Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hvað er firring (sem Karl Marx kallaði svo) og finnst hún í samfélaginu í dag?

Ottó Másson

Nú orðið er firring eitt kunnasta hugtak Marx, en raunar var svo ekki fyrrum. Ritin þar sem Marx fjallar beinlínis um það í skipulegu máli birtust æði seint, og stjórnmálahreyfingar sem störfuðu í hans nafni á 20. öld sýndu því lengst af lítinn áhuga. Síðar breyttist þetta, uns firring varð um tíma eins konar tískuorð, haft um hvers kyns vanlíðan, félagslega einangrun eða persónubundin vandkvæði.

En firringarkenning Marx er ekki sálfræðileg greining, heldur undirstaða gagnrýninna þjóðfélagsfræða hans. Kenning Marx um firringu kemur fyrst fram í svonefndum Parísarhandritum frá 1844. Umfjöllunarefni handritanna er firring vinnunnar, og alla tíð síðan er hún lykilatriðið í augum Marx – trúarleg firring, sem hann hafði áður gert að skotspæni sínum, er til dæmis upp frá þessu talin eins konar hugmyndafræðileg endurspeglun á firringu vinnunnar.

Mannleg vinna

Kenningin í Parísarhandritunum hvílir á tvenns konar meginforsendum, annars vegar á heimspekilegri manneðlishugmynd sem byggist á ákveðinni túlkun á almennustu þáttum mannlegrar vinnu, hins vegar á tilteknum sögulegum staðreyndum um vinnuhætti auðmagnsskipulagsins.

Manneðlið er að hyggju Marx ekki tilbúin staðreynd, safn nauðsynlegra eiginleika, flokkur sem einstaklingarnir eru svo felldir undir. Vissulega er maðurinn hluti náttúrunnar, en með fyrirhöfn, ef svo má segja, því aðeins að hann leggi vinnu af mörkum: Hann setur sér mark, ákveðna umbreytingu náttúrulegra verunda til nytsamlegs horfs, svo að hann fái svalað þörfum sínum. Þetta mætti nefna nytjahorf vinnunnar.

En tilgengi vinnuathafna mannsins byggist á forsendum um orsakasambönd og hæfni mannsins til að halda hvers kyns tilfinningum, löngunum eða ytra áreiti í skefjum, svo að hann fái hagað athöfnum sínum á lögbundinn hátt til samræmis við markmið sem hann setur sér sjálfur; hann getur ekki verið eitt með löngun sinni eins og dýrin þegar þau uppfylla sínar óyfirveguðu þarfir.

Raunar er þessi hæfni (eða þroski) ekki aðeins forsenda vinnunnar, heldur einnig afsprengi hennar. Með vinnu sinni ummyndar maðurinn því ekki aðeins “ytri” náttúruleg viðföng vinnunnar, heldur og sjálfan sig og sitt eðli, sína “innri” náttúru. Þetta séreðli, eða mennskuhorf vinnunnar, má til einföldunar greina í tvennt: annars vegar bætir hinn vinnandi maður þekkingu sína og færni, vex að þroska og manndómi; hins vegar er vinnan, þessi sérkennilegi háttur mannsins á því að afla sér viðurværis og komast af sem náttúruvera, jafnframt ákveðinn háttur hans á því að skapa og endurskapa afstæður sínar til annarra manna; vinnan byggir ævinlega á einhverju þjóðfélagslegu skipulagi og forsendum.



Firring vinnunnar

Í París tók Marx að lesa þjóðhagfræði, en taldi fræðilegum aðferðum hennar ábótavant í grundvallaratriðum og niðurstöðurnar því ófullnægjandi. Þjóðhagfræðin fjallaði á næsta gagnrýnislausan hátt um þær mikilvægu staðreyndir sem fyrir henni verða, ekki síst einkaeign á framleiðslutækjum og afurðum. Afhjúpun Marx á firringu vinnunnar er jafnframt gagnrýni þjóðhagfræðinnar, og leiðir í ljós hvernig hinar dauðu staðreyndir hagfræðinganna eru raunar sögulega sprottnar mannasetningar en ekki tímalaus lögbundin sannindi.

