Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hver er rökstuðningur þeirra sem segja að örbylgjuofn sé mjög skaðlegur?

Bryndís Eva Birgisdóttir og Jóhanna Eyrún Torfadóttir

Ekki hefur tekist að sýna fram á í rannsóknum að matur sem eldaður er í örbylgjuofni sé óhollari en matur sem eldaður er á hefðbundin hátt. Það er meira að segja svo að matur sem eldaður er i örbylgjuofni heldur almennt eftir fleiri næringarefnum en matur sem eldaður er á hefðbundin hátt.

Líklega er þessi hræðsla við matreiðslu í örbylgjuofni til komin að hluta til vegna nafnsins. Þannig halda sumir fyrir misskilning að eitthvað sem eldað er með bylgjum hljóti að vera óhollt og hræðsla við geislun matvæla er af svipuðum toga.

Örbylgjur eru rafsegulbylgjur eins og útvarpsbylgjur, sjónvarpsbylgjur og ljósbylgjur svo að dæmi séu nefnd. Munurinn á þessum bylgjum felst í bylgjulengdinni og auga okkar nemur aðeins hluta af þessum bylgjulengdum. Örbylgjur haga sér alveg eins og til dæmis ljósið og geta til að mynda farið gegnum sum efni eða endurkastast frá öðrum og enn önnur efni gleypa þær.

Þegar örbylgjur fara gegnum efni eins og matvæli verka vatnssameindirnar í matvælunum eins og örsmáir seglar og reyna að raða sér upp eftir rafsviðinu. Við það fara sameindirnar sjálfar að sveiflast og núast við aðrar þannig að hiti myndast. Þetta skýrir líka af hverju ílátið hitnar ekki nema frá matnum á eftir; í því er yfirleitt ekkert vatn að finna.

Munurinn á venjulegri hitun og örbylgjuhitun er sá að venjuleg hitun er eingöngu frá yfirborði og gengur frá yfirborðssameindum til næsta lags af sameindum. Slíkur varmaflutningur kallast varmaleiðing. Örbylgjur ná hins vegar inn í matinn og það skýrir af hverju við erum sneggri að elda mat í örbylgjuofni en með venjulegri hitun.

Töluvert hefur verið rannsakað hvort eitthvað annað en hiti valdi örverudauða í örbylgjuhitun en flest bendir til að svo sé ekki.

Það er því ekkert sem bendir til þess að örbylgjuofn sé skaðlegur, enda væri þá ekki leyfilegt að selja hann.

Um mismunandi varmaflutning má lesa í svari Tryggva Þorgeirssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvers vegna eru katlar, pottar og hitakönnur yfirleitt gljáandi að utan?

Sjá einnig svar Kristjáns Leóssonar við spurningunni Verður hægt að finna upp tæki sem kælir jafn hratt og örbylgjuofn hitar?.

Að lokum vísum við í svar Bryndísar Evu við spurningunni Rýrnar næringargildi fæðu í örbylgjuofnum?

Höfundar

doktor í næringarfræði

næringarfræðingur og doktorsnemi í lýðheilsuvísindum við HÍ

Útgáfudagur

21.3.2000

Spyrjandi

Ævar Már Óskarsson, f. 1983

Tilvísun

Bryndís Eva Birgisdóttir og Jóhanna Eyrún Torfadóttir. „Hver er rökstuðningur þeirra sem segja að örbylgjuofn sé mjög skaðlegur? “ Vísindavefurinn, 21. mars 2000. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=270.

Bryndís Eva Birgisdóttir og Jóhanna Eyrún Torfadóttir. (2000, 21. mars). Hver er rökstuðningur þeirra sem segja að örbylgjuofn sé mjög skaðlegur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=270

Bryndís Eva Birgisdóttir og Jóhanna Eyrún Torfadóttir. „Hver er rökstuðningur þeirra sem segja að örbylgjuofn sé mjög skaðlegur? “ Vísindavefurinn. 21. mar. 2000. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=270>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er rökstuðningur þeirra sem segja að örbylgjuofn sé mjög skaðlegur?
Ekki hefur tekist að sýna fram á í rannsóknum að matur sem eldaður er í örbylgjuofni sé óhollari en matur sem eldaður er á hefðbundin hátt. Það er meira að segja svo að matur sem eldaður er i örbylgjuofni heldur almennt eftir fleiri næringarefnum en matur sem eldaður er á hefðbundin hátt.

Líklega er þessi hræðsla við matreiðslu í örbylgjuofni til komin að hluta til vegna nafnsins. Þannig halda sumir fyrir misskilning að eitthvað sem eldað er með bylgjum hljóti að vera óhollt og hræðsla við geislun matvæla er af svipuðum toga.

Örbylgjur eru rafsegulbylgjur eins og útvarpsbylgjur, sjónvarpsbylgjur og ljósbylgjur svo að dæmi séu nefnd. Munurinn á þessum bylgjum felst í bylgjulengdinni og auga okkar nemur aðeins hluta af þessum bylgjulengdum. Örbylgjur haga sér alveg eins og til dæmis ljósið og geta til að mynda farið gegnum sum efni eða endurkastast frá öðrum og enn önnur efni gleypa þær.

Þegar örbylgjur fara gegnum efni eins og matvæli verka vatnssameindirnar í matvælunum eins og örsmáir seglar og reyna að raða sér upp eftir rafsviðinu. Við það fara sameindirnar sjálfar að sveiflast og núast við aðrar þannig að hiti myndast. Þetta skýrir líka af hverju ílátið hitnar ekki nema frá matnum á eftir; í því er yfirleitt ekkert vatn að finna.

Munurinn á venjulegri hitun og örbylgjuhitun er sá að venjuleg hitun er eingöngu frá yfirborði og gengur frá yfirborðssameindum til næsta lags af sameindum. Slíkur varmaflutningur kallast varmaleiðing. Örbylgjur ná hins vegar inn í matinn og það skýrir af hverju við erum sneggri að elda mat í örbylgjuofni en með venjulegri hitun.

Töluvert hefur verið rannsakað hvort eitthvað annað en hiti valdi örverudauða í örbylgjuhitun en flest bendir til að svo sé ekki.

Það er því ekkert sem bendir til þess að örbylgjuofn sé skaðlegur, enda væri þá ekki leyfilegt að selja hann.

Um mismunandi varmaflutning má lesa í svari Tryggva Þorgeirssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvers vegna eru katlar, pottar og hitakönnur yfirleitt gljáandi að utan?

Sjá einnig svar Kristjáns Leóssonar við spurningunni Verður hægt að finna upp tæki sem kælir jafn hratt og örbylgjuofn hitar?.

Að lokum vísum við í svar Bryndísar Evu við spurningunni Rýrnar næringargildi fæðu í örbylgjuofnum?...