Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvað er lotugræðgi og hvað orsakar hana?

Elsa Eiríksdóttir

Lotugræðgi er átröskun sem einkennist af óhóflegu áti fólks í endurteknum lotum. Að lokinni hverri lotu er reynt að "hreinsa" burt hitaeiningarnar sem neytt var, til dæmis með því að framkalla uppköst eða nota hægðarlosandi lyf. Í lotuáti borða sjúklingar óeðlilega mikið magn af hitaeiningaauðugum mat á skömmum tíma. Eftir átið fyllist fólkið þunglyndi og samviskubiti. Uppköstunum, eða hreinsuninni, er ætlað að draga úr þessum tilfinningum og áður en maturinn nær að meltast. Greinst hafa tilfelli lotugræðgi þar sem sjúklingurinn hreinsaði sig ekki en það er sjaldgæft.

Fólk með lotugræðgi þjáist bæði líkamlega og tilfinningalega af þessum síendurteknu lotum áts og hreinsunar. Lotuát getur hæglega valdið hjarta- og nýrnasjúkdómum eða þvagfærasýkingum. Endurtekin uppköst eyða glerungi á tönnum og nöglum. Meirihluti sjúklinganna þjáist líka af þunglyndi sem leiðir aftur til félagslegrar einangrunar.

Líkt og lystarstolssjúklingar eru sjúklingar haldnir lotugræðgi í stanslausri megrun svo og með stöðugar áhyggjur af líkamslögun sinni og þyngd. Sjálfsvirðing fólks með átraskanir virðist grundvallast að mestu á þessu tvennu. Munurinn á lystarstoli og lotugræðgi er sá að lystarstolssjúklingar ná því markmiði sem þeir setja sér (að hafa stjórn á líkamanum og grennast sífellt meira) en lotugræðgissjúklingarnir ekki, þeir missa gersamlega stjórn á matarvenjum sínum og afleiðing þessa er lotuát. Þessi munur getur að einhverju leyti skýrt af hverju lotugræðgissjúklingar leita sér frekar hjálpar en lystarstolssjúklingar. Hinum fyrrnefndu finnst þeir búnir að missa tögl og hagldir á lífi sínu og verða þunglyndir, en þeim síðarnefndu finnst þeim hafa tekist það sem þeir ætluðu sér.

Lotugræðgi er átröskun sem einkennist af óhóflegu áti fólks í endurteknum lotum.

Algengast er að lotugræðgi komi fram á aldrinum 18-25 ára. Í einni bandarískri könnun töldust 19% kvenna á aldrinum 18 til 22 ára og 5% karla á sama aldri vera með lotugræðgi. Aftur á móti mældist lotugræðgi hjá unglingum aðeins um 1%. Lotugræðgi tengist lystarstoli mjög náið, um 50% lystarstolssjúklinga sýna einkenni lotugræðgi. Algengt er að fólk sé haldið báðum þessum átröskunum í einu eða að önnur komi í kjölfar hinnar. Lotugræðgi meðal kvenna er talið vera á bilinu 1,1 til 4,2%.

Ekki er mikið vitað um tíðni lotugræðgi á Íslandi en engin ástæða er til að ætla annað en að hún sé svipuð hérna og annars staðar á Vesturlöndum þar sem fegurðarímyndin er sams konar og lifnaðarhættir svipaðir.

Helstu fylgikvillar lotugrægði eru þunglyndi og lystarstol. Talið er að meirihluti lotugræðgissjúklinga þjáist af þunglyndi og um helmingur lystarstolssjúklinga sýna einnig einkenni lotugræðgi.

Orsakir lotugræðgi svipar um margt til orsaka lystarstols enda telja margir rannsakendur að lotugræðgi og lystarstol séu sprottin af sömu rót. Hér verður stuttlega gert grein fyrir nokkrum sjónarmiðum um mögulegar orsakir lotugræðgi. Það er mikilvægt að hafa í huga að þessi sjónarmið eru síður en svo andstæð hver öðru. Þau beina athyglinni einfaldlega að ólíkum hliðum sjúkdómsins.

