Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Hver er saga Tyrkjaveldis?

nemendur í Mið-Austurlandafræði og GrH

Tyrkjaveldi, sem einnig er nefnt Ósmanska veldið eða Ottómanveldið,[1] á sér rúmlega 600 ára sögu. Það var stofnað árið 1299 og að lokum leyst upp árið 1923. Þegar ríki Seljúka leið undir lok á 13. öld var Anatólíu eða Litlu-Asíu (landsvæði sem nú tilheyrir asíska hluta Tyrklands) skipt á milli nokkurra fylkinga. Ein fylkingin var leidd af höfðingjanum Ósman I. sem varð síðar fyrsti soldán Tyrkjaveldis. Eftir lát hans árið 1323/24 tók Orhan sonur hans við soldánstign og á stjórnartíð hans hófust landvinningar Ósmana.

Ósmanar hertóku landsvæði á Balkanskaga og Þessalóníkuborg í Norður-Grikklandi undir stjórn Múrats I. seint á 14. öld. Þeir voru við það að leggja borgina Konstantínópel undir sig þegar mongólski herforinginn Tímúr halti (e. Tamerlane), leiðtogi Tímúrveldisins, réðst inn í Tyrkjaveldi og sigraði her þeirra. Þá var Bayesíd I., soldán Ósmana, tekinn til fanga og lést ári síðar. Í kjölfarið braust út borgarastyrjöld og synir Bayesíds börðust um völdin. Um nokkurra ára skeið misstu Ósmanar stóran hluta landvinninga sinna en náðu þeim aftur nokkrum áratugum síðar undir stjórn Múrats II. Þann 29. maí 1453 náði sonur hans, Mehmet II. „hinn sigursæli“, Konstantínópel loks á sitt vald eftir tæplega átta vikna umsátur og gerði hana að höfuðborg Tyrkjaveldis. Hann breytti jafnframt nafni hennar í Istanbúl, sem er það nafn sem við þekkjum í dag.

Mongólski herforinginn Tímúr halti, leiðtogi Tímúrveldisins réðst inn í Tyrkjaveldi og sigraði her þeirra á 14. öld.

Landvinningar Ósmana jukust stórlega á 16. öld undir stjórn Súleimans mikla. Ósmanar litu svo á að helsta hlutverk ríkisins væri að verja og breiða út veldi múslima og tryggja öryggi og frið innan landamæra þess. Á þessum tíma lögðu Ósmanar undir sig Ungverjaland, Ródos, Írak og hluta af Arabíuskaga. Þegar Tyrkjaveldi náði hámarki sínu á valdatíma Súleimans var það rúmlega 2,2 milljónir ferkílómetra að stærð. Súleiman lést árið 1566 og andlát hans markaði upphafið að hnignun Tyrkjaveldis.

Soldáninn, eða Padishah, var einvaldur og með honum störfuðu margvíslegir ríkisstjórar og vesírar. Innan Ósmanveldisins voru soldánarnir beinir afkomendur Ósmans I., og afkomendur hans ríktu yfir heimsveldi Ósmana fram til 1922.

Veldi Ósmana árið 1451, fyrir mestu landvinninga Mehmets „sigursæla“. Ljósgrænu svæðin eru svokölluð leppríki.

Við dauða Súleimans mikla var Ósmanveldið rúmlega 2,2 milljón ferkílómetrar að stærð.

Ríkismál Tyrkjaveldis voru rædd og ákveðin innan svokallaðs dívans sem var ráð vesíra og samastóð af trúarleiðtogum, herforingjum og leiðtogum réttarfarskerfisins, undir stjórn og leiðsögn soldánsins. Eftir því sem skyldur ríkisins jukust og urðu flóknari öðluðust margir vesíranna aukin fjárhagsleg og pólitísk völd, og með sífellt minni afskiptum soldánsins varð það óhjákvæmilegt að vesírarnir myndu að lokum hafa yfirráð með stjórnsýslunni. Í tíð Mehmets sigursæla dró soldáninn sig að mestu leyti úr daglegum málum ríkisins og skipaði einn vesíra sinna í embætti stórvesírs sem heyrði þar með beint undir soldáninn sjálfan og varð næstæðsta embætti ríkisins.

