Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Er eyðing regnskóganna bara af mannavöldum eða á náttúran einhvern þátt í henni?

Rannveig Magnúsdóttir

Náttúruöflin hafa alltaf haft áhrif á regnskóga. Eldar, þurrkar, stormar og eldgos, svo nokkuð sé nefnt, hafa mikil áhrif á vöxt og viðgang regnskóganna og geta valdið raski á stórum svæðum. Náttúrleg röskun er þó harla ólík röskun af mannavöldum.

Eldar, þurrkar og stormar eyða skóginum ekki algjörlega. Hluti vistkerfisins starfar áfram og skógurinn jafnar sig yfirleitt á örfáum árum. Fjölbreytni lífríkisins verður fljótt sú sama og áður og hún getur jafnvel aukist.

Frumskógur í Suður-Mexíkó brenndur til að rýma fyrir ræktarlandi. Smelltu á myndina til að skoða stærra eintak af henni.

Rannsóknir hafa sýnt að sumir skógar þrífast ekki almennilega án þessara náttúrlegu atburða. Í smáeldum sem geta kviknað í skógum af náttúrlegum orsökum brennur botngróður en fullvaxta tré lifa. Jarðvegurinn er þá tilbúinn fyrir nýjar plöntur en laufkrónan helst ósködduð. Stærri dýr geta yfirleitt leitað sér skjóls fyrir þessum smáeldum og sumar trjátegundir reiða sig á eldana vegna fræspírunar.

Eyðing regnskóga af mannavöldum getur aukið líkur á eldum og þurrki með skelfilegum hamförum eins og eldarnir í Borneó 1982-1983 sem eyddu um 3,6 milljónum hektara af regnskógi, bera vitni um. Í svona risaeldum af mannavöldum er engu hlíft, hvorki plöntum né dýrum og ólíklegt er að skógurinn nái nokkurn tímann að jafna sig.

Langvarandi breytingar á veðrakerfum af mannavöldum gætu valdið enn meiri þurrki með ófyrirséðum afleiðingum á lífríki regnskóganna sem er aðlagað að ákveðnu hita- og rakastigi. Talið er að helmingur Amasonregnskógarins sé nú í brunahættu af völdum El Niño-veðrakerfisins sem veldur miklum þurrkum.

Heimildir:
  • Mongabay.com.
  • Paul R. Williams 2000. Fire-stimulated rainforest seedling recruitment and vegetative regeneration in a densely grassed wet sclerophyll forest of north-eastern Australia. Australian Journal of Botany 48(5). 651 – 658.

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

1.2.2012

Spyrjandi

Ingibjörg Jónsdóttir, f. 1993

Tilvísun

Rannveig Magnúsdóttir. „Er eyðing regnskóganna bara af mannavöldum eða á náttúran einhvern þátt í henni?“ Vísindavefurinn, 1. febrúar 2012. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=26379.

Rannveig Magnúsdóttir. (2012, 1. febrúar). Er eyðing regnskóganna bara af mannavöldum eða á náttúran einhvern þátt í henni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=26379

Rannveig Magnúsdóttir. „Er eyðing regnskóganna bara af mannavöldum eða á náttúran einhvern þátt í henni?“ Vísindavefurinn. 1. feb. 2012. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=26379>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er eyðing regnskóganna bara af mannavöldum eða á náttúran einhvern þátt í henni?
Náttúruöflin hafa alltaf haft áhrif á regnskóga. Eldar, þurrkar, stormar og eldgos, svo nokkuð sé nefnt, hafa mikil áhrif á vöxt og viðgang regnskóganna og geta valdið raski á stórum svæðum. Náttúrleg röskun er þó harla ólík röskun af mannavöldum.

Eldar, þurrkar og stormar eyða skóginum ekki algjörlega. Hluti vistkerfisins starfar áfram og skógurinn jafnar sig yfirleitt á örfáum árum. Fjölbreytni lífríkisins verður fljótt sú sama og áður og hún getur jafnvel aukist.

Frumskógur í Suður-Mexíkó brenndur til að rýma fyrir ræktarlandi. Smelltu á myndina til að skoða stærra eintak af henni.

Rannsóknir hafa sýnt að sumir skógar þrífast ekki almennilega án þessara náttúrlegu atburða. Í smáeldum sem geta kviknað í skógum af náttúrlegum orsökum brennur botngróður en fullvaxta tré lifa. Jarðvegurinn er þá tilbúinn fyrir nýjar plöntur en laufkrónan helst ósködduð. Stærri dýr geta yfirleitt leitað sér skjóls fyrir þessum smáeldum og sumar trjátegundir reiða sig á eldana vegna fræspírunar.

Eyðing regnskóga af mannavöldum getur aukið líkur á eldum og þurrki með skelfilegum hamförum eins og eldarnir í Borneó 1982-1983 sem eyddu um 3,6 milljónum hektara af regnskógi, bera vitni um. Í svona risaeldum af mannavöldum er engu hlíft, hvorki plöntum né dýrum og ólíklegt er að skógurinn nái nokkurn tímann að jafna sig.

Langvarandi breytingar á veðrakerfum af mannavöldum gætu valdið enn meiri þurrki með ófyrirséðum afleiðingum á lífríki regnskóganna sem er aðlagað að ákveðnu hita- og rakastigi. Talið er að helmingur Amasonregnskógarins sé nú í brunahættu af völdum El Niño-veðrakerfisins sem veldur miklum þurrkum.

Heimildir:
  • Mongabay.com.
  • Paul R. Williams 2000. Fire-stimulated rainforest seedling recruitment and vegetative regeneration in a densely grassed wet sclerophyll forest of north-eastern Australia. Australian Journal of Botany 48(5). 651 – 658.

Mynd:...