Til að byrja með velur hann ósköp einfalda og óumdeilda staðreynd úr forða þjóðhagfræðinnar: Verkamaðurinn á ekki afurð vinnu sinnar, hún rennur til auðmagnsins. Verkamaðurinn skapar verðmæti, “reisir hallir, en býr í hreysi”. Þetta má orða svo að

  • [a] verkamaðurinn sé firrtur afurð vinnunnar. Þjóðhagfræðingar kannast við þessa staðreynd; en skoða hana ekki sem tímabundið afsprengi sögunnar, og aldrei undir sjónarhorni hins vinnandi manns.

  • [b] Næsta þrep í röksemdafærslu Marx má raunar heita augljóst. Ef niðurstaða vinnuferlisins, afurð þess, er þessi firring sem nefnd er í [a], hlýtur vinnuferlið sjálft að vera firrt, “virkni firringar, firrt virkni” eins og Marx orðar það. Jafnskjótt og nauðungin hættir að knýja menn til stritsins forðast þeir það, líkt og vinnan væri sjálf plágan. Verkamaðurinn vinnur þannig ekki af eigin hvötum, að eigin markmiðum, í því skyni að tjá og útvíkka mannlega getu sína og hæfni, heldur er honum nauðugur einn kostur, vilji hann komast af á annað borð.

  • [c] Af því sem fram er komið flýtur vissulega að verkamaðurinn er firrtur tegundareðli sínu, ef við gefum okkur þann skilning Marx að mönnum sé framleiðslugetan eiginleg; hún er og ætti alltént að vera hluti þeirra sjálfra, en ekki að renna þeim úr greipum og stjórna lífi þeirra sem framandi afl. Marx greinir á milli tveggja horfa þessarar “eðlissviptingar”.

  • [c] [i] Í stað þess að framleiðslan sé virk tjáning á mannlegri getu framleiðandans til að skapa, raungera sín eigin markmið og taka sér hvaðeina það fyrir hendur sem hann kýs sjálfur, er hún einungis tæki til þess að komast af, halda lífi.

  • [c] [ii] Hin framandlega vera sem hrifsar til sín afurðirnar og nýtur ávaxta erfiðisins er væntanlega annar maður, en þá hlýtur félagslegt samband framleiðanda og eiganda einnig að vera firrt. Þetta er ekki sjálfsprottið, gagnkvæmt og gjöfult samband heldur sprottið af þvingun. Auðmagnið, einkaeign á framleiðslutækjum og afurðum, er einmitt félagsleg afstaða af þessum toga, vald sem knýr menn til vinnu í þágu þess.
  • Þannig kemur Marx aftur að einkaeigninni. Hún er ekki gefin staðreynd eins og þjóðhagfræðingarnir vilja vera láta, og hún er ekki heldur grundvöllur eða orsök firringar vinnunnar. Í raun er hún afleiðing firrtrar vinnu í þeim skilningi að vinnan liggur auðnum til grundvallar, magnar þetta vald og raungerir það. Þannig er unnt að rekja firrtar framleiðsluafstæður – sem Marx telur eins konar grunnstoð þjóðfélagsheildarinnar – til (vinnu)athafna mannanna sjálfra. Hin firrta vinna er endurframleiðsla þjóðfélagsafstæðna sem menn ráða ekki í sameiningu á frjálsan hátt.

    Með þessu virðist Marx að búið sé að umbreyta spurningunni um uppruna einkaeignarinnar í spurninguna um það hvernig firrt vinna tengist þróunarrás mannsins. Í næstu ritum sínum mótar hann söguskoðun og hugtakanet í samræmi við þetta; hann gerir ráð fyrir að raunþróun “framleiðsluafla” skilyrði “framleiðsluafstæður” á hverjum tíma, og þar með þjóðfélagsgerðina í heild.

    Gagnrýnisatriði

    Firringarkenning Marx býður heim margháttuðum og svo alvarlegum aðfinnslum að hún getur vart talist nýtileg í greiningu á samtímanum. Ljóst virðist að í kenningunni er firna mikið undir. Sköpunargeta mannsins er hugsuð í ljósi vinnunnar og af því leiðir að framleiðslugetan verður eins konar myndhverfing sköpunargetunnar. Þá er tilgengislíkanið háð orsakasamböndum og þar með verufræði sem fær vart staðist nánari athugun; hún virðist auk þess stangast á við mikilsverð atriði í verufræðilegri afstöðu Marx að öðru leyti.