Stórvesírarnir voru tiltölulega sjálfstæðir og gátu ráðið flestum embættum eftir eigin hentisemi. Seint á 17. öld byrjuðu soldánarnir að draga sig út úr stjórnmálum og stórvesírarnir urðu í raun æðsta vald ríkisins.

Stjórnskipulag Ósmanveldisins var í stuttu máli þannig að efstur var soldáninn sem réð yfir:
  • Hernum og öðrum stofnunum sem voru ábyrgar voru fyrir útbreiðslu veldisins og vörnum þess.
  • Stjórnsýslunni, sem sá um skattheimtu og umsjón tekjustofna (ríkistekna).
  • Trúarlegum stofnunum, sem sáu um trúarlegt skipulag og regluverk og að framfylgja því, sem og útbreiðslu trúarinnar. Þeir sem ekki aðhylltust íslamska trú höfðu ákveðin en takmörkuð völd yfir eigin málum.

Sundrung Tyrkjaveldisins hófst á öðru stjórnarskrártímabilinu (1908-1922) sem kallað var tímabil vonar og fyrirheita þegar Ungtyrkir (tyrk. Jön Türkler) gerðu uppreisn.

Sundrung Tyrkjaveldis hófst á öðru stjórnarskrártímabilinu (1908-1922) sem kallað var tímabil vonar og fyrirheita þegar umbótahreyfingin Ungtyrkir (tyrk. Jön Türkler, úr fr. Les jeunes Turcs) gerði uppreisn. Markmið hreyfingarinnar var að endurvekja stjórnarskrá Ósmana frá 1876 og koma á fjölflokkastjórnarfyrirkomulagi með tveggja stiga kosningakerfi á ósmanska þinginu. Stjórnarskráin veitti mönnum von um að allir innan heimsveldisins yrðu frjálsir og stofnanir þess nútímavæddar. Hreyfing Ungtyrkja tilkynnti nýja flokka sína sem nefndir voru Samruna- og framfaraflokkurinn og Frelsis- og samræmisflokkurinn.

Austurríkismenn voru meðal þeirra þjóða sem nýttu sér innanlandsdeilur Tyrkjaveldis og innlimuðu Bosníu og Hersegóvínu opinberlega árið 1908. Ósmanar reyndu að nútímavæða her sinn en biðu engu að síður ósigur fyrir Ítölum í stríði Ítala og Tyrkja árið 1911 og misstu í kjölfarið yfirráðasvæði sín í Norður-Afríku, auk grískra eyja undan suðvesturströnd Tyrklands. Eftir Balkanskagastríðið 1912-1913 misstu þeir að auki næstum öll yfirráðasvæði sín á meginlandi Evrópu. Á tíma „Pasjanna þriggja“, sem hófst í byrjun 20. aldar og lauk við lok fyrri heimstyrjaldar, komu Ósmanar á nánu samstarfi við þýska keisaraveldið. Í byrjun fyrri heimsstyrjaldarinnar 1914 réðust Ósmanar óvænt inn á yfirráðasvæði Rússa við Svartahaf og í kjölfar þess sögðu Rússar og bandamenn þeirra, Frakkar og Bretar, Ósmönum stríð á hendur.

Soldánstignin var afnumin 1. nóvember 1922 og síðasti soldáninn Mehmet VI. yfirgaf landið 17. nóvember 1922. Í kjölfar þessa var kalífadæmið afnumið 3. mars 1924.

