Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Eru þjóðsögur byggðar á sönnum atburðum?

Rakel Pálsdóttir

Einfaldasta svarið við þessari spurningu er að þjóðsögur eru yfirleitt ekki byggðar á sönnum atburðum, en engu að síður er hægt að lesa ýmislegt úr slíkum sögum um veruleikann.

Þjóðsögum má skipta í ævintýri og sagnir. Ævintýri er löng formúlukennd frásögn sem oft er óbundin stað og tíma og gerist í ímynduðum heimi, til dæmis „fyrir austan sól og sunnan mána“ eða „í konungsríki einu“. Sagnir eru hins vegar yfirleitt stuttar og gerast í heimi sögumanns, lýsa raunverulegum atburðum eða eiga rætur í þjóðtrúnni. Ekki er alltaf um skýr skil að ræða og margar sagnir draga dám af ævintýrum, til dæmis ýmsar útilegumannasögur sem fylgja sams konar mynstri og mörg ævintýri.

Jónsmessunótt eftir Edward Robert Hughes. Mynd frá 1908.

Ýmsar kenningar eru uppi um uppruna ævintýra og sagna. Rannsóknir á ævintýrum hafa leitt í ljós að mörg þeirra eru ævagömul. Mismunandi kenningar herma að þjóðsögur eigi rætur í forsögulegum tíma og að í þeim sé að finna leifar indóevrópskra, asískra, eða indverskra goðsagna. Aðrir fræðimenn eru þeirrar skoðunar að þjóðsagan sé samsett úr ákveðnum frumþáttum sem eiga rætur að rekja til frumstæðrar fornmenningar. Síðan eru enn aðrir sem telja að upphaf sömu eða svipaðra sagna á mismunandi stöðum í heiminum sé ekki að finna á einum stað heldur hafi þær sprottið upp víða um heim óháðar hvor annarri vegna sameiginlegs hugmyndaarfs í undirvitund manna.

Um sagnir gegnir öðru máli. Flestar sagnir „flakka“ líkt og ævintýrin, það er að segja að sömu sagnir og sagnaminni er að finna á mismunandi stöðum í heiminum, þó að sumar séu staðbundnar, það er aðeins til í einu landi eða héraði. Margar sagnir sem við gætum auðveldlega talið séríslenskar eru það alls ekki, heldur velþekktar flökkusagnir. Sagan af ljósmóðurinni sem tekur á móti barni í álfheimum er til dæmis sögn sem þekkt er um alla Evrópu. Þegar sagnir eru staðbundnar er hugsanlegt að þær byggi á raunverulegum atburðum; í það minnsta er eitthvað í þeim sem höfðar sérstaklega til íbúa á þessum stað. Úr þessu fæst stundum skorið með sagnfræðilegum rannsóknum.

Líklega er óhætt að segja að þjóðsögur og sagnir séu sjaldnast byggðar á raunverulegum atburðum. Þær fela þó í sér annars konar sannleika því að þær endurspegla gjarnan viðhorf, siðferði og trú almennings á hverjum tíma.

Mynd:

Höfundur

þjóðfræðingur

Útgáfudagur

24.5.2002

Spyrjandi

Kristín Lovísa Jóhannsdóttir, f. 1988

Tilvísun

Rakel Pálsdóttir. „Eru þjóðsögur byggðar á sönnum atburðum?“ Vísindavefurinn, 24. maí 2002. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2413.

Rakel Pálsdóttir. (2002, 24. maí). Eru þjóðsögur byggðar á sönnum atburðum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2413

Rakel Pálsdóttir. „Eru þjóðsögur byggðar á sönnum atburðum?“ Vísindavefurinn. 24. maí. 2002. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2413>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru þjóðsögur byggðar á sönnum atburðum?
Einfaldasta svarið við þessari spurningu er að þjóðsögur eru yfirleitt ekki byggðar á sönnum atburðum, en engu að síður er hægt að lesa ýmislegt úr slíkum sögum um veruleikann.

Þjóðsögum má skipta í ævintýri og sagnir. Ævintýri er löng formúlukennd frásögn sem oft er óbundin stað og tíma og gerist í ímynduðum heimi, til dæmis „fyrir austan sól og sunnan mána“ eða „í konungsríki einu“. Sagnir eru hins vegar yfirleitt stuttar og gerast í heimi sögumanns, lýsa raunverulegum atburðum eða eiga rætur í þjóðtrúnni. Ekki er alltaf um skýr skil að ræða og margar sagnir draga dám af ævintýrum, til dæmis ýmsar útilegumannasögur sem fylgja sams konar mynstri og mörg ævintýri.

Jónsmessunótt eftir Edward Robert Hughes. Mynd frá 1908.

Ýmsar kenningar eru uppi um uppruna ævintýra og sagna. Rannsóknir á ævintýrum hafa leitt í ljós að mörg þeirra eru ævagömul. Mismunandi kenningar herma að þjóðsögur eigi rætur í forsögulegum tíma og að í þeim sé að finna leifar indóevrópskra, asískra, eða indverskra goðsagna. Aðrir fræðimenn eru þeirrar skoðunar að þjóðsagan sé samsett úr ákveðnum frumþáttum sem eiga rætur að rekja til frumstæðrar fornmenningar. Síðan eru enn aðrir sem telja að upphaf sömu eða svipaðra sagna á mismunandi stöðum í heiminum sé ekki að finna á einum stað heldur hafi þær sprottið upp víða um heim óháðar hvor annarri vegna sameiginlegs hugmyndaarfs í undirvitund manna.

Um sagnir gegnir öðru máli. Flestar sagnir „flakka“ líkt og ævintýrin, það er að segja að sömu sagnir og sagnaminni er að finna á mismunandi stöðum í heiminum, þó að sumar séu staðbundnar, það er aðeins til í einu landi eða héraði. Margar sagnir sem við gætum auðveldlega talið séríslenskar eru það alls ekki, heldur velþekktar flökkusagnir. Sagan af ljósmóðurinni sem tekur á móti barni í álfheimum er til dæmis sögn sem þekkt er um alla Evrópu. Þegar sagnir eru staðbundnar er hugsanlegt að þær byggi á raunverulegum atburðum; í það minnsta er eitthvað í þeim sem höfðar sérstaklega til íbúa á þessum stað. Úr þessu fæst stundum skorið með sagnfræðilegum rannsóknum.

Líklega er óhætt að segja að þjóðsögur og sagnir séu sjaldnast byggðar á raunverulegum atburðum. Þær fela þó í sér annars konar sannleika því að þær endurspegla gjarnan viðhorf, siðferði og trú almennings á hverjum tíma.

Mynd:...