    Vinnuna skoðar Marx loks sem eins konar lykil félagslegra afstæðna á hverjum tíma, en einnig breytilegt frumatriði sem hnikar þeim afstæðum til á löngum tíma; ekkert af þessu stenst gagnrýni. Á hinn bóginn hafa hugmyndir Marx lengi reynst frjó uppspretta fræðilegra umræðna og nýsköpunar, og þær voru tvímælalaust stórt skref til gagnrýnins, sögulegs skilnings á afstæðum sem mönnum hafði verið tamt að náttúrugera eða hlutgera. Og raunar eru þeir fullmargir sem gera það enn í dag.

    Heimildir

    Marx, Æskuverk. Úr Þýsk-frönskum árbókum, með inngangi og skýringum eftir Ottó Másson, Hið íslenska bókmenntafélag, [væntanleg haustið 2002].

    Aðdragandi Parísarhandritanna.

    Marx, Parísarhandritin, ýmsar útg.

    Marx, Auðmagnið, 1. bindi, ýmsar útg.

    Ottó Másson, Vinna og frelsi. Um samhengið í hugsun Karls Marx, BA-ritgerð í heimspeki, HÍ 1997. Einkum kaflar 3.2-3.3.

    C. J. Arthur, Dialectics of Labour, Oxford 1986.

    Einstaklega vönduð greining á Parísarhandritum Marx.

    István Mészáros, Marx’s Theory of Alienation, London 1975 [4. útg.]. (Ítarleg og gagnleg framsetning á firringarkenningunni, rituð í fullvissu um að Marx hafi ævinlega og allsstaðar rétt fyrir sér).

    Cornelius Castoriadis, The Imaginary Institution of Society, Oxford 1987. (1. hluti bókarinnar er einhver beittasta gagnrýni sem fram hefur komið á arfleifð Marx).



    Mynd af Karl Marx: Lucidcafé.com

    Mynd úr kvikmyndinni Modern Times: imdb.com (Internet Movie Database)

    Höfundur

    heimspekingur

    Útgáfudagur

    24.4.2002

    Spyrjandi

    Svava Gunnarsdóttir
    Níels Kristinn Benjamínsson, f. 1986

    Tilvísun

    Ottó Másson. „Hvað er firring (sem Karl Marx kallaði svo) og finnst hún í samfélaginu í dag?“ Vísindavefurinn, 24. apríl 2002. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2334.

    Ottó Másson. (2002, 24. apríl). Hvað er firring (sem Karl Marx kallaði svo) og finnst hún í samfélaginu í dag? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2334

    Ottó Másson. „Hvað er firring (sem Karl Marx kallaði svo) og finnst hún í samfélaginu í dag?“ Vísindavefurinn. 24. apr. 2002. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2334>.

    Chicago | APA | MLA

    Spyrja

    Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

    Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

    Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

    Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

    Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

    Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

    =

    Senda grein til vinar

    =

    Hvað er firring (sem Karl Marx kallaði svo) og finnst hún í samfélaginu í dag?
    Nú orðið er firring eitt kunnasta hugtak Marx, en raunar var svo ekki fyrrum. Ritin þar sem Marx fjallar beinlínis um það í skipulegu máli birtust æði seint, og stjórnmálahreyfingar sem störfuðu í hans nafni á 20. öld sýndu því lengst af lítinn áhuga. Síðar breyttist þetta, uns firring varð um tíma eins konar tískuorð, haft um hvers kyns vanlíðan, félagslega einangrun eða persónubundin vandkvæði.

    En firringarkenning Marx er ekki sálfræðileg greining, heldur undirstaða gagnrýninna þjóðfélagsfræða hans. Kenning Marx um firringu kemur fyrst fram í svonefndum Parísarhandritum frá 1844. Umfjöllunarefni handritanna er firring vinnunnar, og alla tíð síðan er hún lykilatriðið í augum Marx – trúarleg firring, sem hann hafði áður gert að skotspæni sínum, er til dæmis upp frá þessu talin eins konar hugmyndafræðileg endurspeglun á firringu vinnunnar.

    Mannleg vinna

    Kenningin í Parísarhandritunum hvílir á tvenns konar meginforsendum, annars vegar á heimspekilegri manneðlishugmynd sem byggist á ákveðinni túlkun á almennustu þáttum mannlegrar vinnu, hins vegar á tilteknum sögulegum staðreyndum um vinnuhætti auðmagnsskipulagsins.