Ósmanar unnu nokkra mikilvæga sigra á fyrstu árum fyrri heimstyrjaldar, til dæmis orrustuna við Gallipólí og umsátrið um Kut. Stríðið var hins vegar farið að snúast Rússum í vil og árið 1915 réðust þeir inn í austurhluta Tyrkjaveldis. Ósmanar hófu þá brottvísun Armena af landsvæðum sínum sem leiddi til þjóðarmorðs á Armenum 1915-1917[2]. Tilgangurinn var þjóðernishreinsun innan Ósmanveldisins og fóru Grikkir og Assyríumenn ekki varhluta af ofsóknum Tyrkja.

Ósmanar höfðu haft betur á vígstöðvum sínum í Mið-Austurlöndum fyrstu tvö ár stríðsins en gríðarlegur flótti liðhlaupa árið 1916 setti strik í reikninginn. Þátttöku Ósmana í fyrri heimstyrjöld lauk með undirritun Mudros-vopnahlésins í október 1918, þar sem þeir samþykktu að gefa eftir hernumin svæði í Jemen, Sýrlandi, Mesópótamíu og víðar við Miðjarðarhafið. Sèvres-sáttmálinn var svo undirritaður í ágúst 1920, að undangenginni Lundúnarráðstefnunni í febrúar sama ár þar sem Bretar, Frakkar og Ítalir ræddu aðkomu Ósmana að stríðinu, og við það var veldi Ósmana skipt í nokkra hluta. Sáttmálinn leyfði soldánum að halda stöðu sinni og titli. Hernám Istanbúl og Ízmir leiddi síðan til stofnunar tyrknesku þjóðernishreyfingarinnar (tr. Türk Ulusal Hareketi) sem sigraði í tyrknesku sjálfstæðisbaráttunni 1920 undir forystu Mústafa Kemals, sem kallaður var Atatürk. Soldánstignin var loks afnumin 1. nóvember 1922 og síðasti soldáninn Mehmet VI. yfirgaf landið 17. nóvember 1922. Í kjölfar þessa var kalífadæmið afnumið 3. mars 1924.

Heimildir:
  • „Anatolia“. Britannica online. Sótt 8.6.2018.
  • Faroqhi, Suraiya N. ritstjóri. „The Later Ottoman Empire.“ The Cambridge History of Turkey, Volume 1. 1603–1839. Cambridge University Press, 2006.
  • Faroqhi, Suraiya N. og Kate Fleet, ritstjórar. „The Ottoman Empire as a World Power.“ The Cambridge History of Turkey, Volume 1. 1453–1603. Cambridge University Press, 2009.
  • Finkel, Caroline. Osman's Dream: The Story of the Ottoman Empire, 1300–1923. Basic Books, 2005.
  • Fleet, Kate, ritstjóri. „Byzantium to Turkey.“ The Cambridge History of Turkey, Volume 1. 1071–1453. Cambridge University Press, 2009.
  • Halil, İnalcık og Donal Quataert, ritstjórar. An Economic and Social History of the Ottoman Empire, 1300–1914. Cambridge University Press, 1994.
  • Jason, Goodwin. Lords of the horizons. A history of the Ottoman empire. Owl Books, 1998.
  • "„Ottoman Empire“" Britannica online. Sótt 8.6.2018.
  • Suraiyaed, Reşat Kasaba, ritstjóri. „Turkey in the Modern World.“ The Cambridge History of Turkey, Volume 1. Cambridge University Press, 2009.

Myndir:

Tilvísanir:
  1. ^ Osman er tyrknesk mynd arabíska nafnsins Uthmā‎n (عثمان‎) Í ensku er hefð fyrir að rita nafnið Ottoman.
  2. ^ Heimildum ber ekki saman um hvort þau hafi staðið yfir fram til ársins 1917, 1918 eða 1923.


Þetta svar var unnið í námskeiðinu MAF101G Saga Miðausturlanda I haustið 2016. Þórir Jónsson Hraundal hafði umsjón með námskeiðinu.