Námskenningar

Hérna er bent á að lotugræðgi sé dæmigerð fyrir mótsagnarkennd viðhorf samfélagsins til matar og áts. Annars vegar verður fólk fyrir barðinu á auglýsingum um hitaeiningaauðugan mat, auðfáanlegan á skjótan hátt, og hins vegar er stöðugt verið að minna fólk á að til að teljast aðlaðandi verði það að vera grannt.

Fólk verður stöðugt fyrir barðinu á auglýsingum um hitaeiningaauðugan.

Fræðimenn sem aðhyllast námskenningar benda á að megin orsakir átraskana megi rekja til þess félagslega þrýstings sem ungar konur verða fyrir og beinist að útliti þeirra: Þær eigi að vera grannar og fallegar. Fjölmiðlar halda síðan þessari ímynd við. Í vestrænum löndum hefur ímynd hinnar fullkomnu konu sífellt grennst og lést og hún er sífellt að verða algengari í öðrum menningarsamfélögum. Eftir því sem munurinn er meiri á ímynd og raunveruleika er aukin þörf fyrir "töfrabrögð" sem miða að því að gera konur heilbrigðari, grennri og þar af leiðandi fallegri. Þrýstingurinn beinist eins og áður sagði helst að konum og virðist byrja að hafa áhrif snemma á unglingsárum. Námskenningar grundvallast á því að lotugræðgi sé lærð hegðun sem haldist í sessi vegna afleiðinga sinna. Lotugræðgi er í þessum skilningi einskonar flóttaviðbragð (escape response). Bæði lotuát og uppköst eru samkvæmt þessu kærkomin aðferð kvenna til að bægja frá óþægilegum tilfinningum eða aðstæðum.

Hugrænar skýringar

Hugrænar skýringar leggja áherslu á hvernig lotugræðgissjúklingur viðheldur sjúkdómi sínum í hugsun og verki. Aðalatriðið er ofuráherslan sem lögð er á hugmyndina um fullkomna líkamslögun og þyngd og að sjálfmat einskorðist næstum einungis við þessa þætti. Þetta á uppruna sinn í samspili persónueinkenna og félags- og menningarlegra ímynda um útlit kvenna. Hugsunarháttur þessi leiðir til öfgakenndrar megrunar sem aftur gerir sjúklinginn meðtækilegan lífeðlis- og sálfræðilega fyrir því að missa stjórn á matarvenjum og hefja lotuát. Þessar lotur haldast að einhverju leyti í sessi með neikvæðri styrkingu því að þær draga tímabundið úr neikvæðum tilfinningum.

Hreinsun og önnur hegðun (til dæmis svelti eða megrun) sem miðar að því að stjórna þyngd eru svo notað til að vega upp á móti áhrifum lotuátsins. Hreinsunin heldur líka við lotuátinu. Hún dregur tímabundið úr kvíðanum að þyngjast, raskar kerfinu sem stjórnar matarinntöku og gefur til kynna seddu. Lotuát og hreinsun valda til skiptis hugarangri og lægra sjálfsáliti sem aftur leiðir enn frekari megrunar og lotuáts. Vítarhringur hefur myndast.

Mest einkennandi þáttur hugrænna skýringa á lotugræðgi er áhersla þeirra á mikilvægi skoðana og viðmiða um þyngd. Líka vega þungt áhrif afbrigðilegrar skynjunar, hugsana, tilfinninga og hegðun fólks með átraskanir.

Sjúklingar haldnir lotugræðgi eru í stanslausri megrun svo og með stöðugar áhyggjur af líkamslögun sinni og þyngd.

Samskipti innan fjölskyldunnar

Ein tilgáta um orsök átraskana er sú að samskipti innan fjölskyldu séu slæm eða óeðlileg. Til dæmis hafa rannsakendur komist að því að fjölskyldur kvenna með lotugræðgi og/eða lystarstol sýndu fleiri neikvæð hegðunarmynstur heldur en fjölskyldur eðlilegra kvenna. Ekki er hægt að fullyrða hvort þetta sé afleiðing eða orsök átröskunar. Fjölskyldukerfisskýringar hafa þó ekki fengið eins mikið vægi í umræðunni um lotugræðgi eins og lystarstol þar sem lotugræðgissjúklingar eru yfirleitt eldri en lystarstolssjúklingar og oftar en ekki farnir að heiman eða búnir að öðlast töluvert sjálfstæði frá fjölskyldum sínum.

