Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Geta dýr verið samkynhneigð, eins og fólk?

Jón Már Halldórsson

Fræðimenn greinir mjög á hvort samkynhneigð sé til á meðal dýra og því er ekki hægt að svara spurningunni játandi eða neitandi. Þess í stað verður vitnað í rannsóknir sem hafa verið gerðar á meðal dýra og þeirri gagnrýni sem fram hefur komið á þær rannsóknir.

Fjölmargir atferlisfræðingar og dýrafræðingar hafa bent á að kynlíf dýra er ekki eins einfalt og sumir hafa haldið. Í bók sinni Biological Exuberance fjallar líffræðingurinn dr. Bruce Bagemihl um ástaratlot sem mætti tengja við samkynhneigð hjá um 450 tegundum dýra. Hann tók meðal annars eftir því að á meðal bonobo-apa (Pan paniscus) sem eru náskyldir simpönsum, var um helmingur allra para samkynhneigður. Bagemihl heldur því fram að samkynhneigð sé mjög algeng í dýraríkinu og í raun sé aðeins ein dýrategund til sem hafi eitthvað við hana að athuga og það sé maðurinn.

Fræðimenn greinir mjög á hvort samkynhneigð sé til á meðal dýra og því er ekki hægt að svara spurningunni játandi eða neitandi.

Margir hafa orðið til þess að gagnrýna niðurstöður Bagemihl og segja að hann einfaldi hlutina um of því ekki sé hægt að bera saman atferli dýra og manna með þeim hætti sem Bagemihl gerir. En Bagemihl svarar þessari gagnrýni með því að segja að ef samkynhneigð sé náttúruleg hjá manninum eins og flestir telji, af hverju ætti hún þá ekki að vera náttúruleg hjá dýrunum. Sérstaklega í ljósi þess að flestir vitibornir menn séu sammála um það að menn séu dýr.

Þróunarsálfræðingurinn Martin Daly við McMaster háskólann í Ontario Kanada hefur gengið hvað harðast fram í gagnrýni á kenningar Bagemihl. Daly heldur því fram að þau dýr sem sýndu af sér samkynhneigða hegðun þurfi ekki endilega að gera það vegna kynferðislegra hvata heldur vegna annara tjáskipta enda hafi dýr ekki jafn þróað tungumál og maðurinn. Daly finnst Bagemihl oftúlka atferli dýranna þegar þau sýna einstaklingi af sama kyni kynferðislegan áhuga.

Hollenski dýrafræðingurinn dr. Maarten Frankenhuis sem er framkvæmdastjóri dýragarðs í Amsterdam, heldur því fram að margar ástæður séu fyrir þessu háttalagi dýra. Hann virðist í meginatriðum vera sammála gagnrýni Daly en segir að í mörgum tilvikum sé þó um samkynhneigð að ræða hjá dýrunum. Frankenhuis segist hafa séð ástaratlot á milli dýra af sama kyni meðal annars hjá simpönsum, orangútum, górillum, fílum og höfrungum. Hann heldur því fram að slík atlot séu algengari hjá ungum dýrum sem ekki eru orðin kynþroska en hjá eldri dýrum.

En dr. Frankenhuis segist einnig hafa orðið vitni að fjölmörgum atvikum sem frekar eigi að túlka sem ákveðin tjáskipti en sem samkynhneigð. Þegar til dæmis nýr karlapi bætist í hóp prímata og valdapíramítinn riðlast, berjast karlaparnir um stöðu sína og þá er ekki óalgengt að sterkari karlapinn beiti veikburðari karlapann “kynferðislegu ofbeldi”. En slíkt hátterni hætti alveg þegar regla er komin á goggunarröðina í hópnum á ný.

Dashik og Yahuda eru karlkyns gammar sem hafa alið upp tvo unga saman.

En eins og Frankenhuis benti á hér að ofan virðist stundum eins og dýrin séu samkynhneigð. Hér á myndinni fyrir ofan má til dæmis sjá gammana Dashik og Yahuda sem búa í dýragarði í Jerúsalem í Ísrael. Dashik og Yahuda eru karldýr sem hafa alið upp tvo unga. Dýrahaldarar í Jerúsalem tóku eftir því að fuglarnir höfðu búið til hreiður og voru að para sig. Dýrahaldararnir ákváðu að gefa þeim gerviegg í hreiðrið til þess að sjá hvað myndi gerast. Gammarnir voru hinir lukkulegustu með gervieggið sitt og höguðu sér alveg eins og um alvöruegg væri að ræða. Dýrahaldararnir ákváðu þá að láta fuglana fá alvöru unga í hreiðrið og nú er svo komið að Dashik og Yahuda hafa komið tveimur ungum á legg, þeim Divu og Adi Gordon.

Heimildir og frekara lesefni

Bagemihl, David. Biological exuberance, Animal Homosexuality and Natural Diversity. St. Martin's Press, 1999.

Radio Netherlands

CNN.COM

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

8.7.2002

Spyrjandi

Jóhanna Kristín Gísladóttir,
Hanna Björg Henrysdóttir,
Björn Þorfinnsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Geta dýr verið samkynhneigð, eins og fólk?“ Vísindavefurinn, 8. júlí 2002. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2571.