Útgáfudagur

29.10.2018

Spyrjandi

Tómas Smári, Svavar Örn Guðjónsson, Gunnar Pálmi Hannesson

Tilvísun

nemendur í Mið-Austurlandafræði og GrH. „Hver er saga Tyrkjaveldis?“ Vísindavefurinn, 29. október 2018. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=25765.

nemendur í Mið-Austurlandafræði og GrH. (2018, 29. október). Hver er saga Tyrkjaveldis? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=25765

nemendur í Mið-Austurlandafræði og GrH. „Hver er saga Tyrkjaveldis?“ Vísindavefurinn. 29. okt. 2018. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=25765>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er saga Tyrkjaveldis?
Tyrkjaveldi, sem einnig er nefnt Ósmanska veldið eða Ottómanveldið,[1] á sér rúmlega 600 ára sögu. Það var stofnað árið 1299 og að lokum leyst upp árið 1923. Þegar ríki Seljúka leið undir lok á 13. öld var Anatólíu eða Litlu-Asíu (landsvæði sem nú tilheyrir asíska hluta Tyrklands) skipt á milli nokkurra fylkinga. Ein fylkingin var leidd af höfðingjanum Ósman I. sem varð síðar fyrsti soldán Tyrkjaveldis. Eftir lát hans árið 1323/24 tók Orhan sonur hans við soldánstign og á stjórnartíð hans hófust landvinningar Ósmana.

Ósmanar hertóku landsvæði á Balkanskaga og Þessalóníkuborg í Norður-Grikklandi undir stjórn Múrats I. seint á 14. öld. Þeir voru við það að leggja borgina Konstantínópel undir sig þegar mongólski herforinginn Tímúr halti (e. Tamerlane), leiðtogi Tímúrveldisins, réðst inn í Tyrkjaveldi og sigraði her þeirra. Þá var Bayesíd I., soldán Ósmana, tekinn til fanga og lést ári síðar. Í kjölfarið braust út borgarastyrjöld og synir Bayesíds börðust um völdin. Um nokkurra ára skeið misstu Ósmanar stóran hluta landvinninga sinna en náðu þeim aftur nokkrum áratugum síðar undir stjórn Múrats II. Þann 29. maí 1453 náði sonur hans, Mehmet II. „hinn sigursæli“, Konstantínópel loks á sitt vald eftir tæplega átta vikna umsátur og gerði hana að höfuðborg Tyrkjaveldis. Hann breytti jafnframt nafni hennar í Istanbúl, sem er það nafn sem við þekkjum í dag.

Mongólski herforinginn Tímúr halti, leiðtogi Tímúrveldisins réðst inn í Tyrkjaveldi og sigraði her þeirra á 14. öld.

Landvinningar Ósmana jukust stórlega á 16. öld undir stjórn Súleimans mikla. Ósmanar litu svo á að helsta hlutverk ríkisins væri að verja og breiða út veldi múslima og tryggja öryggi og frið innan landamæra þess. Á þessum tíma lögðu Ósmanar undir sig Ungverjaland, Ródos, Írak og hluta af Arabíuskaga. Þegar Tyrkjaveldi náði hámarki sínu á valdatíma Súleimans var það rúmlega 2,2 milljónir ferkílómetra að stærð. Súleiman lést árið 1566 og andlát hans markaði upphafið að hnignun Tyrkjaveldis.

Soldáninn, eða Padishah, var einvaldur og með honum störfuðu margvíslegir ríkisstjórar og vesírar. Innan Ósmanveldisins voru soldánarnir beinir afkomendur Ósmans I., og afkomendur hans ríktu yfir heimsveldi Ósmana fram til 1922.

Veldi Ósmana árið 1451, fyrir mestu landvinninga Mehmets „sigursæla“. Ljósgrænu svæðin eru svokölluð leppríki.

Við dauða Súleimans mikla var Ósmanveldið rúmlega 2,2 milljón ferkílómetrar að stærð.

