Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvernig er dýralíf á Grænlandi?

Jón Már Halldórsson

Á Grænlandi er afar sérstætt og fjölbreytt dýralíf. Við fyrstu sýn virðast kannski grænlensku óbyggðirnar lífvana vegna þeirrar óblíðu veðráttu sem þar ríkir. En þannig er því ekki farið því að á Grænlandi lifa alls níu tegundir villtra landspendýra, það er að segja fleiri en á Íslandi til dæmis. Ástæða þess er að öllum líkindum sú að Ísland er miklu minna en Grænland og illa aðgengilegt fyrir landnám dýra sem ekki geta synt eða flogið. En harðgerð landspendýr hafa haft greiðan aðgang að Grænlandi um ísbrúna sem myndast nyrst við Ellismere-eyju.

Meðal sjávarspendýra sem eru þekkt innan grænlensku efnahagslögsögunnar eru 6 selategundir og 15 hvalategundir, þar á meðal langreyður, steypireyður, hrefna, náhvalur og hnúfubakur svo að dæmi séu tekin.

Um 60 tegundir fugla verpa á Grænlandi en alls hafa fundist þar 235 tegundir. Talsvert hefur verið rætt og ritað um ofveiði á svartfugli við suðurströnd Grænlands, sérstaklega á álku. Aðrar tegundir varpfugla sem nefna má eru hrafn, rjúpa, snæugla, lundi, fálki, æðarfugl og haftyrðill sem áður taldist til íslenskra varpfugla en er nú af ókunnum orsökum hættur að verpa hér við land. Þó hafa komið fram kenningar um að hlýnun andrúmsloftsins hafi neytt þennan hánorræna sjófugl til að færa sig norður á bóginn með varp sitt.

Um 700 tegundir skordýra lifa á Grænlandi og þar af er ein tegund móskítóflugna og um 60 tegundir köngulóa.

Af landspendýrum sem lifa á Grænlandi má nefna, heimskautaref (Alopex lagopus), úlf (Canis lupus), hreindýr (Rangifer tarandus), ísbjörn (Ursus maritimus), jarfa (Gulo gulo) sem er rándýr af marðaætt, læmingja (Lemmus lemmus), og sauðnaut (Ovibus moschatus). Á suðurhluta Grænlands má rekast á sauðfé sem var flutt með mönnum upphaflega en lifir nú orðið villt.

Lesið einnig svar Gísla Más Gíslasonar við spurningunni Af hverju lifa ekki moskítóflugur á Íslandi, fyrst þær geta lifað báðum megin á Grænlandi?

Lesefni:

Páll Hersteinsson, 1998. "Spendýr á norðurslóðum". Hjá Þorsteini Vilhjálmssyni (ritstj.), Undur veraldar: Greinasafn um raunvísindi fyrir almenning. Reykjavík: Heimskringla - Háskólaforlag Máls og menningar.

Myndin af sauðnautunum á beit var á vefsetrinu Visit Greenland. Myndin af einkennisfugli norðurheimskautssvæðisins, snæuglunni, var á vefsetri Ugluklúbbsins.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

6.6.2002

Spyrjandi

Drífa Örvarsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig er dýralíf á Grænlandi?“ Vísindavefurinn, 6. júní 2002. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2464.

Jón Már Halldórsson. (2002, 6. júní). Hvernig er dýralíf á Grænlandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2464

Jón Már Halldórsson. „Hvernig er dýralíf á Grænlandi?“ Vísindavefurinn. 6. jún. 2002. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2464>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig er dýralíf á Grænlandi?
Á Grænlandi er afar sérstætt og fjölbreytt dýralíf. Við fyrstu sýn virðast kannski grænlensku óbyggðirnar lífvana vegna þeirrar óblíðu veðráttu sem þar ríkir. En þannig er því ekki farið því að á Grænlandi lifa alls níu tegundir villtra landspendýra, það er að segja fleiri en á Íslandi til dæmis. Ástæða þess er að öllum líkindum sú að Ísland er miklu minna en Grænland og illa aðgengilegt fyrir landnám dýra sem ekki geta synt eða flogið. En harðgerð landspendýr hafa haft greiðan aðgang að Grænlandi um ísbrúna sem myndast nyrst við Ellismere-eyju.

Meðal sjávarspendýra sem eru þekkt innan grænlensku efnahagslögsögunnar eru 6 selategundir og 15 hvalategundir, þar á meðal langreyður, steypireyður, hrefna, náhvalur og hnúfubakur svo að dæmi séu tekin.

Um 60 tegundir fugla verpa á Grænlandi en alls hafa fundist þar 235 tegundir. Talsvert hefur verið rætt og ritað um ofveiði á svartfugli við suðurströnd Grænlands, sérstaklega á álku. Aðrar tegundir varpfugla sem nefna má eru hrafn, rjúpa, snæugla, lundi, fálki, æðarfugl og haftyrðill sem áður taldist til íslenskra varpfugla en er nú af ókunnum orsökum hættur að verpa hér við land. Þó hafa komið fram kenningar um að hlýnun andrúmsloftsins hafi neytt þennan hánorræna sjófugl til að færa sig norður á bóginn með varp sitt.

Um 700 tegundir skordýra lifa á Grænlandi og þar af er ein tegund móskítóflugna og um 60 tegundir köngulóa.

Af landspendýrum sem lifa á Grænlandi má nefna, heimskautaref (Alopex lagopus), úlf (Canis lupus), hreindýr (Rangifer tarandus), ísbjörn (Ursus maritimus), jarfa (Gulo gulo) sem er rándýr af marðaætt, læmingja (Lemmus lemmus), og sauðnaut (Ovibus moschatus). Á suðurhluta Grænlands má rekast á sauðfé sem var flutt með mönnum upphaflega en lifir nú orðið villt.

Lesið einnig svar Gísla Más Gíslasonar við spurningunni Af hverju lifa ekki moskítóflugur á Íslandi, fyrst þær geta lifað báðum megin á Grænlandi?

Lesefni:

Páll Hersteinsson, 1998. "Spendýr á norðurslóðum". Hjá Þorsteini Vilhjálmssyni (ritstj.), Undur veraldar: Greinasafn um raunvísindi fyrir almenning. Reykjavík: Heimskringla - Háskólaforlag Máls og menningar.

Myndin af sauðnautunum á beit var á vefsetrinu Visit Greenland. Myndin af einkennisfugli norðurheimskautssvæðisins, snæuglunni, var á vefsetri Ugluklúbbsins.

...