Lífeðlislegar skýringar

Tvíburarannsóknir benda til þess að átraskanir séu að einhverju leyti erfðar og það bendir aftur til þess að orsaka átraskana sé að leita í afbrigðilegri virkni lífefna eða heilakerfa í þeim hlutum heilans sem stjórna áti og efnaskiptum. Lyf hafa verið notuð í meðferð við lotugræðgi en með misjöfnum árangri og lítið er vitað um lífeðlislegar orsakir lotugræðgi.

Greining á lotugræðgi fer fram í klínísku viðtali hjá geðlækni eða sálfræðingi. Sálfræðileg próf eru oft notuð til að fá gleggri mynd af sjúkdómseinkennum og hversu alvarleg þau eru.

Meðferð við lotugræðgi svipar að mestu leyti til meðferða við lystarstoli. Markmiðið er að koma á heilbrigðum matarvenjum, fá sjúklinga til að hætta ofáti og megrun, þar sem hið seinna er talið valda hinu fyrra. Að auki þarf að hjálpa sjúklingnum við það að hætta að hreinsa úr líkamanum hitaeiningar, hvort sem það er með uppköstum eða notkun hægðarlosandi lyfja. Meðferð telst árangursrík þegar tekst að draga úr öðrum sálrænum erfiðleikum sem tengjast lotugræðginni, til dæmis að sjálfsmat byggist ekki nær alfarið á þyngd og líkamslögun. Flestir sjúklinga ná bata í meðferð utan sjúkrahúsa en um 5% þurfa á sjúkrahúsvist að halda.

Þetta svar er stytt útgáfa af grein um lotugræði á vefsetrinu persona.is og birt með góðfúslegu leyfi. Lesendum er bent á að kynna sér greinina í heild en þar er meðal annars hægt að lesa meira um meðferðir við lotugræðgi.

Myndir:

Höfundur

BA í sálfræði

Útgáfudagur

13.7.2002

Spyrjandi

Elsa Isberg

Tilvísun

Elsa Eiríksdóttir. „Hvað er lotugræðgi og hvað orsakar hana?“ Vísindavefurinn, 13. júlí 2002. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2589.

Elsa Eiríksdóttir. (2002, 13. júlí). Hvað er lotugræðgi og hvað orsakar hana? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2589

Elsa Eiríksdóttir. „Hvað er lotugræðgi og hvað orsakar hana?“ Vísindavefurinn. 13. júl. 2002. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2589>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er lotugræðgi og hvað orsakar hana?
Lotugræðgi er átröskun sem einkennist af óhóflegu áti fólks í endurteknum lotum. Að lokinni hverri lotu er reynt að "hreinsa" burt hitaeiningarnar sem neytt var, til dæmis með því að framkalla uppköst eða nota hægðarlosandi lyf. Í lotuáti borða sjúklingar óeðlilega mikið magn af hitaeiningaauðugum mat á skömmum tíma. Eftir átið fyllist fólkið þunglyndi og samviskubiti. Uppköstunum, eða hreinsuninni, er ætlað að draga úr þessum tilfinningum og áður en maturinn nær að meltast. Greinst hafa tilfelli lotugræðgi þar sem sjúklingurinn hreinsaði sig ekki en það er sjaldgæft.

Fólk með lotugræðgi þjáist bæði líkamlega og tilfinningalega af þessum síendurteknu lotum áts og hreinsunar. Lotuát getur hæglega valdið hjarta- og nýrnasjúkdómum eða þvagfærasýkingum. Endurtekin uppköst eyða glerungi á tönnum og nöglum. Meirihluti sjúklinganna þjáist líka af þunglyndi sem leiðir aftur til félagslegrar einangrunar.

Líkt og lystarstolssjúklingar eru sjúklingar haldnir lotugræðgi í stanslausri megrun svo og með stöðugar áhyggjur af líkamslögun sinni og þyngd. Sjálfsvirðing fólks með átraskanir virðist grundvallast að mestu á þessu tvennu. Munurinn á lystarstoli og lotugræðgi er sá að lystarstolssjúklingar ná því markmiði sem þeir setja sér (að hafa stjórn á líkamanum og grennast sífellt meira) en lotugræðgissjúklingarnir ekki, þeir missa gersamlega stjórn á matarvenjum sínum og afleiðing þessa er lotuát. Þessi munur getur að einhverju leyti skýrt af hverju lotugræðgissjúklingar leita sér frekar hjálpar en lystarstolssjúklingar. Hinum fyrrnefndu finnst þeir búnir að missa tögl og hagldir á lífi sínu og verða þunglyndir, en þeim síðarnefndu finnst þeim hafa tekist það sem þeir ætluðu sér.