Ríkismál Tyrkjaveldis voru rædd og ákveðin innan svokallaðs dívans sem var ráð vesíra og samastóð af trúarleiðtogum, herforingjum og leiðtogum réttarfarskerfisins, undir stjórn og leiðsögn soldánsins. Eftir því sem skyldur ríkisins jukust og urðu flóknari öðluðust margir vesíranna aukin fjárhagsleg og pólitísk völd, og með sífellt minni afskiptum soldánsins varð það óhjákvæmilegt að vesírarnir myndu að lokum hafa yfirráð með stjórnsýslunni. Í tíð Mehmets sigursæla dró soldáninn sig að mestu leyti úr daglegum málum ríkisins og skipaði einn vesíra sinna í embætti stórvesírs sem heyrði þar með beint undir soldáninn sjálfan og varð næstæðsta embætti ríkisins.

Stórvesírarnir voru tiltölulega sjálfstæðir og gátu ráðið flestum embættum eftir eigin hentisemi. Seint á 17. öld byrjuðu soldánarnir að draga sig út úr stjórnmálum og stórvesírarnir urðu í raun æðsta vald ríkisins.

Stjórnskipulag Ósmanveldisins var í stuttu máli þannig að efstur var soldáninn sem réð yfir:
  • Hernum og öðrum stofnunum sem voru ábyrgar voru fyrir útbreiðslu veldisins og vörnum þess.
  • Stjórnsýslunni, sem sá um skattheimtu og umsjón tekjustofna (ríkistekna).
  • Trúarlegum stofnunum, sem sáu um trúarlegt skipulag og regluverk og að framfylgja því, sem og útbreiðslu trúarinnar. Þeir sem ekki aðhylltust íslamska trú höfðu ákveðin en takmörkuð völd yfir eigin málum.

Sundrung Tyrkjaveldisins hófst á öðru stjórnarskrártímabilinu (1908-1922) sem kallað var tímabil vonar og fyrirheita þegar Ungtyrkir (tyrk. Jön Türkler) gerðu uppreisn.

Sundrung Tyrkjaveldis hófst á öðru stjórnarskrártímabilinu (1908-1922) sem kallað var tímabil vonar og fyrirheita þegar umbótahreyfingin Ungtyrkir (tyrk. Jön Türkler, úr fr. Les jeunes Turcs) gerði uppreisn. Markmið hreyfingarinnar var að endurvekja stjórnarskrá Ósmana frá 1876 og koma á fjölflokkastjórnarfyrirkomulagi með tveggja stiga kosningakerfi á ósmanska þinginu. Stjórnarskráin veitti mönnum von um að allir innan heimsveldisins yrðu frjálsir og stofnanir þess nútímavæddar. Hreyfing Ungtyrkja tilkynnti nýja flokka sína sem nefndir voru Samruna- og framfaraflokkurinn og Frelsis- og samræmisflokkurinn.

Austurríkismenn voru meðal þeirra þjóða sem nýttu sér innanlandsdeilur Tyrkjaveldis og innlimuðu Bosníu og Hersegóvínu opinberlega árið 1908. Ósmanar reyndu að nútímavæða her sinn en biðu engu að síður ósigur fyrir Ítölum í stríði Ítala og Tyrkja árið 1911 og misstu í kjölfarið yfirráðasvæði sín í Norður-Afríku, auk grískra eyja undan suðvesturströnd Tyrklands. Eftir Balkanskagastríðið 1912-1913 misstu þeir að auki næstum öll yfirráðasvæði sín á meginlandi Evrópu. Á tíma „Pasjanna þriggja“, sem hófst í byrjun 20. aldar og lauk við lok fyrri heimstyrjaldar, komu Ósmanar á nánu samstarfi við þýska keisaraveldið. Í byrjun fyrri heimsstyrjaldarinnar 1914 réðust Ósmanar óvænt inn á yfirráðasvæði Rússa við Svartahaf og í kjölfar þess sögðu Rússar og bandamenn þeirra, Frakkar og Bretar, Ósmönum stríð á hendur.

Soldánstignin var afnumin 1. nóvember 1922 og síðasti soldáninn Mehmet VI. yfirgaf landið 17. nóvember 1922. Í kjölfar þessa var kalífadæmið afnumið 3. mars 1924.

