Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvers vegna hnerrar maður?

Þuríður Þorbjarnardóttir og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir



  • Af hverju hnerrar maður, þegar horft er í sólina, eða annað sterkt ljós? (Tryggvi Agnarsson, Brynja Guðmundsdóttir, Axel B. Andrésson, Hjalti Pálsson, Albert Teitsson, Ingi Eggert og Ragnar Jónasson)
  • Hvers vegna er ekki hægt að halda augunum opnum þegar maður hnerrar? (Iðunn Garðarsdóttir og Snorri Þór)
Hnerri er ósjálfrátt viðbragð við ertingu slímhúðar í nefinu. Ýmislegt getur valdið ertingu í nefi, til dæmis veirusýkingar í öndunarfærum, agnir sem valda ofnæmisviðbrögðum, reykur, mengun, ilmvötn og kalt loft. Verði slímhúð í nefi fyrir ertingu berast boð til heila sem svarar með boði til vöðva um öfluga útöndun sem á að þeyta því sem ertingunni olli út úr öndunarveginum.

Fjöldi vöðva kemur við sögu þegar hnerrað er, til dæmis magavöðvar, brjóstvöðvar, vöðvar sem stjórna raddböndum, vöðvar aftan í hálsi og í höfði. Vöðvar í augnlokum taka einnig þátt í hnerranum og ósjálfráð viðbrögð þeirra valda því að augu okkar lokast alltaf á meðan við hnerrum.

Allt að 20-25% fólks hnerrar þegar það kemur snögglega í skært ljós. Þetta fyrirbæri kallast á fræðimáli photic sneeze reflex. Svo virðist sem hnerri sem viðbragð við björtu ljósi sé á einhvern hátt tengdur erfðum og að fólk af hvíta kynþættinum sé viðkvæmara fyrir þessu en aðrir jarðarbúar.

Ástæður þess að skært ljós veldur hnerra eru ekki fullkomlega ljósar og eru ýmsar kenningar um orsakir þess. Margir sérfræðingar hallast að því að um sé að ræða einhvers konar "samslátt" í taugaboðum, það er að segja þegar taugaboð berast á milli augna og heila við aukið ljósmagn (sem leiðir til samdráttar augasteinanna) berist af einhverjum orsökum boð til heila um að koma af stað hnerra.

Hnerri, og þá sérstaklega hnerri af völdum ljóss, hefur vakið marga til umhugsunar og á Netinu má finna ýmsar heimasíður þar sem fólk hefur fengið svör sérfræðinga varðandi þetta fyrirbæri. Svarið sem hér er birt byggist á upplýsingum af Netinu og eru þeir sem hafa áhuga hvattir til að lesa sér nánar til á einhverjum af eftirfarandi heimasíðum:



Mynd: Rochester Institute of Technology - Andrew Davidhazy, Professor - Imaging and Photographic Technology

Höfundar

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

30.7.2002

Spyrjandi

Harpa Vilbergsdóttir
Sigurlaug Einarsdóttir
Sigurbjörg S. Guðmundsdóttir

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvers vegna hnerrar maður?“ Vísindavefurinn, 30. júlí 2002. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2618.

Þuríður Þorbjarnardóttir og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2002, 30. júlí). Hvers vegna hnerrar maður? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2618

Þuríður Þorbjarnardóttir og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvers vegna hnerrar maður?“ Vísindavefurinn. 30. júl. 2002. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2618>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna hnerrar maður?


  • Af hverju hnerrar maður, þegar horft er í sólina, eða annað sterkt ljós? (Tryggvi Agnarsson, Brynja Guðmundsdóttir, Axel B. Andrésson, Hjalti Pálsson, Albert Teitsson, Ingi Eggert og Ragnar Jónasson)
  • Hvers vegna er ekki hægt að halda augunum opnum þegar maður hnerrar? (Iðunn Garðarsdóttir og Snorri Þór)
Hnerri er ósjálfrátt viðbragð við ertingu slímhúðar í nefinu. Ýmislegt getur valdið ertingu í nefi, til dæmis veirusýkingar í öndunarfærum, agnir sem valda ofnæmisviðbrögðum, reykur, mengun, ilmvötn og kalt loft. Verði slímhúð í nefi fyrir ertingu berast boð til heila sem svarar með boði til vöðva um öfluga útöndun sem á að þeyta því sem ertingunni olli út úr öndunarveginum.

Fjöldi vöðva kemur við sögu þegar hnerrað er, til dæmis magavöðvar, brjóstvöðvar, vöðvar sem stjórna raddböndum, vöðvar aftan í hálsi og í höfði. Vöðvar í augnlokum taka einnig þátt í hnerranum og ósjálfráð viðbrögð þeirra valda því að augu okkar lokast alltaf á meðan við hnerrum.

Allt að 20-25% fólks hnerrar þegar það kemur snögglega í skært ljós. Þetta fyrirbæri kallast á fræðimáli photic sneeze reflex. Svo virðist sem hnerri sem viðbragð við björtu ljósi sé á einhvern hátt tengdur erfðum og að fólk af hvíta kynþættinum sé viðkvæmara fyrir þessu en aðrir jarðarbúar.

Ástæður þess að skært ljós veldur hnerra eru ekki fullkomlega ljósar og eru ýmsar kenningar um orsakir þess. Margir sérfræðingar hallast að því að um sé að ræða einhvers konar "samslátt" í taugaboðum, það er að segja þegar taugaboð berast á milli augna og heila við aukið ljósmagn (sem leiðir til samdráttar augasteinanna) berist af einhverjum orsökum boð til heila um að koma af stað hnerra.

Hnerri, og þá sérstaklega hnerri af völdum ljóss, hefur vakið marga til umhugsunar og á Netinu má finna ýmsar heimasíður þar sem fólk hefur fengið svör sérfræðinga varðandi þetta fyrirbæri. Svarið sem hér er birt byggist á upplýsingum af Netinu og eru þeir sem hafa áhuga hvattir til að lesa sér nánar til á einhverjum af eftirfarandi heimasíðum:



Mynd: Rochester Institute of Technology - Andrew Davidhazy, Professor - Imaging and Photographic Technology ...