Lotugræðgi er átröskun sem einkennist af óhóflegu áti fólks í endurteknum lotum.

Algengast er að lotugræðgi komi fram á aldrinum 18-25 ára. Í einni bandarískri könnun töldust 19% kvenna á aldrinum 18 til 22 ára og 5% karla á sama aldri vera með lotugræðgi. Aftur á móti mældist lotugræðgi hjá unglingum aðeins um 1%. Lotugræðgi tengist lystarstoli mjög náið, um 50% lystarstolssjúklinga sýna einkenni lotugræðgi. Algengt er að fólk sé haldið báðum þessum átröskunum í einu eða að önnur komi í kjölfar hinnar. Lotugræðgi meðal kvenna er talið vera á bilinu 1,1 til 4,2%.

Ekki er mikið vitað um tíðni lotugræðgi á Íslandi en engin ástæða er til að ætla annað en að hún sé svipuð hérna og annars staðar á Vesturlöndum þar sem fegurðarímyndin er sams konar og lifnaðarhættir svipaðir.

Helstu fylgikvillar lotugrægði eru þunglyndi og lystarstol. Talið er að meirihluti lotugræðgissjúklinga þjáist af þunglyndi og um helmingur lystarstolssjúklinga sýna einnig einkenni lotugræðgi.

Orsakir lotugræðgi svipar um margt til orsaka lystarstols enda telja margir rannsakendur að lotugræðgi og lystarstol séu sprottin af sömu rót. Hér verður stuttlega gert grein fyrir nokkrum sjónarmiðum um mögulegar orsakir lotugræðgi. Það er mikilvægt að hafa í huga að þessi sjónarmið eru síður en svo andstæð hver öðru. Þau beina athyglinni einfaldlega að ólíkum hliðum sjúkdómsins.

Námskenningar

Hérna er bent á að lotugræðgi sé dæmigerð fyrir mótsagnarkennd viðhorf samfélagsins til matar og áts. Annars vegar verður fólk fyrir barðinu á auglýsingum um hitaeiningaauðugan mat, auðfáanlegan á skjótan hátt, og hins vegar er stöðugt verið að minna fólk á að til að teljast aðlaðandi verði það að vera grannt.

Fólk verður stöðugt fyrir barðinu á auglýsingum um hitaeiningaauðugan.

Fræðimenn sem aðhyllast námskenningar benda á að megin orsakir átraskana megi rekja til þess félagslega þrýstings sem ungar konur verða fyrir og beinist að útliti þeirra: Þær eigi að vera grannar og fallegar. Fjölmiðlar halda síðan þessari ímynd við. Í vestrænum löndum hefur ímynd hinnar fullkomnu konu sífellt grennst og lést og hún er sífellt að verða algengari í öðrum menningarsamfélögum. Eftir því sem munurinn er meiri á ímynd og raunveruleika er aukin þörf fyrir "töfrabrögð" sem miða að því að gera konur heilbrigðari, grennri og þar af leiðandi fallegri. Þrýstingurinn beinist eins og áður sagði helst að konum og virðist byrja að hafa áhrif snemma á unglingsárum. Námskenningar grundvallast á því að lotugræðgi sé lærð hegðun sem haldist í sessi vegna afleiðinga sinna. Lotugræðgi er í þessum skilningi einskonar flóttaviðbragð (escape response). Bæði lotuát og uppköst eru samkvæmt þessu kærkomin aðferð kvenna til að bægja frá óþægilegum tilfinningum eða aðstæðum.

