Sólin Sólin Rís 05:51 • sest 21:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:47 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:36 • Síðdegis: 18:53 í Reykjavík

Hvernig sýndi Darwin fram á þróunarkenninguna?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Charles Darwin (1809-1882) var ungur og óreyndur guðfræðingur með áhuga á náttúrufræði þegar hann réð sig sem náttúrufræðingur í leiðangur kringum hnöttinn með skipi hennar hátignar, The Beagle eða Veiðihundinum. Áhöfn skipsins var ætlað að gera ýmiss konar athuganir og mælingar í ferðinni sem stóð yfir frá 1831-1836. Darwin var ötull að gera alls konar athuganir á náttúrufari, bæði á lífríki og jarðfræði, hélt nákvæma dagbók, tók sýni eftir þörfum og sendi þau jafnvel heim úr ferðinni. Skarpskyggni hans í þessu vakti athygli vísindamanna heima fyrir strax á meðan á ferðinni stóð. Hann var einnig ötull að skrifa um athuganir sínar að henni lokinni og hélt síðan áfram rannsóknum í líffræði, meðal annars með bréfaskriftum og gagnaöflun frá öðrum vísindamönnum. Árið 1858, þegar hann setti þróunarkenningu sína fram, var hann orðinn reyndur og viðurkenndur vísindamaður.

Margir voru að átta sig á því um þessar mundir að lífríki jarðar hefði þróast. Vandinn var hins vegar sá mestur að átta sig nánar á hreyfiöflum og orsökum þróunarinnar þannig að menn fengju heildstæða og sannfærandi mynd af henni. Þetta tókst Darwin með þróunarkenningunni, einkum með því nýmæli sem fólst í hugmyndum hans um náttúruval.

Charles Darwin, samstarfsmenn hans og samtíðarmenn, renndu stoðum undir þróunarkenninguna með ýmiss konar gögnum og rannsóknum enda var henni í fyrstu vel tekið meðal líffræðinga. Efnisyfirlitið í bókinni frægu Um uppruna tegundanna gefur gott yfirlit um þessi atriði. Meðal gagna, athugana og aðferða sem stuðst var við má nefna eftirfarandi:
  • Gögn um reynslu manna af kynbótum húsdýra og nytjajurta og breytingu tegunda og afbrigða með þeim.
  • Athuganir á hvers kyns breytileika og aðlögun í lífríkinu.
  • Skilningur á lífsbaráttunni í lífríki jarðar og náttúruvali sem afleiðingu baráttunnar.
  • Gögn um steingervinga sem menn voru að finna um þessar mundir í jarðlögum víðs vegar um heiminn, þar á meðal eftir tegundir sem voru nú útdauðar eins og til dæmis risaeðlurnar.
  • Gögn um útbreiðslu dýra- og jurtategunda í hinum ýmsu heimsálfum.
  • Hvers konar samanburður á lífverum og tegundum, samspili þeirra og áhrifum umhverfis.
  • Gögn um jarðsöguna, þar á meðal um hin ýmsu skeið hennar og lífskilyrði á þeim og um ýmsa atburði hennar sem hafa haft áhrif á lífríkið, svo sem eldgos, flóð og ísaldir.
  • Skilningur á því að þar hefðu ævinlega verið sömu öflin að verki (sístöðuhyggja).
  • Rækileg gögn um flokkun og skyldleika tegunda í lífríkinu, allar götur frá frægu flokkunarstarfi Svíans Linnés á 18. öld.
Afrek Darwins fólst ekki síst í því að tengja saman öll þessi atriði í eina heild þannig að allt féll saman eins og í púsluspili. Þar munaði mest um það sem áður var ýjað að, að hann gerði sér grein fyrir því að lífstofnar fjölga sér ævinlega miðað við lífsrýmið þannig að það leiðir til lífsbaráttu þar sem náttúruval segir til sín. Darwin var höfundur þess hugtaks en aðrir orðuðu þetta síðar þannig, sem frægt er orðið, að "hinir hæfustu lifa af." Darwin segir sjálfur svo frá þessari uppgötvun sinni:
Í október 1838, það er fimmtán mánuðum eftir að ég hóf kerfisbundna rannsókn mína, vildi svo til að ég las mér til skemmtunar bók Malthusar um Fólksfjöldann. Ég var vel undir það búinn að gera mér grein fyrir lífsbaráttunni sem fer fram hvar sem er, því að ég hafði gert sleitulausar athuganir á venjum dýra og jurta. Mér flaug því strax í hug að við þessar aðstæður mundu hagstæðar breytingar á lífverum haldast en óhagstæðar breytingar mundu líða undir lok. (Charles Darwin, The Autobiography of Charles Darwin 1809-1882, ritstj. Nora Barlow. New York: W.W. Norton, 1958, 120).
Við getum líka spurt Darwin sjálfan hvaða lögmál efninu eru sett og ráða lífi og dauða tegundanna. Hann svarar því fúslega í niðurlagsorðum hinnar frægu bókar Um upprunann. Orð hans lýsa jafnframt ást hans á náttúrunni og óbilandi trú á hið einfalda í hinu flókna sem hefur einmitt alltaf verið eitt aðalsmerki allra vísinda:
Það er forvitnilegt að gera sér í hugarlund árbakka með flóknum gróðri af mörgum tegundum þar sem fuglar syngja í runnum, margvísleg skordýr þjóta um loftið og maðkar skríða um raka jörðina – og hugleiða síðan að allar þessar hugvitsamlegu gerðu myndir lífsins, sem eru svo ólíkar en jafnframt háðar hver annarri með svo flóknum hætti, skuli allar hafa orðið til samkvæmt lögmálum sem eru að verki allt í kringum okkur.