Jón Már Halldórsson. (2002, 8. júlí). Geta dýr verið samkynhneigð, eins og fólk? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2571

Jón Már Halldórsson. „Geta dýr verið samkynhneigð, eins og fólk?“ Vísindavefurinn. 8. júl. 2002. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2571>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Geta dýr verið samkynhneigð, eins og fólk?
Fræðimenn greinir mjög á hvort samkynhneigð sé til á meðal dýra og því er ekki hægt að svara spurningunni játandi eða neitandi. Þess í stað verður vitnað í rannsóknir sem hafa verið gerðar á meðal dýra og þeirri gagnrýni sem fram hefur komið á þær rannsóknir.

Fjölmargir atferlisfræðingar og dýrafræðingar hafa bent á að kynlíf dýra er ekki eins einfalt og sumir hafa haldið. Í bók sinni Biological Exuberance fjallar líffræðingurinn dr. Bruce Bagemihl um ástaratlot sem mætti tengja við samkynhneigð hjá um 450 tegundum dýra. Hann tók meðal annars eftir því að á meðal bonobo-apa (Pan paniscus) sem eru náskyldir simpönsum, var um helmingur allra para samkynhneigður. Bagemihl heldur því fram að samkynhneigð sé mjög algeng í dýraríkinu og í raun sé aðeins ein dýrategund til sem hafi eitthvað við hana að athuga og það sé maðurinn.

Fræðimenn greinir mjög á hvort samkynhneigð sé til á meðal dýra og því er ekki hægt að svara spurningunni játandi eða neitandi.

Margir hafa orðið til þess að gagnrýna niðurstöður Bagemihl og segja að hann einfaldi hlutina um of því ekki sé hægt að bera saman atferli dýra og manna með þeim hætti sem Bagemihl gerir. En Bagemihl svarar þessari gagnrýni með því að segja að ef samkynhneigð sé náttúruleg hjá manninum eins og flestir telji, af hverju ætti hún þá ekki að vera náttúruleg hjá dýrunum. Sérstaklega í ljósi þess að flestir vitibornir menn séu sammála um það að menn séu dýr.

Þróunarsálfræðingurinn Martin Daly við McMaster háskólann í Ontario Kanada hefur gengið hvað harðast fram í gagnrýni á kenningar Bagemihl. Daly heldur því fram að þau dýr sem sýndu af sér samkynhneigða hegðun þurfi ekki endilega að gera það vegna kynferðislegra hvata heldur vegna annara tjáskipta enda hafi dýr ekki jafn þróað tungumál og maðurinn. Daly finnst Bagemihl oftúlka atferli dýranna þegar þau sýna einstaklingi af sama kyni kynferðislegan áhuga.

Hollenski dýrafræðingurinn dr. Maarten Frankenhuis sem er framkvæmdastjóri dýragarðs í Amsterdam, heldur því fram að margar ástæður séu fyrir þessu háttalagi dýra. Hann virðist í meginatriðum vera sammála gagnrýni Daly en segir að í mörgum tilvikum sé þó um samkynhneigð að ræða hjá dýrunum. Frankenhuis segist hafa séð ástaratlot á milli dýra af sama kyni meðal annars hjá simpönsum, orangútum, górillum, fílum og höfrungum. Hann heldur því fram að slík atlot séu algengari hjá ungum dýrum sem ekki eru orðin kynþroska en hjá eldri dýrum.

En dr. Frankenhuis segist einnig hafa orðið vitni að fjölmörgum atvikum sem frekar eigi að túlka sem ákveðin tjáskipti en sem samkynhneigð. Þegar til dæmis nýr karlapi bætist í hóp prímata og valdapíramítinn riðlast, berjast karlaparnir um stöðu sína og þá er ekki óalgengt að sterkari karlapinn beiti veikburðari karlapann “kynferðislegu ofbeldi”. En slíkt hátterni hætti alveg þegar regla er komin á goggunarröðina í hópnum á ný.

Dashik og Yahuda eru karlkyns gammar sem hafa alið upp tvo unga saman.

En eins og Frankenhuis benti á hér að ofan virðist stundum eins og dýrin séu samkynhneigð. Hér á myndinni fyrir ofan má til dæmis sjá gammana Dashik og Yahuda sem búa í dýragarði í Jerúsalem í Ísrael. Dashik og Yahuda eru karldýr sem hafa alið upp tvo unga. Dýrahaldarar í Jerúsalem tóku eftir því að fuglarnir höfðu búið til hreiður og voru að para sig. Dýrahaldararnir ákváðu að gefa þeim gerviegg í hreiðrið til þess að sjá hvað myndi gerast. Gammarnir voru hinir lukkulegustu með gervieggið sitt og höguðu sér alveg eins og um alvöruegg væri að ræða. Dýrahaldararnir ákváðu þá að láta fuglana fá alvöru unga í hreiðrið og nú er svo komið að Dashik og Yahuda hafa komið tveimur ungum á legg, þeim Divu og Adi Gordon.

Heimildir og frekara lesefni

Bagemihl, David. Biological exuberance, Animal Homosexuality and Natural Diversity. St. Martin's Press, 1999.

Radio Netherlands

CNN.COM ...