, ýmsar tegundir ránfugla, uglur, hrafnar og svokallaðir sekreterafuglar sem eru mjög háfættir afrískir ránfuglar, um 120 sentimetra langir. Einn slíkan má sjá á myndinni hér á undan. Einnig má sjá froska, körtur og krókódílar í vatnsbólum og vötnum Sahara. Eðlur, kameljón og jafnvel kóbraslöngur má finna við steina og sandhóla. Mikið er um snigla í eyðimörkinni enda eru þeir mikilvæg fæða fyrir fugla og önnur dýr. Eyðimerkursniglar eru sérstakir að því leyti að þeir geta legið í dvala í mörg ár og ekki rankað við sér fyrr en rignir.



Frægustu dýr eyðimerkunnar eru þó úlfaldar. Tegundin sem lifir í Norður-Afríku kallast drómedari. Sá er með einn fituhnúð á bakinu og er taminn. Úlfaldinn er notaður til burðar og til ferðalaga. Úlfaldinn getur lifað dögum saman án þess að fá vatn að drekka. Hann getur líka lokað nösunum, er með þétt augnahár og hárbrúska í eyrunum til að verjast sandfoki.

Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Heimildir

Britannica Online

Heimsatlas Máls og Menningar. 1998, bls 68-71.

Íslenska alfræðiorðabókin. Örn og Örlygur. 1990.

Myndina af úlfaldanum fundum við á heimasíðu ferðaskrifstofunnar Crazy Camel...