Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hver fann upp pasta?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Óvíst er hvenær menn tóku upp á því að búa til pasta. Pastagerð er í eðli sínu einföld, hráefnin eru aðallega vatn og hveiti og erfitt er að aðgreina pasta frá einhvers konar matargerð úr sömu hráefnum. Pasta þýðir einfaldlega ‚deig‘ og er til dæmis skylt orðinu ‚pastry‘.

Ýmsir réttir frá fornri tíð geta talist fyrirrennarar pasta eins og við þekkjum það. Forngrikkir útbjuggu til dæmis svonefnt laganon og itria. Líklega var það hvort tveggja flatbrauð. Hjá Rómverjum var til svonefnt lagani sem var sennilega flatbrauð, skorið í einhvers konar ræmur. Ekkert bendir þó til þess að það hafi verið eldað á sama hátt og pasta, það er soðið í vatni.

Mynd af pastagerð úr riti frá 15. öld. Ritið er latnesk endurritun á arabíska verki eftir Ibn Butlan frá Bagdad (1038-1075), eins konar handbók um heilsusamlegt líferni.

Elsta heimildin um að flatbrauðsdeig á borð við lagani eða itria hafi verið soðin er að finna í safnritinu Talmúð, sem er trúarleg lögbók Gyðinga. Til eru tvær mismunandi gerðir ritsins og í palestínsku gerðinni, sem er frá síðari hluta 5. aldar, er fjallað um suðu á flatbrauðsdeigi.

Í fornum persneskum ritum er nokkrum sinnum minnst á lakhshah, sem merkir bókstaflega 'sleipt' og ljóst þykir af arabískri uppskrift frá 10. öld að þar sé átt við þunnar deigræmur, ekki ósvipaðar þeim sem nú nefnast tagliatelle. Lakhshah-deigræmurnar voru soðnar. Margt bendir þess vegna til þess að suða á einföldu deigi sem skorið var í ræmur hafi fyrst átt sér stað meðal araba, ef til vill á svæðinu þar sem Íran er í dag.

Ein elsta heimildin um pasta í Evrópu er hjá arabíska landkönnuðinum Muhammad al-Idrisi (1100-1165). Hann segir frá eins konar pastagerð í Palermó á Sikiley snemma á 12. öld. Al-Idrisi taldi að deigræmurnar væru gerðar eftir arabískri fyrirmynd en þær gætu einnig hafa komið frá gríska flatbrauðinu itria.

Genúa á Ítalíu, myndskreyting úr Schedelsche Weltchronik sem kom út árið 1493, eftir þýska lækninn og kortagerðarmanninn Hartmann Schedel (1440-1514).

Elsta áreiðanlega heimildin um pasta frá meginlandi Evrópu er að finna í dánarbúi Genúamannsins Ponzio Bastone árið 1279. Í uppskrift dánarbúsins stendur meðal annars "bariscella piena de macaronis" en það merkir 'karfa full af makkarónum'. Karfa Bastones hefur verið notuð undir þurrkaðar makkarónur og þar sem tiltekin er sérstök karfa til þeirra nota er líklegt að makkarónupasta hafi á þessum tíma verið nokkuð almennur matur.

Stundum er því haldið fram að ferðalangurinn Marco Polo hafi flutt pastagerð með sér til Ítalíu frá Kína en það er ekki rétt. Pasta á Ítalíu á sér eldri rætur. Dánarbú Genúamannsins er til að mynda skrifað upp 16 árum áður en Marco Polo kom til Feneyja úr sínu ferðalagi í Asíu.

Heimild:
  • Davidson, Alan, The Oxford Companion to Food. Oxford, University Press 1999.

Myndir:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

6.3.2016

Spyrjandi

Elsa Björk Einarsdóttir, Guðfinna Valgeirsdóttir

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hver fann upp pasta?“ Vísindavefurinn, 6. mars 2016. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=26486.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2016, 6. mars). Hver fann upp pasta? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=26486

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hver fann upp pasta?“ Vísindavefurinn. 6. mar. 2016. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=26486>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver fann upp pasta?
Óvíst er hvenær menn tóku upp á því að búa til pasta. Pastagerð er í eðli sínu einföld, hráefnin eru aðallega vatn og hveiti og erfitt er að aðgreina pasta frá einhvers konar matargerð úr sömu hráefnum. Pasta þýðir einfaldlega ‚deig‘ og er til dæmis skylt orðinu ‚pastry‘.

Ýmsir réttir frá fornri tíð geta talist fyrirrennarar pasta eins og við þekkjum það. Forngrikkir útbjuggu til dæmis svonefnt laganon og itria. Líklega var það hvort tveggja flatbrauð. Hjá Rómverjum var til svonefnt lagani sem var sennilega flatbrauð, skorið í einhvers konar ræmur. Ekkert bendir þó til þess að það hafi verið eldað á sama hátt og pasta, það er soðið í vatni.

Mynd af pastagerð úr riti frá 15. öld. Ritið er latnesk endurritun á arabíska verki eftir Ibn Butlan frá Bagdad (1038-1075), eins konar handbók um heilsusamlegt líferni.

Elsta heimildin um að flatbrauðsdeig á borð við lagani eða itria hafi verið soðin er að finna í safnritinu Talmúð, sem er trúarleg lögbók Gyðinga. Til eru tvær mismunandi gerðir ritsins og í palestínsku gerðinni, sem er frá síðari hluta 5. aldar, er fjallað um suðu á flatbrauðsdeigi.

Í fornum persneskum ritum er nokkrum sinnum minnst á lakhshah, sem merkir bókstaflega 'sleipt' og ljóst þykir af arabískri uppskrift frá 10. öld að þar sé átt við þunnar deigræmur, ekki ósvipaðar þeim sem nú nefnast tagliatelle. Lakhshah-deigræmurnar voru soðnar. Margt bendir þess vegna til þess að suða á einföldu deigi sem skorið var í ræmur hafi fyrst átt sér stað meðal araba, ef til vill á svæðinu þar sem Íran er í dag.

Ein elsta heimildin um pasta í Evrópu er hjá arabíska landkönnuðinum Muhammad al-Idrisi (1100-1165). Hann segir frá eins konar pastagerð í Palermó á Sikiley snemma á 12. öld. Al-Idrisi taldi að deigræmurnar væru gerðar eftir arabískri fyrirmynd en þær gætu einnig hafa komið frá gríska flatbrauðinu itria.

Genúa á Ítalíu, myndskreyting úr Schedelsche Weltchronik sem kom út árið 1493, eftir þýska lækninn og kortagerðarmanninn Hartmann Schedel (1440-1514).

Elsta áreiðanlega heimildin um pasta frá meginlandi Evrópu er að finna í dánarbúi Genúamannsins Ponzio Bastone árið 1279. Í uppskrift dánarbúsins stendur meðal annars "bariscella piena de macaronis" en það merkir 'karfa full af makkarónum'. Karfa Bastones hefur verið notuð undir þurrkaðar makkarónur og þar sem tiltekin er sérstök karfa til þeirra nota er líklegt að makkarónupasta hafi á þessum tíma verið nokkuð almennur matur.

Stundum er því haldið fram að ferðalangurinn Marco Polo hafi flutt pastagerð með sér til Ítalíu frá Kína en það er ekki rétt. Pasta á Ítalíu á sér eldri rætur. Dánarbú Genúamannsins er til að mynda skrifað upp 16 árum áður en Marco Polo kom til Feneyja úr sínu ferðalagi í Asíu.

Heimild:
  • Davidson, Alan, The Oxford Companion to Food. Oxford, University Press 1999.

Myndir:...