Í víðasta skilningi eru þessi lögmál: Vöxtur ásamt Æxlun; Erfðir sem leiðir næstum af æxlun; Breytileiki fyrir beinan og óbeinan tilverknað ytri lífsskilyrða og vegna þess hvað er notað og hvað ekki; Fjölgunarhlutfall sem er svo hátt að það leiðir til Lífsbaráttu og þess vegna til Úrvals náttúrunnar sem hefur í för með sér Sundurleitni í eðli og Útdauða þeirra lífgerða sem taka ekki framförum. Styrjöld náttúrunnar, hungursneyð og dauði, leiðir þannig beint af sér æðsta fyrirbærið sem við getum hugsað okkur: Æðri dýr verða til.

Það er tign yfir þessari lífssýn þar sem lífið er undirorpið ýmsum öflum en lífsandinn hefur í öndverðu bærst í örfáum myndum eða aðeins einni. Og, meðan jörðin hefur haldið áfram hringsóli sínu samkvæmt hinu óbreytanlega lögmáli þyngdarinnar, hefur svo einfalt og óbrotið upphaf leitt af sér ótal myndir, bæði frábærlega fagrar og undraverðar – og þessi þróun heldur enn áfram. (Darwin, Origin, 1964, 288-289).
Sjá einnig meðal annars svör við eftirtöldum spurningum:Einnig má kalla fram enn fleiri svör um þessi mál með því að setja leitarorðin "þróun" eða "þróunarkenning" inn í leitarvél vefsins efst til vinstri á skjánum.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

7.5.2002

Spyrjandi

Viktor Orri Valgarðsson, f. 1989

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvernig sýndi Darwin fram á þróunarkenninguna?“ Vísindavefurinn, 7. maí 2002. Sótt 16. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2364.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2002, 7. maí). Hvernig sýndi Darwin fram á þróunarkenninguna? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2364

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvernig sýndi Darwin fram á þróunarkenninguna?“ Vísindavefurinn. 7. maí. 2002. Vefsíða. 16. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2364>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig sýndi Darwin fram á þróunarkenninguna?
Charles Darwin (1809-1882) var ungur og óreyndur guðfræðingur með áhuga á náttúrufræði þegar hann réð sig sem náttúrufræðingur í leiðangur kringum hnöttinn með skipi hennar hátignar, The Beagle eða Veiðihundinum. Áhöfn skipsins var ætlað að gera ýmiss konar athuganir og mælingar í ferðinni sem stóð yfir frá 1831-1836. Darwin var ötull að gera alls konar athuganir á náttúrufari, bæði á lífríki og jarðfræði, hélt nákvæma dagbók, tók sýni eftir þörfum og sendi þau jafnvel heim úr ferðinni. Skarpskyggni hans í þessu vakti athygli vísindamanna heima fyrir strax á meðan á ferðinni stóð. Hann var einnig ötull að skrifa um athuganir sínar að henni lokinni og hélt síðan áfram rannsóknum í líffræði, meðal annars með bréfaskriftum og gagnaöflun frá öðrum vísindamönnum. Árið 1858, þegar hann setti þróunarkenningu sína fram, var hann orðinn reyndur og viðurkenndur vísindamaður.

Margir voru að átta sig á því um þessar mundir að lífríki jarðar hefði þróast. Vandinn var hins vegar sá mestur að átta sig nánar á hreyfiöflum og orsökum þróunarinnar þannig að menn fengju heildstæða og sannfærandi mynd af henni. Þetta tókst Darwin með þróunarkenningunni, einkum með því nýmæli sem fólst í hugmyndum hans um náttúruval.