    Manneðlið er að hyggju Marx ekki tilbúin staðreynd, safn nauðsynlegra eiginleika, flokkur sem einstaklingarnir eru svo felldir undir. Vissulega er maðurinn hluti náttúrunnar, en með fyrirhöfn, ef svo má segja, því aðeins að hann leggi vinnu af mörkum: Hann setur sér mark, ákveðna umbreytingu náttúrulegra verunda til nytsamlegs horfs, svo að hann fái svalað þörfum sínum. Þetta mætti nefna nytjahorf vinnunnar.

    En tilgengi vinnuathafna mannsins byggist á forsendum um orsakasambönd og hæfni mannsins til að halda hvers kyns tilfinningum, löngunum eða ytra áreiti í skefjum, svo að hann fái hagað athöfnum sínum á lögbundinn hátt til samræmis við markmið sem hann setur sér sjálfur; hann getur ekki verið eitt með löngun sinni eins og dýrin þegar þau uppfylla sínar óyfirveguðu þarfir.

    Raunar er þessi hæfni (eða þroski) ekki aðeins forsenda vinnunnar, heldur einnig afsprengi hennar. Með vinnu sinni ummyndar maðurinn því ekki aðeins “ytri” náttúruleg viðföng vinnunnar, heldur og sjálfan sig og sitt eðli, sína “innri” náttúru. Þetta séreðli, eða mennskuhorf vinnunnar, má til einföldunar greina í tvennt: annars vegar bætir hinn vinnandi maður þekkingu sína og færni, vex að þroska og manndómi; hins vegar er vinnan, þessi sérkennilegi háttur mannsins á því að afla sér viðurværis og komast af sem náttúruvera, jafnframt ákveðinn háttur hans á því að skapa og endurskapa afstæður sínar til annarra manna; vinnan byggir ævinlega á einhverju þjóðfélagslegu skipulagi og forsendum.



    Firring vinnunnar

    Í París tók Marx að lesa þjóðhagfræði, en taldi fræðilegum aðferðum hennar ábótavant í grundvallaratriðum og niðurstöðurnar því ófullnægjandi. Þjóðhagfræðin fjallaði á næsta gagnrýnislausan hátt um þær mikilvægu staðreyndir sem fyrir henni verða, ekki síst einkaeign á framleiðslutækjum og afurðum. Afhjúpun Marx á firringu vinnunnar er jafnframt gagnrýni þjóðhagfræðinnar, og leiðir í ljós hvernig hinar dauðu staðreyndir hagfræðinganna eru raunar sögulega sprottnar mannasetningar en ekki tímalaus lögbundin sannindi.

    Til að byrja með velur hann ósköp einfalda og óumdeilda staðreynd úr forða þjóðhagfræðinnar: Verkamaðurinn á ekki afurð vinnu sinnar, hún rennur til auðmagnsins. Verkamaðurinn skapar verðmæti, “reisir hallir, en býr í hreysi”. Þetta má orða svo að

  • [a] verkamaðurinn sé firrtur afurð vinnunnar. Þjóðhagfræðingar kannast við þessa staðreynd; en skoða hana ekki sem tímabundið afsprengi sögunnar, og aldrei undir sjónarhorni hins vinnandi manns.

  • [b] Næsta þrep í röksemdafærslu Marx má raunar heita augljóst. Ef niðurstaða vinnuferlisins, afurð þess, er þessi firring sem nefnd er í [a], hlýtur vinnuferlið sjálft að vera firrt, “virkni firringar, firrt virkni” eins og Marx orðar það. Jafnskjótt og nauðungin hættir að knýja menn til stritsins forðast þeir það, líkt og vinnan væri sjálf plágan. Verkamaðurinn vinnur þannig ekki af eigin hvötum, að eigin markmiðum, í því skyni að tjá og útvíkka mannlega getu sína og hæfni, heldur er honum nauðugur einn kostur, vilji hann komast af á annað borð.

  • [c] Af því sem fram er komið flýtur vissulega að verkamaðurinn er firrtur tegundareðli sínu, ef við gefum okkur þann skilning Marx að mönnum sé framleiðslugetan eiginleg; hún er og ætti alltént að vera hluti þeirra sjálfra, en ekki að renna þeim úr greipum og stjórna lífi þeirra sem framandi afl. Marx greinir á milli tveggja horfa þessarar “eðlissviptingar”.

  • [c] [i] Í stað þess að framleiðslan sé virk tjáning á mannlegri getu framleiðandans til að skapa, raungera sín eigin markmið og taka sér hvaðeina það fyrir hendur sem hann kýs sjálfur, er hún einungis tæki til þess að komast af, halda lífi.

