Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað er þetta "babb" sem á það til að koma í báta?

Guðrún Kvaran

Orðtakið ,,það kom (er komið) babb í bátinn" er þekkt frá því á 18. öld. Í orðabók Björns Halldórssonar frá 1814 má finna undir flettiorðinu babb skýringuna 'ógreinilegt tal, babbl' og tvær merkingar orðasambandsins. Annars vegar er dæmi á latínu sem merkir 'óánægja gerði vart við sig gegn stýrimanni' og hins vegar dæmi sem þýðir 'það brakaði í skipshliðum af öldugangi'.

Halldór Halldórsson getur sér þess til í Íslensku orðtakasafni (1991:53) að síðari merkingin sé skýringartilgáta Björns, en fyrri skýringin sé nær upprunanum. Óvíst er hver upprunaleg merking orðtaksins var en hugsanlegt er að átt hafi verið við óánægjumuldur skipverja. Nútímamerkingin 'smávægileg hindrun hefur gert vart við sig' er þekkt að minnsta kosti frá miðri 19. öld en heldur yngra er afbrigðið það er kominn bobbi í bátinn, en bobbi merkir 'vandræði'.

Babb í merkingunni 'ógreinilegt tal' er þekkt að minnsta kosti frá 17. öld og sama er að segja um sögnina að babba 'tala ógreinilega' en nafnorðið babbi í sömu merkingu er heldur yngra. Orðin hafa verið tengd nafnorðinu babbl 'ógreinilegt tal, þrugl' og sögninni að babbla 'tala ógreinilega'. Orðstofninn er hljóðhermueðlis og leiddur af hjali ungbarna.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

1.7.2002

Spyrjandi

Pétur L. Jónsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er þetta "babb" sem á það til að koma í báta?“ Vísindavefurinn, 1. júlí 2002. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2549.

Guðrún Kvaran. (2002, 1. júlí). Hvað er þetta "babb" sem á það til að koma í báta? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2549

Guðrún Kvaran. „Hvað er þetta "babb" sem á það til að koma í báta?“ Vísindavefurinn. 1. júl. 2002. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2549>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er þetta "babb" sem á það til að koma í báta?
Orðtakið ,,það kom (er komið) babb í bátinn" er þekkt frá því á 18. öld. Í orðabók Björns Halldórssonar frá 1814 má finna undir flettiorðinu babb skýringuna 'ógreinilegt tal, babbl' og tvær merkingar orðasambandsins. Annars vegar er dæmi á latínu sem merkir 'óánægja gerði vart við sig gegn stýrimanni' og hins vegar dæmi sem þýðir 'það brakaði í skipshliðum af öldugangi'.

Halldór Halldórsson getur sér þess til í Íslensku orðtakasafni (1991:53) að síðari merkingin sé skýringartilgáta Björns, en fyrri skýringin sé nær upprunanum. Óvíst er hver upprunaleg merking orðtaksins var en hugsanlegt er að átt hafi verið við óánægjumuldur skipverja. Nútímamerkingin 'smávægileg hindrun hefur gert vart við sig' er þekkt að minnsta kosti frá miðri 19. öld en heldur yngra er afbrigðið það er kominn bobbi í bátinn, en bobbi merkir 'vandræði'.

Babb í merkingunni 'ógreinilegt tal' er þekkt að minnsta kosti frá 17. öld og sama er að segja um sögnina að babba 'tala ógreinilega' en nafnorðið babbi í sömu merkingu er heldur yngra. Orðin hafa verið tengd nafnorðinu babbl 'ógreinilegt tal, þrugl' og sögninni að babbla 'tala ógreinilega'. Orðstofninn er hljóðhermueðlis og leiddur af hjali ungbarna....