Charles Darwin, samstarfsmenn hans og samtíðarmenn, renndu stoðum undir þróunarkenninguna með ýmiss konar gögnum og rannsóknum enda var henni í fyrstu vel tekið meðal líffræðinga. Efnisyfirlitið í bókinni frægu Um uppruna tegundanna gefur gott yfirlit um þessi atriði. Meðal gagna, athugana og aðferða sem stuðst var við má nefna eftirfarandi:
  • Gögn um reynslu manna af kynbótum húsdýra og nytjajurta og breytingu tegunda og afbrigða með þeim.
  • Athuganir á hvers kyns breytileika og aðlögun í lífríkinu.
  • Skilningur á lífsbaráttunni í lífríki jarðar og náttúruvali sem afleiðingu baráttunnar.
  • Gögn um steingervinga sem menn voru að finna um þessar mundir í jarðlögum víðs vegar um heiminn, þar á meðal eftir tegundir sem voru nú útdauðar eins og til dæmis risaeðlurnar.
  • Gögn um útbreiðslu dýra- og jurtategunda í hinum ýmsu heimsálfum.
  • Hvers konar samanburður á lífverum og tegundum, samspili þeirra og áhrifum umhverfis.
  • Gögn um jarðsöguna, þar á meðal um hin ýmsu skeið hennar og lífskilyrði á þeim og um ýmsa atburði hennar sem hafa haft áhrif á lífríkið, svo sem eldgos, flóð og ísaldir.
  • Skilningur á því að þar hefðu ævinlega verið sömu öflin að verki (sístöðuhyggja).
  • Rækileg gögn um flokkun og skyldleika tegunda í lífríkinu, allar götur frá frægu flokkunarstarfi Svíans Linnés á 18. öld.
Afrek Darwins fólst ekki síst í því að tengja saman öll þessi atriði í eina heild þannig að allt féll saman eins og í púsluspili. Þar munaði mest um það sem áður var ýjað að, að hann gerði sér grein fyrir því að lífstofnar fjölga sér ævinlega miðað við lífsrýmið þannig að það leiðir til lífsbaráttu þar sem náttúruval segir til sín. Darwin var höfundur þess hugtaks en aðrir orðuðu þetta síðar þannig, sem frægt er orðið, að "hinir hæfustu lifa af." Darwin segir sjálfur svo frá þessari uppgötvun sinni:
Í október 1838, það er fimmtán mánuðum eftir að ég hóf kerfisbundna rannsókn mína, vildi svo til að ég las mér til skemmtunar bók Malthusar um Fólksfjöldann. Ég var vel undir það búinn að gera mér grein fyrir lífsbaráttunni sem fer fram hvar sem er, því að ég hafði gert sleitulausar athuganir á venjum dýra og jurta. Mér flaug því strax í hug að við þessar aðstæður mundu hagstæðar breytingar á lífverum haldast en óhagstæðar breytingar mundu líða undir lok. (Charles Darwin, The Autobiography of Charles Darwin 1809-1882, ritstj. Nora Barlow. New York: W.W. Norton, 1958, 120).
Við getum líka spurt Darwin sjálfan hvaða lögmál efninu eru sett og ráða lífi og dauða tegundanna. Hann svarar því fúslega í niðurlagsorðum hinnar frægu bókar Um upprunann. Orð hans lýsa jafnframt ást hans á náttúrunni og óbilandi trú á hið einfalda í hinu flókna sem hefur einmitt alltaf verið eitt aðalsmerki allra vísinda:
Það er forvitnilegt að gera sér í hugarlund árbakka með flóknum gróðri af mörgum tegundum þar sem fuglar syngja í runnum, margvísleg skordýr þjóta um loftið og maðkar skríða um raka jörðina – og hugleiða síðan að allar þessar hugvitsamlegu gerðu myndir lífsins, sem eru svo ólíkar en jafnframt háðar hver annarri með svo flóknum hætti, skuli allar hafa orðið til samkvæmt lögmálum sem eru að verki allt í kringum okkur.

Í víðasta skilningi eru þessi lögmál: Vöxtur ásamt Æxlun; Erfðir sem leiðir næstum af æxlun; Breytileiki fyrir beinan og óbeinan tilverknað ytri lífsskilyrða og vegna þess hvað er notað og hvað ekki; Fjölgunarhlutfall sem er svo hátt að það leiðir til Lífsbaráttu og þess vegna til Úrvals náttúrunnar sem hefur í för með sér Sundurleitni í eðli og Útdauða þeirra lífgerða sem taka ekki framförum. Styrjöld náttúrunnar, hungursneyð og dauði, leiðir þannig beint af sér æðsta fyrirbærið sem við getum hugsað okkur: Æðri dýr verða til.

Það er tign yfir þessari lífssýn þar sem lífið er undirorpið ýmsum öflum en lífsandinn hefur í öndverðu bærst í örfáum myndum eða aðeins einni. Og, meðan jörðin hefur haldið áfram hringsóli sínu samkvæmt hinu óbreytanlega lögmáli þyngdarinnar, hefur svo einfalt og óbrotið upphaf leitt af sér ótal myndir, bæði frábærlega fagrar og undraverðar – og þessi þróun heldur enn áfram. (Darwin, Origin, 1964, 288-289).
Sjá einnig meðal annars svör við eftirtöldum spurningum:Einnig má kalla fram enn fleiri svör um þessi mál með því að setja leitarorðin "þróun" eða "þróunarkenning" inn í leitarvél vefsins efst til vinstri á skjánum....