Hugrænar skýringar

Hugrænar skýringar leggja áherslu á hvernig lotugræðgissjúklingur viðheldur sjúkdómi sínum í hugsun og verki. Aðalatriðið er ofuráherslan sem lögð er á hugmyndina um fullkomna líkamslögun og þyngd og að sjálfmat einskorðist næstum einungis við þessa þætti. Þetta á uppruna sinn í samspili persónueinkenna og félags- og menningarlegra ímynda um útlit kvenna. Hugsunarháttur þessi leiðir til öfgakenndrar megrunar sem aftur gerir sjúklinginn meðtækilegan lífeðlis- og sálfræðilega fyrir því að missa stjórn á matarvenjum og hefja lotuát. Þessar lotur haldast að einhverju leyti í sessi með neikvæðri styrkingu því að þær draga tímabundið úr neikvæðum tilfinningum.

Hreinsun og önnur hegðun (til dæmis svelti eða megrun) sem miðar að því að stjórna þyngd eru svo notað til að vega upp á móti áhrifum lotuátsins. Hreinsunin heldur líka við lotuátinu. Hún dregur tímabundið úr kvíðanum að þyngjast, raskar kerfinu sem stjórnar matarinntöku og gefur til kynna seddu. Lotuát og hreinsun valda til skiptis hugarangri og lægra sjálfsáliti sem aftur leiðir enn frekari megrunar og lotuáts. Vítarhringur hefur myndast.

Mest einkennandi þáttur hugrænna skýringa á lotugræðgi er áhersla þeirra á mikilvægi skoðana og viðmiða um þyngd. Líka vega þungt áhrif afbrigðilegrar skynjunar, hugsana, tilfinninga og hegðun fólks með átraskanir.

Sjúklingar haldnir lotugræðgi eru í stanslausri megrun svo og með stöðugar áhyggjur af líkamslögun sinni og þyngd.

Samskipti innan fjölskyldunnar

Ein tilgáta um orsök átraskana er sú að samskipti innan fjölskyldu séu slæm eða óeðlileg. Til dæmis hafa rannsakendur komist að því að fjölskyldur kvenna með lotugræðgi og/eða lystarstol sýndu fleiri neikvæð hegðunarmynstur heldur en fjölskyldur eðlilegra kvenna. Ekki er hægt að fullyrða hvort þetta sé afleiðing eða orsök átröskunar. Fjölskyldukerfisskýringar hafa þó ekki fengið eins mikið vægi í umræðunni um lotugræðgi eins og lystarstol þar sem lotugræðgissjúklingar eru yfirleitt eldri en lystarstolssjúklingar og oftar en ekki farnir að heiman eða búnir að öðlast töluvert sjálfstæði frá fjölskyldum sínum.

Lífeðlislegar skýringar

Tvíburarannsóknir benda til þess að átraskanir séu að einhverju leyti erfðar og það bendir aftur til þess að orsaka átraskana sé að leita í afbrigðilegri virkni lífefna eða heilakerfa í þeim hlutum heilans sem stjórna áti og efnaskiptum. Lyf hafa verið notuð í meðferð við lotugræðgi en með misjöfnum árangri og lítið er vitað um lífeðlislegar orsakir lotugræðgi.

Greining á lotugræðgi fer fram í klínísku viðtali hjá geðlækni eða sálfræðingi. Sálfræðileg próf eru oft notuð til að fá gleggri mynd af sjúkdómseinkennum og hversu alvarleg þau eru.

Meðferð við lotugræðgi svipar að mestu leyti til meðferða við lystarstoli. Markmiðið er að koma á heilbrigðum matarvenjum, fá sjúklinga til að hætta ofáti og megrun, þar sem hið seinna er talið valda hinu fyrra. Að auki þarf að hjálpa sjúklingnum við það að hætta að hreinsa úr líkamanum hitaeiningar, hvort sem það er með uppköstum eða notkun hægðarlosandi lyfja. Meðferð telst árangursrík þegar tekst að draga úr öðrum sálrænum erfiðleikum sem tengjast lotugræðginni, til dæmis að sjálfsmat byggist ekki nær alfarið á þyngd og líkamslögun. Flestir sjúklinga ná bata í meðferð utan sjúkrahúsa en um 5% þurfa á sjúkrahúsvist að halda.

Þetta svar er stytt útgáfa af grein um lotugræði á vefsetrinu persona.is og birt með góðfúslegu leyfi. Lesendum er bent á að kynna sér greinina í heild en þar er meðal annars hægt að lesa meira um meðferðir við lotugræðgi.

Myndir:...