Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvernig verða demantar til í náttúrunni?

Alexandra Sigfúsdóttir og Guðlaug Anna Gunnarsdóttir

Demantar eru hreint kolefni rétt eins og grafít þó þessi tvö efni séu mjög ólík bæði í útliti og eiginleikum. Demantar hafa myndast í möttli jarðar á 120-200 km dýpi. Á þessu dýpi getur efni sem inniheldur kolefni verið bráðið en við afar sérstakar aðstæður, mjög mikinn þrýsting eða 45-60 kílóbör og hita á bilinu 900° – 1300°C geta atóm kolefnis raðast upp þannig að til verður demantur, sem er fast efni.

Demanta er aðeins að finna á fáum stöðum í heiminum þar sem rétt samspil hita og þrýstings sem þarf til að þeir myndist er ekki algengt. Þeir finnast helst í mjög fornu storkubergi inn á meginlöndum. Einnig hafa fundist demantar í sand- og malarlögum sem setið hafa eftir þegar mýkra berg eyðist.


Demantar myndast á 120-200 km dýpi í möttli jarðar. Þeir berast upp að yfirborðinu í sprengigosum sem eiga upptök sín á miklu dýpi.

Demantar sem fundist hafa við yfirborð jarðar eru yfirleitt mjög gamlir, frá því að vera innan við eins milljarðs ára gamlir upp í allt að 3 milljarða ára. Þeir hafa borist upp að yfirborðinu í sprengigosum sem áttu upptök sín á miklu dýpi, 100-200 km, en í þessum gosum barst upp efni frá möttlinum. Þetta efni, sem demantar hafa fundist í, kemur fyrir í pípulaga gosrásum sem kallast kimberlítpípur og bergið í þeim kimberlít.

Kimberlít er kennt við demantanámuna í Kimerley í Suður-Afríku sem er frægasta demantanáma heims. Næstum helmingur allra demanta sem fundist hafa eru frá Mið- og Suður-Afríku en einnig hefur fundist nokkurt magn í Kanada, Indlandi, Rússlandi, Brasilíu og Ástralíu.

Ísland er tiltölulega ungt í jarðsögunni. Það byrjaði að myndast fyrir um sextíu milljón árum þegar Norður-Atlantshafið fór að opnast en elsta berg landsins er þó ekki nema um 16 milljón ára gamalt. Landið okkar var því ekki farið að myndast þegar þeir demantar sem fundist hafa urðu til. Náttúrlega demanta á Íslandi er því fyrst og fremst að finna í skartgripaverslunum og skartgripum í eigu landsmanna.

Heimildir:


Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Úr hverju eru demantar?
  • Af hverju er ekki hægt að finna demanta á Íslandi?
  • Eru demantar á Íslandi? Ef þeir eru til hvar eru þeir þá?

Aðrir spyrjendur eru:
Harpa Katrína, Ingibjörg Bjarnadóttir, Guðmundur Óskar, Margrét Ósk, Alexander Gabríel, Íris Kristinsdóttir og Róbert Steingrímsson


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2008.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

11.6.2008

Spyrjandi

Heba Hansdóttir

Tilvísun

Alexandra Sigfúsdóttir og Guðlaug Anna Gunnarsdóttir. „Hvernig verða demantar til í náttúrunni?“ Vísindavefurinn, 11. júní 2008. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=26630.

Alexandra Sigfúsdóttir og Guðlaug Anna Gunnarsdóttir. (2008, 11. júní). Hvernig verða demantar til í náttúrunni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=26630

Alexandra Sigfúsdóttir og Guðlaug Anna Gunnarsdóttir. „Hvernig verða demantar til í náttúrunni?“ Vísindavefurinn. 11. jún. 2008. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=26630>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig verða demantar til í náttúrunni?
Demantar eru hreint kolefni rétt eins og grafít þó þessi tvö efni séu mjög ólík bæði í útliti og eiginleikum. Demantar hafa myndast í möttli jarðar á 120-200 km dýpi. Á þessu dýpi getur efni sem inniheldur kolefni verið bráðið en við afar sérstakar aðstæður, mjög mikinn þrýsting eða 45-60 kílóbör og hita á bilinu 900° – 1300°C geta atóm kolefnis raðast upp þannig að til verður demantur, sem er fast efni.

Demanta er aðeins að finna á fáum stöðum í heiminum þar sem rétt samspil hita og þrýstings sem þarf til að þeir myndist er ekki algengt. Þeir finnast helst í mjög fornu storkubergi inn á meginlöndum. Einnig hafa fundist demantar í sand- og malarlögum sem setið hafa eftir þegar mýkra berg eyðist.


Demantar myndast á 120-200 km dýpi í möttli jarðar. Þeir berast upp að yfirborðinu í sprengigosum sem eiga upptök sín á miklu dýpi.

Demantar sem fundist hafa við yfirborð jarðar eru yfirleitt mjög gamlir, frá því að vera innan við eins milljarðs ára gamlir upp í allt að 3 milljarða ára. Þeir hafa borist upp að yfirborðinu í sprengigosum sem áttu upptök sín á miklu dýpi, 100-200 km, en í þessum gosum barst upp efni frá möttlinum. Þetta efni, sem demantar hafa fundist í, kemur fyrir í pípulaga gosrásum sem kallast kimberlítpípur og bergið í þeim kimberlít.

Kimberlít er kennt við demantanámuna í Kimerley í Suður-Afríku sem er frægasta demantanáma heims. Næstum helmingur allra demanta sem fundist hafa eru frá Mið- og Suður-Afríku en einnig hefur fundist nokkurt magn í Kanada, Indlandi, Rússlandi, Brasilíu og Ástralíu.

Ísland er tiltölulega ungt í jarðsögunni. Það byrjaði að myndast fyrir um sextíu milljón árum þegar Norður-Atlantshafið fór að opnast en elsta berg landsins er þó ekki nema um 16 milljón ára gamalt. Landið okkar var því ekki farið að myndast þegar þeir demantar sem fundist hafa urðu til. Náttúrlega demanta á Íslandi er því fyrst og fremst að finna í skartgripaverslunum og skartgripum í eigu landsmanna.

Heimildir:


Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Úr hverju eru demantar?
  • Af hverju er ekki hægt að finna demanta á Íslandi?
  • Eru demantar á Íslandi? Ef þeir eru til hvar eru þeir þá?

Aðrir spyrjendur eru:
Harpa Katrína, Ingibjörg Bjarnadóttir, Guðmundur Óskar, Margrét Ósk, Alexander Gabríel, Íris Kristinsdóttir og Róbert Steingrímsson


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2008.

...