Ósmanar unnu nokkra mikilvæga sigra á fyrstu árum fyrri heimstyrjaldar, til dæmis orrustuna við Gallipólí og umsátrið um Kut. Stríðið var hins vegar farið að snúast Rússum í vil og árið 1915 réðust þeir inn í austurhluta Tyrkjaveldis. Ósmanar hófu þá brottvísun Armena af landsvæðum sínum sem leiddi til þjóðarmorðs á Armenum 1915-1917[2]. Tilgangurinn var þjóðernishreinsun innan Ósmanveldisins og fóru Grikkir og Assyríumenn ekki varhluta af ofsóknum Tyrkja.

Ósmanar höfðu haft betur á vígstöðvum sínum í Mið-Austurlöndum fyrstu tvö ár stríðsins en gríðarlegur flótti liðhlaupa árið 1916 setti strik í reikninginn. Þátttöku Ósmana í fyrri heimstyrjöld lauk með undirritun Mudros-vopnahlésins í október 1918, þar sem þeir samþykktu að gefa eftir hernumin svæði í Jemen, Sýrlandi, Mesópótamíu og víðar við Miðjarðarhafið. Sèvres-sáttmálinn var svo undirritaður í ágúst 1920, að undangenginni Lundúnarráðstefnunni í febrúar sama ár þar sem Bretar, Frakkar og Ítalir ræddu aðkomu Ósmana að stríðinu, og við það var veldi Ósmana skipt í nokkra hluta. Sáttmálinn leyfði soldánum að halda stöðu sinni og titli. Hernám Istanbúl og Ízmir leiddi síðan til stofnunar tyrknesku þjóðernishreyfingarinnar (tr. Türk Ulusal Hareketi) sem sigraði í tyrknesku sjálfstæðisbaráttunni 1920 undir forystu Mústafa Kemals, sem kallaður var Atatürk. Soldánstignin var loks afnumin 1. nóvember 1922 og síðasti soldáninn Mehmet VI. yfirgaf landið 17. nóvember 1922. Í kjölfar þessa var kalífadæmið afnumið 3. mars 1924.

Heimildir:
  • „Anatolia“. Britannica online. Sótt 8.6.2018.
  • Faroqhi, Suraiya N. ritstjóri. „The Later Ottoman Empire.“ The Cambridge History of Turkey, Volume 1. 1603–1839. Cambridge University Press, 2006.
  • Faroqhi, Suraiya N. og Kate Fleet, ritstjórar. „The Ottoman Empire as a World Power.“ The Cambridge History of Turkey, Volume 1. 1453–1603. Cambridge University Press, 2009.
  • Finkel, Caroline. Osman's Dream: The Story of the Ottoman Empire, 1300–1923. Basic Books, 2005.
  • Fleet, Kate, ritstjóri. „Byzantium to Turkey.“ The Cambridge History of Turkey, Volume 1. 1071–1453. Cambridge University Press, 2009.
  • Halil, İnalcık og Donal Quataert, ritstjórar. An Economic and Social History of the Ottoman Empire, 1300–1914. Cambridge University Press, 1994.
  • Jason, Goodwin. Lords of the horizons. A history of the Ottoman empire. Owl Books, 1998.
  • "„Ottoman Empire“" Britannica online. Sótt 8.6.2018.
  • Suraiyaed, Reşat Kasaba, ritstjóri. „Turkey in the Modern World.“ The Cambridge History of Turkey, Volume 1. Cambridge University Press, 2009.

Myndir:

Tilvísanir:
  1. ^ Osman er tyrknesk mynd arabíska nafnsins Uthmā‎n (عثمان‎) Í ensku er hefð fyrir að rita nafnið Ottoman.
  2. ^ Heimildum ber ekki saman um hvort þau hafi staðið yfir fram til ársins 1917, 1918 eða 1923.


Þetta svar var unnið í námskeiðinu MAF101G Saga Miðausturlanda I haustið 2016. Þórir Jónsson Hraundal hafði umsjón með námskeiðinu.

...