  • [c] [ii] Hin framandlega vera sem hrifsar til sín afurðirnar og nýtur ávaxta erfiðisins er væntanlega annar maður, en þá hlýtur félagslegt samband framleiðanda og eiganda einnig að vera firrt. Þetta er ekki sjálfsprottið, gagnkvæmt og gjöfult samband heldur sprottið af þvingun. Auðmagnið, einkaeign á framleiðslutækjum og afurðum, er einmitt félagsleg afstaða af þessum toga, vald sem knýr menn til vinnu í þágu þess.
  • Þannig kemur Marx aftur að einkaeigninni. Hún er ekki gefin staðreynd eins og þjóðhagfræðingarnir vilja vera láta, og hún er ekki heldur grundvöllur eða orsök firringar vinnunnar. Í raun er hún afleiðing firrtrar vinnu í þeim skilningi að vinnan liggur auðnum til grundvallar, magnar þetta vald og raungerir það. Þannig er unnt að rekja firrtar framleiðsluafstæður – sem Marx telur eins konar grunnstoð þjóðfélagsheildarinnar – til (vinnu)athafna mannanna sjálfra. Hin firrta vinna er endurframleiðsla þjóðfélagsafstæðna sem menn ráða ekki í sameiningu á frjálsan hátt.

    Með þessu virðist Marx að búið sé að umbreyta spurningunni um uppruna einkaeignarinnar í spurninguna um það hvernig firrt vinna tengist þróunarrás mannsins. Í næstu ritum sínum mótar hann söguskoðun og hugtakanet í samræmi við þetta; hann gerir ráð fyrir að raunþróun “framleiðsluafla” skilyrði “framleiðsluafstæður” á hverjum tíma, og þar með þjóðfélagsgerðina í heild.

    Gagnrýnisatriði

    Firringarkenning Marx býður heim margháttuðum og svo alvarlegum aðfinnslum að hún getur vart talist nýtileg í greiningu á samtímanum. Ljóst virðist að í kenningunni er firna mikið undir. Sköpunargeta mannsins er hugsuð í ljósi vinnunnar og af því leiðir að framleiðslugetan verður eins konar myndhverfing sköpunargetunnar. Þá er tilgengislíkanið háð orsakasamböndum og þar með verufræði sem fær vart staðist nánari athugun; hún virðist auk þess stangast á við mikilsverð atriði í verufræðilegri afstöðu Marx að öðru leyti.

    Vinnuna skoðar Marx loks sem eins konar lykil félagslegra afstæðna á hverjum tíma, en einnig breytilegt frumatriði sem hnikar þeim afstæðum til á löngum tíma; ekkert af þessu stenst gagnrýni. Á hinn bóginn hafa hugmyndir Marx lengi reynst frjó uppspretta fræðilegra umræðna og nýsköpunar, og þær voru tvímælalaust stórt skref til gagnrýnins, sögulegs skilnings á afstæðum sem mönnum hafði verið tamt að náttúrugera eða hlutgera. Og raunar eru þeir fullmargir sem gera það enn í dag.

    Heimildir

    Marx, Æskuverk. Úr Þýsk-frönskum árbókum, með inngangi og skýringum eftir Ottó Másson, Hið íslenska bókmenntafélag, [væntanleg haustið 2002].

    Aðdragandi Parísarhandritanna.

    Marx, Parísarhandritin, ýmsar útg.

    Marx, Auðmagnið, 1. bindi, ýmsar útg.

    Ottó Másson, Vinna og frelsi. Um samhengið í hugsun Karls Marx, BA-ritgerð í heimspeki, HÍ 1997. Einkum kaflar 3.2-3.3.

    C. J. Arthur, Dialectics of Labour, Oxford 1986.

    Einstaklega vönduð greining á Parísarhandritum Marx.

    István Mészáros, Marx’s Theory of Alienation, London 1975 [4. útg.]. (Ítarleg og gagnleg framsetning á firringarkenningunni, rituð í fullvissu um að Marx hafi ævinlega og allsstaðar rétt fyrir sér).

    Cornelius Castoriadis, The Imaginary Institution of Society, Oxford 1987. (1. hluti bókarinnar er einhver beittasta gagnrýni sem fram hefur komið á arfleifð Marx).



    Mynd af Karl Marx: Lucidcafé.com

    Mynd úr kvikmyndinni Modern Times: imdb.com (Internet Movie Database)

    ...