Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hve gömul er latína?

Ítalíska mállýskan latína heitir eftir Latverjum sem settust að í Latíum þar sem síðar var Róm, stofnuð 753 fyrir Krist að sögn Rómverja. Þetta mál var í það minnsta talað frá 800 f.Kr. og líklega fyrr. Með Rómverjum breiddist latínan út um Ítalíuskagann og síðan Rómaveldi. Ritmálið þróaðist eftir þörfum þjóðfélagsins. Eitt elsta dæmið eru svonefnd Tólftaflnalög frá miðri 5. öld f.Kr., sem þó hafa hvorki varðveist heil né í upphaflegri mynd. Í þeirri mynd hefur varðveist afar fátt sem er eldra en frá miðri 3. öld f.Kr. Elstu heilu ritverkin eru gamanleikir eftir Plátus frá upphafi 2. aldar f.Kr.

Ritmálið, og öll rómversk menning, varð fyrir miklum áhrifum grísku á miðri 3. öld f.Kr. Það varð að lokum að því máli sem almennt nefnist klassísk latína, ritmáli sem helst má lesa hjá höfundum tímabilsins 90 f.Kr. til 120 e.Kr. og var líklega allfrábrugðið mæltu alþýðumáli. Þó voru alltaf mikil tengsl milli alþýðumáls og ritmáls. En alþýðumálið breyttist í ólíkar mállýskur eftir svæðum og með tíð og tíma í hin ýmsu rómönsku mál, svo sem ítölsku, spænsku, frönsku, rúmensku og retórómönsku. Þetta hefur gerst fyrir tíð Karlamagnúsar (742? - 814). Ritmálið varð hins vegar að miðaldalatínu sem þó er harla ólík klassískri latínu.

Mynd:

Útgáfudagur

27.8.2002

Spyrjandi

Sigurbjörg Guðmundsdóttir

Höfundur

prófessor í heimspeki við HÍ

Tilvísun

Svavar Hrafn Svavarsson. „Hve gömul er latína?“ Vísindavefurinn, 27. ágúst 2002. Sótt 14. febrúar 2016. http://visindavefur.is/svar.php?id=2656.

Svavar Hrafn Svavarsson. (2002, 27. ágúst). Hve gömul er latína? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2656

Svavar Hrafn Svavarsson. „Hve gömul er latína?“ Vísindavefurinn. 27. ágú. 2002. Vefsíða. 14. feb. 2016. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2656>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Geisladiskar

Geisladiskurinn kom fyrst fram árið 1982. Hollenska fyrirtækið Philips og japanska fyrirtækið Sony þróuðu geisladiskana í samvinnu. Ýmsar sögur eru til af því hvernig stærð diskanna var ákveðin. Samkvæmt einni var diskurinn stækkaður upp í 12 cm svo að hægt væri að koma fyrir 74 mínútna langri upptöku af níundu sinfóníu Beethovens á einum disk.